Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm samkvæmt kröfu sérstaks saksóknara. Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10