Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 102-94 | KR í úrslit eftir leik ársins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2015 15:35 Stefan Bonneau skoraði 52 stig fyrir Njarðvík í kvöld en það dugði ekki til. vísir/ernir KR tryggði sér sæti í úrslitum Dominos-deildar karla í kvöld eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik. Fyrsti leikhlutinn var einn sá ótrúlegasti sem maður hefur séð í háa herrans tíð. Ljónin frá Njarðvík mættu til leiks eins og skíthræddir kettlingar á meðan sebrahestarnir úr Vesturbænum voru í drápshug. KR spilaði yfirvegaðan sóknarleik og algjörlega frábæran varnarleik. KR skoraði 16 fyrstu stig leiksins og fyrsta karfa Njarðvíkur utan af velli kom eftir rúmar átta mínútur. Það reyndist vera eina karfan sem Njarðvík skoraði utan af velli í leikhlutanum. Lygilegt. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-5. Munaði mikið um það hjá KR að Pavel gat byrjað leikinn og með hann við stýrið er leikur liðsins allt annar og betri. Það var ekki bara vörnin hjá KR sem var að gera útslagið. Þeir voru grimmari í öllum aðgerðum og tóku mikið af sóknarfráköstum gegn stressuðum og linum Suðurnesjabúum. Það var viðbúið að Njarðvík myndi einhvern tímann hefja leik og það gerði liðið í öðrum leikhluta. Logi Gunnarsson létti á pressunni með góðum körfum og fleiri fylgdu með í kjölfarið. Þegar upp var staðið var munurinn aðeins tólf stig í hálfleik, 41-29, og leikurinn langt frá því að vera búinn. Njarðvík hefði getað verið í mun verri málum. Liðið tók ekki eitt sóknarfrákast í fyrri hálfleik gegn níu hjá KR. KR tók 14 fleiri fráköst í heildina. Njarðvíkingar fóru inn í hálfleik enn í möguleika og það átti að gefa þeim kraft eftir hörmulegan fyrri hálfleik. Það sem gerðist í síðari hálfleik er að hræddu kisurnar urðu aftur að ljónum. Það er svo risastórt hjarta í þessu Njarðvíkurliði og þeim óx ásmegin á hverri einustu mínútu á meðan KR-ingar fóru að titra. Njarðvík náði að jafna leikinn, 58-58, í þriðja leikhluta en þá var Stefan Bonneau gjörsamlega genginn af göflunum en hann skoraði 21 stig í leikhlutanum. KR leiddi þó með þremur stigum, 61-58, er leikhlutinn var allur. Allt á suðupunkti en það var nóg eftir. Njarðvík sló ekkert af heldur tók yfir leikinn í fjórða leikhluta. Bonneau óstöðvandi á meðan KR-ingar voru í miklum villuvandræðum. Njarðvík náði mest sex stiga forskoti, 71-77, en KR kom til baka og Pavel Ermolinskij sá til þess að leikurinn færi í framlengingu er hann setti niður þriggja stiga skot er 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Sama dramað og geðveikin hélt áfram í framlengingunni en þegar hún var búin var enn jafnt, 87-87. Það þurfti því að framlengja aftur um fimm mínútur. Í henni reyndust taugar KR sterkari þó svo þrír leikmenn þeirra væru farnir af velli með fimm villur. Þar af Pavel og Helgi Már. Darri setti niður þrist og Björn Kristjáns líka. Drengurinn ungi steig upp en Njarðvíkurliðið var buið á því og ekkert fór niður. Meira að segja hinn ómannlega Stefan Bonneau var hættur að hitta. KR vann því leikinn, 102-94, og var fagnað gríðarlega eftir leik. Þetta Njarðvíkurlið má heldur betur vera stolt af sinni frammistöðu. Að koma til baka og vinna næstum þrjá leiki í röð gegn liðinu sem valtaði yfir deildina er magnað afrek. Þeir voru líka svo grátlega nálægt því að vinna leikinn og fengu til þess tækifæri bæði í lok venjulegs leiktíma og í lok fyrri framlengingar. Auðvitað nýtur liðið góðs af því að vera með Bonneau í liðinu en hann er án nokkurs vafa einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi. Hann skoraði 52 stig í kvöld. Það er náttúrulega bilun. Friðrik Ingi og Teitur hafa líka búið til frábæra liðsheild og tekst að blása miklu sjálfstrausti í unga og óreynda menn. Ólafur Helgi var til að mynda frábær í kvöld þó svo hann hafi ekki skorað mikið. Var kletturinn í vörninni og skilaði frábæru framlagi. Þessi ljón eiga eftir að bíta frá sér á næsta ári. KR er komið í úrslit en fór Krýsuvíkurleiðina. Liðið missti unninn leik úr höndunum og var svo hreinlega heppið að tapa honum ekki. Margoft hélt maður að liðið væri að brotna en aldrei gerðist það. Það er merki um sterkan karakter. Craion geggjaður í kvöld með 36 stig og 23 fráköst. Þvílík frammistaða en hann spilaði lengi vel í villivandræðum. Innkoma Pavels breytti öllu líka fyrir liðið og hann braut KR leið úr fangelsi þegar öll sund virtust vera lokuð.Vísir/TumiLogi: Vorum með leikinn í höndunum "Þetta er rosalega sárt. Það var ótrúlegt afrek hjá okkur að koma til baka eftir svona ömurlega byrjun," sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, en hann skoraði 19 stig í kvöld. "Við vorum með leikinn í höndunum en náðum því miður ekki að klára dæmið. Engu að síður magnað afrek að koma svona til baka og vinna næstum gegn þessu frábæra KR-liði. Við fengum ágætis færi til þess að klára leikinn en það datt ekki núna. Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í fyrsta leikhluta en það kom aldrei til greina að gefast upp. "KR á hrós skilið fyrir sína byrjun og við að sama skapi skilið hrós fyrir þessa endurkomu. Þetta er einn rosalegasti leikur sem ég hef spilað. Þetta svíður alveg svakalega en ég er engu að síður mjög stoltur af mínu liði. Það áttu fáir von á þessu frá okkur og við áttum alveg jafn mikið skilið og þeir að fara í lokaúrslitin."Pavel: Á ekkert eftir tilfinningalega Pavel Ermolinskij var steinrunninn í leikslok og virtist hreinlega ekki vera í sambandi. Skal svo sem engan undra eftir þennan ótrúlega leik "Ég á ekkert eftir tilfinningalega. Ég gæti eflaust drepið mann núna því ég á engar tilfinningar," sagði Pavel í losti. Hann bjargaði sínum mönnum á ögurstundu með þriggja stiga skoti í lok venjulegs leiktíma. "Hvað átti ég að gera? Ég þurfti að taka skotið. Í svona aðstæðum er best að hugsa sem allra minnst og láta bara vaða." KR valtaði yfir Njarðvík í fyrsta leikhluta en missti svo leikinn úr höndunum. "Fyrsti leikhlutinn var frábær hjá okkur þeirra þriðji og fjórði leikhluti var eins frábær og okkar fyrsti. Stefan Bonneau setti auðvitað upp sýningu hér í kvöld og það var merkilegt að verða vitni að þessu." KR-liðið virtist margoft vera að brotna. Það bognaði svo sannarlega en náði alltaf að svara og svo klára leikinn. "Þegar maður sá skotin sem þeir voru að setja niður þá fyllist maður ákveðinni neikvæðni. Það kemur smá uppgjafartilfinning. Við höfum gert það oft áður að grafa okkur einhverja holu og klöngrast svo aftur upp úr henni. "Vonandi klárum við bara svona leiki í framtíðinni er við byrjum svona vel. En fokk it. Það var frábært að taka þátt í þessu svona eftir á að hyggja," sagði Pavel og brosti breitt.Friðrik Ingi: Ekki ósanngjarnt ef við hefðum unnið "Þetta er einn af rosalegustu leikjum sem ég hef tekið þátt í síðan ég byrjaði í þessu," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sveittur í leikslok enda heitt í húsinu og spennan vel yfir meðallagi. "Ég er rosalega ánægður með mína menn og karakterinn sem þeir sýna. Það var sjarmerandi andrúmsloft inn í klefa í hálfleik. Engin læti heldur voru menn staðráðnir í því að henda ekki heilum leik í hafið út af stressi í upphafi leiks." Friðrik Ingi veit sem er að leikurinn var í höndum hans manna en það gekk ekki þegar upp var staðið. "Það hefði ekkert verið ósanngjarnt ef við hefðum tekið þetta. Við vorum komnir í þá stöðu og lyginni líkast hvað við vorum búnir að gera vel í seinni hálfleik. Ég held að þessi frammistaða okkar í seinni hálfleik eigi sér fáa líka. "Þeir héngu á einhverri lukku og lygi undir lokin og það þurfti bara örlítið til að við hefðum klárað þetta en svona er þetta stundum."Finnur Freyr: Mesti léttirinn að vera laus við Bonneau "Ég er ungur þjálfari að þjálfa KR í oddaleik gegn Njarðvík fyrir framan troðfullu húsi. Við vinnum eftir tvöfalda framlengingu. Það er ekki hægt að biðja um meira og mér líður alveg frábærlega," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. "Ég er gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa stigið upp og klárað þetta. Það er samt ekkert unnið enn og við megum ekkert klappa okkur of mikið á bakið eftir þetta." Eftir frábæra byrjun var KR ansi nálægt því að kasta leiknum frá sér. "Við fengum opin færi í öðrum leikhluta en vorum sjálfum okkur verstir. Við hefðum með réttu átt að vera 25-30 stigum yfir í hálfleik. Við gátum bara sjálfum okkur um kennt að vera það ekki. Við vissum nefnilega að þeir myndu alltaf koma til baka." Finnur Freyr var nánast orðlaus þegar hann var beðinn um að lýsa 52 stiga manninum hjá Njarðvík, Stefan Bonneau. "Það er kannski mesti léttirinn að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum lengur. Hann er magnaður leikmaður og ég vona að fólk hafi notið þess að horfa á hann. Það mun enginn sjá hann aftur hérna nema mögulega í bláa lóninu í sumarfríi. Þetta er algjörlega einstakur leikmaður og einn sá besti sem hefur komið hingað."KR-Njarðvík 102-94 (24-5, 17-24, 20-29, 22-25, 4-4, 15-7)KR: Michael Craion 36/23 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 16/16 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 10/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9, Helgi Már Magnússon 4/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2.Njarðvík: Stefan Bonneau 52/12 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 5/5 fráköst/5 varin skot, Mirko Stefán Virijevic 4/11 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/6 fráköst, Ágúst Orrason 3, Snorri Hrafnkelsson 1Leiklýsing: KR - NjarðvíkLeik lokið | 102-94: Brotið á Birni sem fer aftur á línuna. Klikkar á fyrra en setur seinna. Logi alla leið en hittir ekki. Þetta er búið. Ótrúlegur leikur vægast sagt.Framlenging tvö | 101-94: Björn á línuna og setur skotin niður. Fer langt með að klára leikinn. Brotið á Bonneau. Setur seinna niður. 23 sek eftir.Framlenging tvö | 99-93: Logi klikkar á þriggja stiga skoti og KR með boltann. Allt að tryllast og heyrist ekki mannsins mál. 28 sek eftir.Framlenging tvö | 99-93: Bonneau klikkar og KR fær boltann. Craion skorar með 45 sek eftir.Framlenging tvö | 97-93: Björn Kristjáns vill vera með og setur þrist fyrir KR. Mirko hittir ekki í næstu sókn. Léleg sókn hjá KR en Magni með sóknarfrákast og svo brotið á honum. Smellir fyrra niður og líka því seinna. 1.10 eftir.Framlenging tvö | 92-93: Mirko klikkar og KR fær boltann. Njarðvík nær að stoppa Craion og fær boltann eftir reikistefnu dómara. Logi með þrist niður í horni. 2.10 eftir.Framlenging tvö | 92-91: Bonneau á línuna. Setur bæði niður. Craion svarar undir körfunni. Fínt spil sem gekk upp. Bonneau svarar til baka og kominn í 51 stig. 3.30 eftir.Framlenging tvö | 90-87: KR að klikka en taka sóknarfráköst. Á endanum brýtur Finnur Atli af sér og fer af velli með fimm villur. Þriðji KR-ingurinn sem lýkur keppni. Snorri á línuna fyrir Njarðvík en klikkar á báðum. Darri með tröllaþrist. 4 mín eftir.Framlengingu eitt lokið | 87-87: Brynjar alla leið en tapar boltanum þegar 10 sek eru eftir. Njarðvík á boltann og allt vitlaust. Bonneau með þristinn og aftur er hann næstum búinn að setja hann niður. Þetta er ótrúlegt. Önnur framlenging.Framlenging | 87-87: Kallað á lækni til að huga hjá Þóri hjá KR vonandi í lagi með drenginn.Framlenging | 87-87: Bonneau blokkaður en Njarðvík vinnur boltann aftur með 38 sek eftir. Bonneau klikkar. 30 sek eftir. KR með boltann.Framlenging | 87-87: Craion fær villu og fer á línuna. Ekki vinur hans í dag enda klúðrar hann báðum. KR heldur þó boltanum. 1.20 eftir.Framlenging | 87-87: Njarðvík vinnur boltann og Bonneau með þrist og jafnar. Kominn í 47 stig. Þessi maður.Framlenging | 87-84: Maciej á línuna og Pavel fær fimmtu villuna hjá KR. Búið hjá honum. Maciej setur annað niður. 2.20 eftir.Framlenging | 87-83: Stebbi kastar boltanum út af. Hann er víst mannlegur eftir allt saman. Veit það samt ekki. Brynjar Þór skorar. 2.35 eftir.Framlenging | 85-83: Liðunum gengur illa að skora í fyrstu sóknum. Eðlilega mikið stress. Pavel á línuna og setur bæði niður. 3.30 eftir.Framlenging | 83-83: Darri klúðrar þriggja stiga skoti. Slegist um boltann. Fjórir á gólfinu. Ótrúleg læti hérna. Njarðvík heldur boltanum sem þarf að þurrka út af svita. Það eru allir og allt sveitt í DHL halle núna. Bonneau reynir þrist af Hlíðarenda. Gengur ekki. 4 mín eftir.Venjulegum leiktíma lokið | 83-83: Bonneau með skot langt fyrir utan og ekki fjarri því að setja það niður. Við erum á leið í framlengingu gott fólk. Vantar handklæði við svitanum hérna.4. leikhluti | 83-83: Það standa. Njarðvík tapar boltanum og KR gerir það líka en vildi fá villu. 4 sek eftir. Njarðvík með boltann. Þvílík dramatík.4. leikhluti | 83-83: Pavel jafnar með þriggja stiga skoti þegar 10 sek eru eftir. WOW !! Njarðvík tekur leikhlé.4. leikhluti | 80-83: Pavel brýtur á Loga. Ekki skotréttur. Þórir brýtur á Bonneau sem þarf að fara á línuna með 17 sek eftir. Stebbi sullar að sjálfsögðu báðum niður.4. leikhluti | 80-81: Ólafur Helgi út með fimm villur þegar 1.10 mín er eftir. Pavel á línuna og setur hvorugt niður. Vítin að fara illa með KR. Mirko tekur sóknarfrákast. Bonneau gerir það líka. KR stelur loks bolta og Brynjar skorar. 22 sek eftir.4. leikhluti | 78-81: Craion setur niður tvö víti. Það standa allir í húsinu nema blaðamenn sem geta það ekki. Við viljum samt standa líka. Þetta er of rosalegt. Craion með troðslu og kveikir í áhorfendum enn meir. 1.35 eftir.4. leikhluti | 74-81: Logi Gunnars með svakalega mikilvæga körfu. Brynjar klúðrar svo þriggja stiga skoti. Taugar leikmanna og áhorfenda þandar til hins ítrasta. Ólafur Helgi skorar. Þvílíkur leikur hjá honum. 2.15 mín eftir.4. leikhluti | 74-77: KR að gera allt vitlaust. Stíga líka út af. Gjörsamlega allt með Njarðvík á meðan KR-ingar eru að brotna saman fyrir framan andlit áhorfenda í DHL-höllinni. Njarðvík er farið að taka öll sóknarfráköst líka. Þrjú í röð í sömu sókninni. Pavel reynir að halda lífi í KR með þristi. 3.55 eftir.4. leikhluti | 71-77: Helgi Már fer af velli með fimm villur þegar 5.29 mín eru eftir. Allt annað en sáttur við Davíð dómara. Logi stelur boltanum og skorar. KR í miklum vandræðum og tekur leikhlé þegar 5.18 mín eru eftir.4. leikhluti | 69-73: Craion kominn í 28 stig. Þetta verða roooooooosalegar lokamínútur. Ólafur Helgi svarar með þriggja stiga körfu. Allir í stuði hjá Njarðvík. 5.38 mín eftir.4. leikhluti | 67-70: Bonneau er genginn af göflunum. Setur niður enn einn þristinn og er kominn í 40 stig með 6.20 mín eftir.4. leikhluti | 67-67: Ólafur Helgi kominn með fjórar villur hjá Njarðvík en er að spila afar vel í vörninni. Craion fer á línuna og setur annað skotið að venju.4. leikhluti | 66-67: Logi setur niður þrist. Njarðvík í ham. Pavel skorar þrist og léttir mikilli pressu á KR sem virðist vera að fara á taugum eftir allt saman. 7 mín eftir.4. leikhluti | 63-64: KR-sóknin ekki að spila af sama sjálfstrausti og áður og allt niður hjá Stebba. Njarðvík yfir í fyrsta skipti þegar 8 mín eru eftir.4. leikhluti | 63-61: Craion skorar fyrstu körfu lokaleikhlutans. Villupésarnir hjá KR allir inni. Spurning hvað þeir endast? Njarðvík að taka sóknarfrákast og það skilar þristi hjá Stebba. Þessi maður er ekki hægt.3. leikhluta lokið | 61-58: Njarðvíkingar eru karakterlið. Neita að gefast upp og minnka hér muninn jafnt og þétt. Með Stebba í stuði eru liðinu allir vegir færir. Hann er kominn með 31 stig og jafnaði þá í 58-58.3. leikhluti | 56-50: Bonneau er dottinn í Bonneau-gírinn. Tvær körfur í röð þar sem hann fær líka víti. Njarðvíkingar að tryllast í húsinu. Erfitt að gera annað þegar Stebbi dettur í stuð. 2.32 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 56-47: Bonneau seiglast áfram og heldur lífi í Njarðvík. Kominn með 22 stig, sama og Craion. Munurinn kominn undir 10 stig í fyrsta sinn síðan staðan var 10-0.3. leikhluti | 55-44: Afar ódýr villa á Hjört Hrafn. Craion enn að spila með þrjár villur á bakinu en það skilar sína því hann er að rífa niður sóknarfráköst og fá víti. Líka setja niður stig. 3.30 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 51-37: Finnur Atli kemur inn og skorar. Ólafur Helgi kominn með þrjár villur hjá Njarðvík. Vont fyrir þá enda hann að spila vel. Finnur Atli hleður svo í þrist eins og ekkert sé eðlilegra. Ekkert nema net. Bonneau skorar og kominn með 16 stig. 4.30 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 46-35: Bonneau stimplar sig inn í seinni hálfleikinn. Brynjar svarar eftir að Ólafur Helgi hafði blokkað Helga Má en KR haldið boltanum. Helgi Már fær fjórðu villuna. Villuvesen á KR þegar 6 mínútur eru eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 44-31: KR ekki að fara vel með vítin. Brynjar setur aðeins annað niður. Ódýr villa á Craion. Sú þriðja á hann. Setur strik í reikninginn hjá KR. 7 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 43-31: Craion skorar fyrstu körfu hálfleiksins. Virkar ítrekað að senda á hann undir körfunni. Njarðvík ræður ekkert við hann þar. Mirko á línuna. Grýtir báðum skotum niður.Hálfleikur | 41-29: Frábær fyrsti leikhluti hjá KR sem gaf fullmikið eftir í öðrum leikhluta. Það var samt viðbúið að Njarðvík myndi hefja leikinn fyrr eða síðar. Þetta er alls ekki búið en Njarðvík þarf að setja meiri kraft í sinn leik. Craion stigahæstur allra á vellinum með 16 stig. Darri er með 8 og Brynjar 7. Helgi Magg með þrjár villur og Brynjar, Craion og Darri allir með tvær. Bonneau er með 10 stig hjá Njarðvík og Logi 8. Aðeins Maciej með tvær villur en aðrir í toppmálum.2. leikhluti | 37-22: Mirko stimplar sig aftur inn í leikinn eftir talsvert langa fjarveru. Bjóðum hann velkominn til baka. KR að reyna mikið af þristum í stað þess að setja á Craion sem er með 16 stig. Þau fara ekki niður og Craion fer af velli. 2 mín í hálfleik.2. leikhluti | 35-19: Logi svarar að bragði. Kominn í 8 stig og er stigahæstur hjá Njarðvík. Darri er búinn að ná kjörhita og hendir niður öðrum þristi. Svo Craion. KR að svara. 3.45 mín í hálfleik.2. leikhluti | 30-17: Virkilega góður kafli hjá Njarðvík sem er að vakna úr rotinu. KR-ingar hafa gefið hraustlega eftir. Geggjuð stemning í húsinu og orðið vel heitt. Darri með mikilvægan þrist. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 27-17: Viðstöðulaus troðsla hjá Stebba eftir sendingu Loga. Ef þetta kveikir ekki í gestunum hvað þá. WOW !!!!2. leikhluti | 26-15: Pavel ekki að hitta enn sem komið er fyrir KR. Craion og Darri komnir með tvær villur hjá KR. Maciej líka hjá Njarðvík en hann var að setja þrist. 7 mín í hálfleik. Njarðvík að hitna.2. leikhluti | 26-12: Logi reynir að halda þessu á floti hjá Njarðvík með annarri körfu. Stuðningsmenn Njarðvíkur í góðum gír og gefast ekki upp. Þá kemst Bonneau loks á blað. 8.30 mín í hálfleik og leikhlé.2. leikhluti | 26-8: Craion ekki lengi að skora fyrstu körfu 2. leikhluta. Logi Gunnarsson skorar langþráðan þrist. Njarðvík þarf miklu meira af þessu.1. leikhluta lokið | 24-5: Þetta var ótrúlegur leikhluti. Man vart eftir öðru eins. Njarðvíkingar eins og hræddar hýenur á meðan Sebrahestarnir mættu í vígahug. Njarðvík skoraði eina, já EINA, körfu utan af velli í leikhlutanum. Craion með 11 og Brynjar 7 hjá KR. Hjörtur með 4 af 5 stigum Njarðvíkur. Þetta getur ekki versnað hjá gestunum.1. leikhluti | 23-5: Hjörtur Hrafn með þrist. Fyrsta karfa utan af velli. Hún kom eftir 8.30 mínútur, takk fyrir. Brynjar Þór svarar með þristi.1. leikhluti | 20-2: Craion í stuði og kominn í 11 stig. Hann blokkar svo skot hjá Bonneau. 2 mín eftir af leikhluta.1. leikhluti | 16-2: Logi Gunnars á línunni og setur annað niður.1. leikhluti | 16-1: Brynjar skorar úr hraðri sókn. Þetta er ótrúlegt. Hjörtur Hrafn fær víti og skorar fyrsta stiga Njarðvíkur þegar sjö mínútur eru búnar af leiknum.1. leikhluti | 14-0: KR að taka dýrmæt sóknarfráköst á meðan Njarðvik skorar ekki. Geta ekki keypt körfu.1. leikhluti | 12-0: Craion að byrja vel undir körfunni og skorar aftur. KR að spila á styrkleika sína. Gerir það svo bara aftur. 5 mín búnar.1. leikhluti | 8-0: Helgi Magg tekur sóknarfrákast eftir eigið skot og skorar. Njarðvík tekur leikhlé enda er liðið ekki byrjað. 4 mín búnar.1. leikhluti | 6-0: Darri skorar fyrstu körfuna utan af velli í leiknum. KR-vörnin sterk og er að stela boltanum í tvígang. Craion tekur sóknarfrákast og skorar.1. leikhluti | 2-0: Craion klúðrar auðveldasta sniðskoti ársins. Ótrúlegt. Mikil barátta en hittni slök í upphafi. Helgi Magg fær fyrsta villu KR í kvöld. Ólafur Helgi blokkar Darra. Boltinn vill ekki ofan í körfuna. Brynjar fer svo loks á línuna og setur annað niður. 2.30 mín búnar.1. leikhluti | 1-0: Pavel, Helgi Magg og Craion byrja allir hjá KR. Allir búnir að vera í meiðslaveseni. Í svona leik bíta menn á jaxlinn eða fara í frí. Njarðvík vinnur uppkastið. Mirko klúðrar fyrsta skotinu. Craion hittir ekki hinum megin. Taugar leikmanna örugglega þandar í upphafi. Craion fær villu á Maciej. Setur annað skotið niður.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Stemningin er algjörlega frábær. Svona á þetta að vera. Frábært föstudagskvöld í vændum.Fyrir leik: Hér er allt að verða kjaftfullt og fólk að troða sér í þröng sæti korteri fyrir leik. Kickstart my heart á fóninum og gríðarleg spenna í loftinu. Afsakið orðbragðið en mikið djöfull verður þetta gaman.Fyrir leik: Stúkan er full 35 mínútum fyrir leik og orðið mjög þétt fyrir aftan aðra körfuna. Fólk streymir stanslaust inn. Það verður heitt og sveitt hér í kvöld.Fyrir leik: Þegar það eru oddaleikir þá draga menn fram ásana. Það gerir Páll Sævar vallarþulur líka og hendir Master of Puppets á fóninn. Verður ekki mikið dýrara.Fyrir leik: Helgi Már Magnússon og Michael Craion meiddust báðir í síðasta leik. Ganga ekki heilir til skógar en munu víst spila samt sem áður. Svo verður að koma í ljós hvernig þeim gengur að beita sér. Blaðamaður spurði Helga hvort hann væri klár í slaginn. "Er ég ekki í búning? Auðvitað er ég klár," sagði Helgi Már ákveðinn.Fyrir leik: Þetta er fyrsti oddaleikur KR-inga í fjögur ár. Síðast mætti liðið Keflavík í oddaleik og þá sauð upp úr í miklum átakaleik. Það verður eflaust ekki minni hiti í kvöld. Þrír leikmenn KR-liðsins í dag tóku þátt í þessum leik fyrir fjórum árum en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. KR vann öruggan sigur.Fyrir leik: Ef að Njarðvík tekst að vinna í kvöld þá verður það sögulegur sigur enda hefur KR ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Ef Njarðvík vinnur er liðið líka að komast í lokaúrslit í fyrsta sinn síðan 2007.Fyrir leik: Þetta er kunnugleg staða fyrir Njarðvíkinga. Þeir voru í sömu stöðu í fyrra og þá fór ekki vel eins og sjá má hér.Fyrir leik: Það er búist við miklu fjölmenni í DHL-höllinni í kvöld og búið að setja upp palla fyrir aftan körfurnar. Hér verður heitt og sveitt stemning í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Njarðvíku lýst.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
KR tryggði sér sæti í úrslitum Dominos-deildar karla í kvöld eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik. Fyrsti leikhlutinn var einn sá ótrúlegasti sem maður hefur séð í háa herrans tíð. Ljónin frá Njarðvík mættu til leiks eins og skíthræddir kettlingar á meðan sebrahestarnir úr Vesturbænum voru í drápshug. KR spilaði yfirvegaðan sóknarleik og algjörlega frábæran varnarleik. KR skoraði 16 fyrstu stig leiksins og fyrsta karfa Njarðvíkur utan af velli kom eftir rúmar átta mínútur. Það reyndist vera eina karfan sem Njarðvík skoraði utan af velli í leikhlutanum. Lygilegt. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-5. Munaði mikið um það hjá KR að Pavel gat byrjað leikinn og með hann við stýrið er leikur liðsins allt annar og betri. Það var ekki bara vörnin hjá KR sem var að gera útslagið. Þeir voru grimmari í öllum aðgerðum og tóku mikið af sóknarfráköstum gegn stressuðum og linum Suðurnesjabúum. Það var viðbúið að Njarðvík myndi einhvern tímann hefja leik og það gerði liðið í öðrum leikhluta. Logi Gunnarsson létti á pressunni með góðum körfum og fleiri fylgdu með í kjölfarið. Þegar upp var staðið var munurinn aðeins tólf stig í hálfleik, 41-29, og leikurinn langt frá því að vera búinn. Njarðvík hefði getað verið í mun verri málum. Liðið tók ekki eitt sóknarfrákast í fyrri hálfleik gegn níu hjá KR. KR tók 14 fleiri fráköst í heildina. Njarðvíkingar fóru inn í hálfleik enn í möguleika og það átti að gefa þeim kraft eftir hörmulegan fyrri hálfleik. Það sem gerðist í síðari hálfleik er að hræddu kisurnar urðu aftur að ljónum. Það er svo risastórt hjarta í þessu Njarðvíkurliði og þeim óx ásmegin á hverri einustu mínútu á meðan KR-ingar fóru að titra. Njarðvík náði að jafna leikinn, 58-58, í þriðja leikhluta en þá var Stefan Bonneau gjörsamlega genginn af göflunum en hann skoraði 21 stig í leikhlutanum. KR leiddi þó með þremur stigum, 61-58, er leikhlutinn var allur. Allt á suðupunkti en það var nóg eftir. Njarðvík sló ekkert af heldur tók yfir leikinn í fjórða leikhluta. Bonneau óstöðvandi á meðan KR-ingar voru í miklum villuvandræðum. Njarðvík náði mest sex stiga forskoti, 71-77, en KR kom til baka og Pavel Ermolinskij sá til þess að leikurinn færi í framlengingu er hann setti niður þriggja stiga skot er 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Sama dramað og geðveikin hélt áfram í framlengingunni en þegar hún var búin var enn jafnt, 87-87. Það þurfti því að framlengja aftur um fimm mínútur. Í henni reyndust taugar KR sterkari þó svo þrír leikmenn þeirra væru farnir af velli með fimm villur. Þar af Pavel og Helgi Már. Darri setti niður þrist og Björn Kristjáns líka. Drengurinn ungi steig upp en Njarðvíkurliðið var buið á því og ekkert fór niður. Meira að segja hinn ómannlega Stefan Bonneau var hættur að hitta. KR vann því leikinn, 102-94, og var fagnað gríðarlega eftir leik. Þetta Njarðvíkurlið má heldur betur vera stolt af sinni frammistöðu. Að koma til baka og vinna næstum þrjá leiki í röð gegn liðinu sem valtaði yfir deildina er magnað afrek. Þeir voru líka svo grátlega nálægt því að vinna leikinn og fengu til þess tækifæri bæði í lok venjulegs leiktíma og í lok fyrri framlengingar. Auðvitað nýtur liðið góðs af því að vera með Bonneau í liðinu en hann er án nokkurs vafa einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi. Hann skoraði 52 stig í kvöld. Það er náttúrulega bilun. Friðrik Ingi og Teitur hafa líka búið til frábæra liðsheild og tekst að blása miklu sjálfstrausti í unga og óreynda menn. Ólafur Helgi var til að mynda frábær í kvöld þó svo hann hafi ekki skorað mikið. Var kletturinn í vörninni og skilaði frábæru framlagi. Þessi ljón eiga eftir að bíta frá sér á næsta ári. KR er komið í úrslit en fór Krýsuvíkurleiðina. Liðið missti unninn leik úr höndunum og var svo hreinlega heppið að tapa honum ekki. Margoft hélt maður að liðið væri að brotna en aldrei gerðist það. Það er merki um sterkan karakter. Craion geggjaður í kvöld með 36 stig og 23 fráköst. Þvílík frammistaða en hann spilaði lengi vel í villivandræðum. Innkoma Pavels breytti öllu líka fyrir liðið og hann braut KR leið úr fangelsi þegar öll sund virtust vera lokuð.Vísir/TumiLogi: Vorum með leikinn í höndunum "Þetta er rosalega sárt. Það var ótrúlegt afrek hjá okkur að koma til baka eftir svona ömurlega byrjun," sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, en hann skoraði 19 stig í kvöld. "Við vorum með leikinn í höndunum en náðum því miður ekki að klára dæmið. Engu að síður magnað afrek að koma svona til baka og vinna næstum gegn þessu frábæra KR-liði. Við fengum ágætis færi til þess að klára leikinn en það datt ekki núna. Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í fyrsta leikhluta en það kom aldrei til greina að gefast upp. "KR á hrós skilið fyrir sína byrjun og við að sama skapi skilið hrós fyrir þessa endurkomu. Þetta er einn rosalegasti leikur sem ég hef spilað. Þetta svíður alveg svakalega en ég er engu að síður mjög stoltur af mínu liði. Það áttu fáir von á þessu frá okkur og við áttum alveg jafn mikið skilið og þeir að fara í lokaúrslitin."Pavel: Á ekkert eftir tilfinningalega Pavel Ermolinskij var steinrunninn í leikslok og virtist hreinlega ekki vera í sambandi. Skal svo sem engan undra eftir þennan ótrúlega leik "Ég á ekkert eftir tilfinningalega. Ég gæti eflaust drepið mann núna því ég á engar tilfinningar," sagði Pavel í losti. Hann bjargaði sínum mönnum á ögurstundu með þriggja stiga skoti í lok venjulegs leiktíma. "Hvað átti ég að gera? Ég þurfti að taka skotið. Í svona aðstæðum er best að hugsa sem allra minnst og láta bara vaða." KR valtaði yfir Njarðvík í fyrsta leikhluta en missti svo leikinn úr höndunum. "Fyrsti leikhlutinn var frábær hjá okkur þeirra þriðji og fjórði leikhluti var eins frábær og okkar fyrsti. Stefan Bonneau setti auðvitað upp sýningu hér í kvöld og það var merkilegt að verða vitni að þessu." KR-liðið virtist margoft vera að brotna. Það bognaði svo sannarlega en náði alltaf að svara og svo klára leikinn. "Þegar maður sá skotin sem þeir voru að setja niður þá fyllist maður ákveðinni neikvæðni. Það kemur smá uppgjafartilfinning. Við höfum gert það oft áður að grafa okkur einhverja holu og klöngrast svo aftur upp úr henni. "Vonandi klárum við bara svona leiki í framtíðinni er við byrjum svona vel. En fokk it. Það var frábært að taka þátt í þessu svona eftir á að hyggja," sagði Pavel og brosti breitt.Friðrik Ingi: Ekki ósanngjarnt ef við hefðum unnið "Þetta er einn af rosalegustu leikjum sem ég hef tekið þátt í síðan ég byrjaði í þessu," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sveittur í leikslok enda heitt í húsinu og spennan vel yfir meðallagi. "Ég er rosalega ánægður með mína menn og karakterinn sem þeir sýna. Það var sjarmerandi andrúmsloft inn í klefa í hálfleik. Engin læti heldur voru menn staðráðnir í því að henda ekki heilum leik í hafið út af stressi í upphafi leiks." Friðrik Ingi veit sem er að leikurinn var í höndum hans manna en það gekk ekki þegar upp var staðið. "Það hefði ekkert verið ósanngjarnt ef við hefðum tekið þetta. Við vorum komnir í þá stöðu og lyginni líkast hvað við vorum búnir að gera vel í seinni hálfleik. Ég held að þessi frammistaða okkar í seinni hálfleik eigi sér fáa líka. "Þeir héngu á einhverri lukku og lygi undir lokin og það þurfti bara örlítið til að við hefðum klárað þetta en svona er þetta stundum."Finnur Freyr: Mesti léttirinn að vera laus við Bonneau "Ég er ungur þjálfari að þjálfa KR í oddaleik gegn Njarðvík fyrir framan troðfullu húsi. Við vinnum eftir tvöfalda framlengingu. Það er ekki hægt að biðja um meira og mér líður alveg frábærlega," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. "Ég er gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa stigið upp og klárað þetta. Það er samt ekkert unnið enn og við megum ekkert klappa okkur of mikið á bakið eftir þetta." Eftir frábæra byrjun var KR ansi nálægt því að kasta leiknum frá sér. "Við fengum opin færi í öðrum leikhluta en vorum sjálfum okkur verstir. Við hefðum með réttu átt að vera 25-30 stigum yfir í hálfleik. Við gátum bara sjálfum okkur um kennt að vera það ekki. Við vissum nefnilega að þeir myndu alltaf koma til baka." Finnur Freyr var nánast orðlaus þegar hann var beðinn um að lýsa 52 stiga manninum hjá Njarðvík, Stefan Bonneau. "Það er kannski mesti léttirinn að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum lengur. Hann er magnaður leikmaður og ég vona að fólk hafi notið þess að horfa á hann. Það mun enginn sjá hann aftur hérna nema mögulega í bláa lóninu í sumarfríi. Þetta er algjörlega einstakur leikmaður og einn sá besti sem hefur komið hingað."KR-Njarðvík 102-94 (24-5, 17-24, 20-29, 22-25, 4-4, 15-7)KR: Michael Craion 36/23 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 16/16 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 10/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9, Helgi Már Magnússon 4/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2.Njarðvík: Stefan Bonneau 52/12 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 5/5 fráköst/5 varin skot, Mirko Stefán Virijevic 4/11 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/6 fráköst, Ágúst Orrason 3, Snorri Hrafnkelsson 1Leiklýsing: KR - NjarðvíkLeik lokið | 102-94: Brotið á Birni sem fer aftur á línuna. Klikkar á fyrra en setur seinna. Logi alla leið en hittir ekki. Þetta er búið. Ótrúlegur leikur vægast sagt.Framlenging tvö | 101-94: Björn á línuna og setur skotin niður. Fer langt með að klára leikinn. Brotið á Bonneau. Setur seinna niður. 23 sek eftir.Framlenging tvö | 99-93: Logi klikkar á þriggja stiga skoti og KR með boltann. Allt að tryllast og heyrist ekki mannsins mál. 28 sek eftir.Framlenging tvö | 99-93: Bonneau klikkar og KR fær boltann. Craion skorar með 45 sek eftir.Framlenging tvö | 97-93: Björn Kristjáns vill vera með og setur þrist fyrir KR. Mirko hittir ekki í næstu sókn. Léleg sókn hjá KR en Magni með sóknarfrákast og svo brotið á honum. Smellir fyrra niður og líka því seinna. 1.10 eftir.Framlenging tvö | 92-93: Mirko klikkar og KR fær boltann. Njarðvík nær að stoppa Craion og fær boltann eftir reikistefnu dómara. Logi með þrist niður í horni. 2.10 eftir.Framlenging tvö | 92-91: Bonneau á línuna. Setur bæði niður. Craion svarar undir körfunni. Fínt spil sem gekk upp. Bonneau svarar til baka og kominn í 51 stig. 3.30 eftir.Framlenging tvö | 90-87: KR að klikka en taka sóknarfráköst. Á endanum brýtur Finnur Atli af sér og fer af velli með fimm villur. Þriðji KR-ingurinn sem lýkur keppni. Snorri á línuna fyrir Njarðvík en klikkar á báðum. Darri með tröllaþrist. 4 mín eftir.Framlengingu eitt lokið | 87-87: Brynjar alla leið en tapar boltanum þegar 10 sek eru eftir. Njarðvík á boltann og allt vitlaust. Bonneau með þristinn og aftur er hann næstum búinn að setja hann niður. Þetta er ótrúlegt. Önnur framlenging.Framlenging | 87-87: Kallað á lækni til að huga hjá Þóri hjá KR vonandi í lagi með drenginn.Framlenging | 87-87: Bonneau blokkaður en Njarðvík vinnur boltann aftur með 38 sek eftir. Bonneau klikkar. 30 sek eftir. KR með boltann.Framlenging | 87-87: Craion fær villu og fer á línuna. Ekki vinur hans í dag enda klúðrar hann báðum. KR heldur þó boltanum. 1.20 eftir.Framlenging | 87-87: Njarðvík vinnur boltann og Bonneau með þrist og jafnar. Kominn í 47 stig. Þessi maður.Framlenging | 87-84: Maciej á línuna og Pavel fær fimmtu villuna hjá KR. Búið hjá honum. Maciej setur annað niður. 2.20 eftir.Framlenging | 87-83: Stebbi kastar boltanum út af. Hann er víst mannlegur eftir allt saman. Veit það samt ekki. Brynjar Þór skorar. 2.35 eftir.Framlenging | 85-83: Liðunum gengur illa að skora í fyrstu sóknum. Eðlilega mikið stress. Pavel á línuna og setur bæði niður. 3.30 eftir.Framlenging | 83-83: Darri klúðrar þriggja stiga skoti. Slegist um boltann. Fjórir á gólfinu. Ótrúleg læti hérna. Njarðvík heldur boltanum sem þarf að þurrka út af svita. Það eru allir og allt sveitt í DHL halle núna. Bonneau reynir þrist af Hlíðarenda. Gengur ekki. 4 mín eftir.Venjulegum leiktíma lokið | 83-83: Bonneau með skot langt fyrir utan og ekki fjarri því að setja það niður. Við erum á leið í framlengingu gott fólk. Vantar handklæði við svitanum hérna.4. leikhluti | 83-83: Það standa. Njarðvík tapar boltanum og KR gerir það líka en vildi fá villu. 4 sek eftir. Njarðvík með boltann. Þvílík dramatík.4. leikhluti | 83-83: Pavel jafnar með þriggja stiga skoti þegar 10 sek eru eftir. WOW !! Njarðvík tekur leikhlé.4. leikhluti | 80-83: Pavel brýtur á Loga. Ekki skotréttur. Þórir brýtur á Bonneau sem þarf að fara á línuna með 17 sek eftir. Stebbi sullar að sjálfsögðu báðum niður.4. leikhluti | 80-81: Ólafur Helgi út með fimm villur þegar 1.10 mín er eftir. Pavel á línuna og setur hvorugt niður. Vítin að fara illa með KR. Mirko tekur sóknarfrákast. Bonneau gerir það líka. KR stelur loks bolta og Brynjar skorar. 22 sek eftir.4. leikhluti | 78-81: Craion setur niður tvö víti. Það standa allir í húsinu nema blaðamenn sem geta það ekki. Við viljum samt standa líka. Þetta er of rosalegt. Craion með troðslu og kveikir í áhorfendum enn meir. 1.35 eftir.4. leikhluti | 74-81: Logi Gunnars með svakalega mikilvæga körfu. Brynjar klúðrar svo þriggja stiga skoti. Taugar leikmanna og áhorfenda þandar til hins ítrasta. Ólafur Helgi skorar. Þvílíkur leikur hjá honum. 2.15 mín eftir.4. leikhluti | 74-77: KR að gera allt vitlaust. Stíga líka út af. Gjörsamlega allt með Njarðvík á meðan KR-ingar eru að brotna saman fyrir framan andlit áhorfenda í DHL-höllinni. Njarðvík er farið að taka öll sóknarfráköst líka. Þrjú í röð í sömu sókninni. Pavel reynir að halda lífi í KR með þristi. 3.55 eftir.4. leikhluti | 71-77: Helgi Már fer af velli með fimm villur þegar 5.29 mín eru eftir. Allt annað en sáttur við Davíð dómara. Logi stelur boltanum og skorar. KR í miklum vandræðum og tekur leikhlé þegar 5.18 mín eru eftir.4. leikhluti | 69-73: Craion kominn í 28 stig. Þetta verða roooooooosalegar lokamínútur. Ólafur Helgi svarar með þriggja stiga körfu. Allir í stuði hjá Njarðvík. 5.38 mín eftir.4. leikhluti | 67-70: Bonneau er genginn af göflunum. Setur niður enn einn þristinn og er kominn í 40 stig með 6.20 mín eftir.4. leikhluti | 67-67: Ólafur Helgi kominn með fjórar villur hjá Njarðvík en er að spila afar vel í vörninni. Craion fer á línuna og setur annað skotið að venju.4. leikhluti | 66-67: Logi setur niður þrist. Njarðvík í ham. Pavel skorar þrist og léttir mikilli pressu á KR sem virðist vera að fara á taugum eftir allt saman. 7 mín eftir.4. leikhluti | 63-64: KR-sóknin ekki að spila af sama sjálfstrausti og áður og allt niður hjá Stebba. Njarðvík yfir í fyrsta skipti þegar 8 mín eru eftir.4. leikhluti | 63-61: Craion skorar fyrstu körfu lokaleikhlutans. Villupésarnir hjá KR allir inni. Spurning hvað þeir endast? Njarðvík að taka sóknarfrákast og það skilar þristi hjá Stebba. Þessi maður er ekki hægt.3. leikhluta lokið | 61-58: Njarðvíkingar eru karakterlið. Neita að gefast upp og minnka hér muninn jafnt og þétt. Með Stebba í stuði eru liðinu allir vegir færir. Hann er kominn með 31 stig og jafnaði þá í 58-58.3. leikhluti | 56-50: Bonneau er dottinn í Bonneau-gírinn. Tvær körfur í röð þar sem hann fær líka víti. Njarðvíkingar að tryllast í húsinu. Erfitt að gera annað þegar Stebbi dettur í stuð. 2.32 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 56-47: Bonneau seiglast áfram og heldur lífi í Njarðvík. Kominn með 22 stig, sama og Craion. Munurinn kominn undir 10 stig í fyrsta sinn síðan staðan var 10-0.3. leikhluti | 55-44: Afar ódýr villa á Hjört Hrafn. Craion enn að spila með þrjár villur á bakinu en það skilar sína því hann er að rífa niður sóknarfráköst og fá víti. Líka setja niður stig. 3.30 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 51-37: Finnur Atli kemur inn og skorar. Ólafur Helgi kominn með þrjár villur hjá Njarðvík. Vont fyrir þá enda hann að spila vel. Finnur Atli hleður svo í þrist eins og ekkert sé eðlilegra. Ekkert nema net. Bonneau skorar og kominn með 16 stig. 4.30 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 46-35: Bonneau stimplar sig inn í seinni hálfleikinn. Brynjar svarar eftir að Ólafur Helgi hafði blokkað Helga Má en KR haldið boltanum. Helgi Már fær fjórðu villuna. Villuvesen á KR þegar 6 mínútur eru eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 44-31: KR ekki að fara vel með vítin. Brynjar setur aðeins annað niður. Ódýr villa á Craion. Sú þriðja á hann. Setur strik í reikninginn hjá KR. 7 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 43-31: Craion skorar fyrstu körfu hálfleiksins. Virkar ítrekað að senda á hann undir körfunni. Njarðvík ræður ekkert við hann þar. Mirko á línuna. Grýtir báðum skotum niður.Hálfleikur | 41-29: Frábær fyrsti leikhluti hjá KR sem gaf fullmikið eftir í öðrum leikhluta. Það var samt viðbúið að Njarðvík myndi hefja leikinn fyrr eða síðar. Þetta er alls ekki búið en Njarðvík þarf að setja meiri kraft í sinn leik. Craion stigahæstur allra á vellinum með 16 stig. Darri er með 8 og Brynjar 7. Helgi Magg með þrjár villur og Brynjar, Craion og Darri allir með tvær. Bonneau er með 10 stig hjá Njarðvík og Logi 8. Aðeins Maciej með tvær villur en aðrir í toppmálum.2. leikhluti | 37-22: Mirko stimplar sig aftur inn í leikinn eftir talsvert langa fjarveru. Bjóðum hann velkominn til baka. KR að reyna mikið af þristum í stað þess að setja á Craion sem er með 16 stig. Þau fara ekki niður og Craion fer af velli. 2 mín í hálfleik.2. leikhluti | 35-19: Logi svarar að bragði. Kominn í 8 stig og er stigahæstur hjá Njarðvík. Darri er búinn að ná kjörhita og hendir niður öðrum þristi. Svo Craion. KR að svara. 3.45 mín í hálfleik.2. leikhluti | 30-17: Virkilega góður kafli hjá Njarðvík sem er að vakna úr rotinu. KR-ingar hafa gefið hraustlega eftir. Geggjuð stemning í húsinu og orðið vel heitt. Darri með mikilvægan þrist. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 27-17: Viðstöðulaus troðsla hjá Stebba eftir sendingu Loga. Ef þetta kveikir ekki í gestunum hvað þá. WOW !!!!2. leikhluti | 26-15: Pavel ekki að hitta enn sem komið er fyrir KR. Craion og Darri komnir með tvær villur hjá KR. Maciej líka hjá Njarðvík en hann var að setja þrist. 7 mín í hálfleik. Njarðvík að hitna.2. leikhluti | 26-12: Logi reynir að halda þessu á floti hjá Njarðvík með annarri körfu. Stuðningsmenn Njarðvíkur í góðum gír og gefast ekki upp. Þá kemst Bonneau loks á blað. 8.30 mín í hálfleik og leikhlé.2. leikhluti | 26-8: Craion ekki lengi að skora fyrstu körfu 2. leikhluta. Logi Gunnarsson skorar langþráðan þrist. Njarðvík þarf miklu meira af þessu.1. leikhluta lokið | 24-5: Þetta var ótrúlegur leikhluti. Man vart eftir öðru eins. Njarðvíkingar eins og hræddar hýenur á meðan Sebrahestarnir mættu í vígahug. Njarðvík skoraði eina, já EINA, körfu utan af velli í leikhlutanum. Craion með 11 og Brynjar 7 hjá KR. Hjörtur með 4 af 5 stigum Njarðvíkur. Þetta getur ekki versnað hjá gestunum.1. leikhluti | 23-5: Hjörtur Hrafn með þrist. Fyrsta karfa utan af velli. Hún kom eftir 8.30 mínútur, takk fyrir. Brynjar Þór svarar með þristi.1. leikhluti | 20-2: Craion í stuði og kominn í 11 stig. Hann blokkar svo skot hjá Bonneau. 2 mín eftir af leikhluta.1. leikhluti | 16-2: Logi Gunnars á línunni og setur annað niður.1. leikhluti | 16-1: Brynjar skorar úr hraðri sókn. Þetta er ótrúlegt. Hjörtur Hrafn fær víti og skorar fyrsta stiga Njarðvíkur þegar sjö mínútur eru búnar af leiknum.1. leikhluti | 14-0: KR að taka dýrmæt sóknarfráköst á meðan Njarðvik skorar ekki. Geta ekki keypt körfu.1. leikhluti | 12-0: Craion að byrja vel undir körfunni og skorar aftur. KR að spila á styrkleika sína. Gerir það svo bara aftur. 5 mín búnar.1. leikhluti | 8-0: Helgi Magg tekur sóknarfrákast eftir eigið skot og skorar. Njarðvík tekur leikhlé enda er liðið ekki byrjað. 4 mín búnar.1. leikhluti | 6-0: Darri skorar fyrstu körfuna utan af velli í leiknum. KR-vörnin sterk og er að stela boltanum í tvígang. Craion tekur sóknarfrákast og skorar.1. leikhluti | 2-0: Craion klúðrar auðveldasta sniðskoti ársins. Ótrúlegt. Mikil barátta en hittni slök í upphafi. Helgi Magg fær fyrsta villu KR í kvöld. Ólafur Helgi blokkar Darra. Boltinn vill ekki ofan í körfuna. Brynjar fer svo loks á línuna og setur annað niður. 2.30 mín búnar.1. leikhluti | 1-0: Pavel, Helgi Magg og Craion byrja allir hjá KR. Allir búnir að vera í meiðslaveseni. Í svona leik bíta menn á jaxlinn eða fara í frí. Njarðvík vinnur uppkastið. Mirko klúðrar fyrsta skotinu. Craion hittir ekki hinum megin. Taugar leikmanna örugglega þandar í upphafi. Craion fær villu á Maciej. Setur annað skotið niður.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Stemningin er algjörlega frábær. Svona á þetta að vera. Frábært föstudagskvöld í vændum.Fyrir leik: Hér er allt að verða kjaftfullt og fólk að troða sér í þröng sæti korteri fyrir leik. Kickstart my heart á fóninum og gríðarleg spenna í loftinu. Afsakið orðbragðið en mikið djöfull verður þetta gaman.Fyrir leik: Stúkan er full 35 mínútum fyrir leik og orðið mjög þétt fyrir aftan aðra körfuna. Fólk streymir stanslaust inn. Það verður heitt og sveitt hér í kvöld.Fyrir leik: Þegar það eru oddaleikir þá draga menn fram ásana. Það gerir Páll Sævar vallarþulur líka og hendir Master of Puppets á fóninn. Verður ekki mikið dýrara.Fyrir leik: Helgi Már Magnússon og Michael Craion meiddust báðir í síðasta leik. Ganga ekki heilir til skógar en munu víst spila samt sem áður. Svo verður að koma í ljós hvernig þeim gengur að beita sér. Blaðamaður spurði Helga hvort hann væri klár í slaginn. "Er ég ekki í búning? Auðvitað er ég klár," sagði Helgi Már ákveðinn.Fyrir leik: Þetta er fyrsti oddaleikur KR-inga í fjögur ár. Síðast mætti liðið Keflavík í oddaleik og þá sauð upp úr í miklum átakaleik. Það verður eflaust ekki minni hiti í kvöld. Þrír leikmenn KR-liðsins í dag tóku þátt í þessum leik fyrir fjórum árum en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. KR vann öruggan sigur.Fyrir leik: Ef að Njarðvík tekst að vinna í kvöld þá verður það sögulegur sigur enda hefur KR ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Ef Njarðvík vinnur er liðið líka að komast í lokaúrslit í fyrsta sinn síðan 2007.Fyrir leik: Þetta er kunnugleg staða fyrir Njarðvíkinga. Þeir voru í sömu stöðu í fyrra og þá fór ekki vel eins og sjá má hér.Fyrir leik: Það er búist við miklu fjölmenni í DHL-höllinni í kvöld og búið að setja upp palla fyrir aftan körfurnar. Hér verður heitt og sveitt stemning í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Njarðvíku lýst.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira