Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 11:13 Úr héraðsdómi í morgun. Einar Pálmi er annar frá vinstri og Ingólfur Helgason annar frá hægri á milli lögmanna sinna. Vísir/GVA Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19