Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. apríl 2015 20:55 „Hiti og raki fyrir svona stóra menn er mjög varhugaverður. Menn verða að halda sér köldum og drekka gríðarlegt magn af vatni og halda söltum líkamans í jafnvægi til að sporna við ofþornun og til að forðast meiðsli,“ segir Andri Reyr, aðstoðarmaður Hafþórs Júlíusar eða Fjallsins sem keppir um þessar mundir í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Fyrsti keppnisdagur var í dag og leist þeim Andra Rey Vignissyni og Einari Magnúsi Ólafíusyni ekkert á hitann í landinu í dag en hann var kominn vel yfir 30 gráður klukkan níu í morgun. „Við Einar settum upp plan til að passa á að Hafþór væri með vatnsbrúsa í hönd allan tímann. Við skiptumst á að bera í hann vatnið og kæla hann með öllum tiltækum ráðum. Honum fannst nóg komið oft á tíðum,“ heldur Andri áfram. „Sjálfir fundum við heldur betur fyrir hitanum og vorum orðnir gegndrepa af svita á fyrsta korterinu. En það var bara byrjunin þar sem hitinn átti eftir að hækka þegar líða tók á daginn,“ bætir Einar við.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdagÞeir Andri og Einar pössuðu vel upp á að drekka nægilega mikið af vatni í 35 stiga hita.Hafþór Júlíus vann fyrstu keppnisgrein mótsinsTeymið sem samanstendur af þeim Hafþóri, Andra, Einari og foreldrum Hafþórs, vaknaði fyrir sjö í morgun en allar vekjaraklukkur höfðu verið stilltar til þess að engin hætta væri á að hópurinn myndi sofa yfir sig. Fyrsta keppnisgreinin var svokölluð hleðslugrein. Hún fólst í að bera einn 120 kílógramma sekk og tvö 160 kílógramma lyftaradekk en samkvæmt þeim félögum áttu flestir keppendur í miklu basli með greinina. „Það voru bara tveir af sex í riðlinum hans Hafþórs sem gátu klárað greinina og að sjálfsögðu var okkar maður annar þeirra,“ segir Andri. Hafþór var fyrstur til að klára greinina eða tæpum sautján sekúndum á undan manninum sem varð í öðru sæti. „Hafþór var ánægður með sigurinn í fyrstu greininni því í svona keppni er hvert stig mikilvægt og gott að byrja vel,“ útskýrir Einar. Kraftajötuninn Benedikt Magnússon, keppir einnig ytra og gekk honum vel í fyrstu greininni. „Hann náði að klára 120 kg. sekkin og annað dekkjanna en flýtti sér aðeins of hægt, því hann vildi ekki eyða allri orkunni strax, sem kom svo niður á honum því þegar hann var að ganga með seinna dekkið rann hann út á tíma. Aðeins einn maður í hans riðli náði að klára greinina en það var enginn annar en Zydrunas Savickas, fjórfaldur sterkasti maður heims og núverandi titilhafi.“Kallaður Thor úti í Kuala Lumpur Seinni grein þessa fyrsta keppnisdags felst í að velta þremur stærðarinnar hömrum sem vega frá 140 kílóum til 170 kílóa. Greinin er kölluð Norsehammer eða Norræni hamarinn. „Þetta þótti okkur ekki gott nafn en við viljum kalla hana Thorshammer af því að flestir hérna úti kalla Hafþór Thor svo Thorshammer á mun betur við að hans og okkar mati,“ segir Einar. „Hafþór var eini keppandinn sem gat klárað þessa þraut.“ Fylltist Fjallið við það miklum eldmóði að sögn félaganna. „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. Benedikt var í þriðja sæti í greininni og kláraði tvo hamra á fínum tíma. Nú á hann ágætis möguleika á að komast í tíu manna úrslitin.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
„Hiti og raki fyrir svona stóra menn er mjög varhugaverður. Menn verða að halda sér köldum og drekka gríðarlegt magn af vatni og halda söltum líkamans í jafnvægi til að sporna við ofþornun og til að forðast meiðsli,“ segir Andri Reyr, aðstoðarmaður Hafþórs Júlíusar eða Fjallsins sem keppir um þessar mundir í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Fyrsti keppnisdagur var í dag og leist þeim Andra Rey Vignissyni og Einari Magnúsi Ólafíusyni ekkert á hitann í landinu í dag en hann var kominn vel yfir 30 gráður klukkan níu í morgun. „Við Einar settum upp plan til að passa á að Hafþór væri með vatnsbrúsa í hönd allan tímann. Við skiptumst á að bera í hann vatnið og kæla hann með öllum tiltækum ráðum. Honum fannst nóg komið oft á tíðum,“ heldur Andri áfram. „Sjálfir fundum við heldur betur fyrir hitanum og vorum orðnir gegndrepa af svita á fyrsta korterinu. En það var bara byrjunin þar sem hitinn átti eftir að hækka þegar líða tók á daginn,“ bætir Einar við.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdagÞeir Andri og Einar pössuðu vel upp á að drekka nægilega mikið af vatni í 35 stiga hita.Hafþór Júlíus vann fyrstu keppnisgrein mótsinsTeymið sem samanstendur af þeim Hafþóri, Andra, Einari og foreldrum Hafþórs, vaknaði fyrir sjö í morgun en allar vekjaraklukkur höfðu verið stilltar til þess að engin hætta væri á að hópurinn myndi sofa yfir sig. Fyrsta keppnisgreinin var svokölluð hleðslugrein. Hún fólst í að bera einn 120 kílógramma sekk og tvö 160 kílógramma lyftaradekk en samkvæmt þeim félögum áttu flestir keppendur í miklu basli með greinina. „Það voru bara tveir af sex í riðlinum hans Hafþórs sem gátu klárað greinina og að sjálfsögðu var okkar maður annar þeirra,“ segir Andri. Hafþór var fyrstur til að klára greinina eða tæpum sautján sekúndum á undan manninum sem varð í öðru sæti. „Hafþór var ánægður með sigurinn í fyrstu greininni því í svona keppni er hvert stig mikilvægt og gott að byrja vel,“ útskýrir Einar. Kraftajötuninn Benedikt Magnússon, keppir einnig ytra og gekk honum vel í fyrstu greininni. „Hann náði að klára 120 kg. sekkin og annað dekkjanna en flýtti sér aðeins of hægt, því hann vildi ekki eyða allri orkunni strax, sem kom svo niður á honum því þegar hann var að ganga með seinna dekkið rann hann út á tíma. Aðeins einn maður í hans riðli náði að klára greinina en það var enginn annar en Zydrunas Savickas, fjórfaldur sterkasti maður heims og núverandi titilhafi.“Kallaður Thor úti í Kuala Lumpur Seinni grein þessa fyrsta keppnisdags felst í að velta þremur stærðarinnar hömrum sem vega frá 140 kílóum til 170 kílóa. Greinin er kölluð Norsehammer eða Norræni hamarinn. „Þetta þótti okkur ekki gott nafn en við viljum kalla hana Thorshammer af því að flestir hérna úti kalla Hafþór Thor svo Thorshammer á mun betur við að hans og okkar mati,“ segir Einar. „Hafþór var eini keppandinn sem gat klárað þessa þraut.“ Fylltist Fjallið við það miklum eldmóði að sögn félaganna. „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. Benedikt var í þriðja sæti í greininni og kláraði tvo hamra á fínum tíma. Nú á hann ágætis möguleika á að komast í tíu manna úrslitin.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið