Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 15:11 Pétur Kristinn Guðmarsson er hér lengst til vinstri ásamt nokkrum verjendum í málinu. vísir/gva Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, og gefur nú skýrslu brotnaði til að mynda niður í réttarsalnum í dag. Gera þurfti hlé á réttarhöldunum en skömmu áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli ákæruvaldsins og verjenda í málinu. Deildu um herminn Deildu þeir um notkun á kauphallarhermi ákæruvaldsins sem Vífill Harðarson, verjandi Péturs, sagði sérstakan saksóknara hafa eytt „hundruðum milljóna” í að láta útbúa. Maldaði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í móinn og vildi ekki meina að svo miklu hefði verið varið í gerð hermisins. Saksóknari varpar upp á skjá í réttarsalnum myndum úr kauphallarherminum en spilar ekki beint úr honum, eins og gert var í réttarhöldunum í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Á herminum sjást kaup-og sölutilboð Péturs í hlutabréf Kaupþings á íslenska og sænska markaðnum. Verjandi hans og hann sjálfur hafa ítrekað farið fram á það að spilað sé beint úr herminum svo átta megi sig betur á markaðnum. Óskýrt sé til dæmis á myndunum hvað séu sölutilboð og hvað séu kauptilboð. Verjandi Ingólfs blandaði sér í málið Saksóknari hefur ekki viljað verða við þessari ósk ákærða og verjenda hans. Blandaði verjandi Ingólfs Helgasonar sér í málið og spurði dómarann hvort ákæruvaldið gæti meinað ákærðu að fá aðgang að gögnum málsins við aðalmeðferð. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, vildi ekki meina að verið væri að meina ákærðu aðgang að gögnum málsins þó ekki væri spilað beint úr herminum. Verjendur gætu borið þau gögn undir skjólstæðinga sína þegar þeir myndu spyrja þá spurninga.Gerðu hlé á meðferðinni Hélt aðalmeðferðin svo áfram og fór saksóknari nokkuð hratt yfir sögu. Sýndi hann myndir úr herminum frá einstökum viðskiptadögum í júní 2008 og bar þau undir Pétur. Verjandi Péturs gagnrýndi þá hversu hratt saksóknari færi yfir. Hann hefði til að mynda ekki heyrt skjólstæðing sinn játa eða neita viðskiptum nú í smástund. Spurði saksóknari ákærða þá hvort hann vildi að farið yrði hægar yfir sögu en svaraði Pétur því til að þetta væri í lagi svona. Eftir örstutta stund spurði Björn hvort að ákærði vildi taka hlé og þáði hann það enda virtist þetta allt taka mikið á hann. Aðalmeðferð hélt áfram eftir kortershlé og hefur saksóknari nú borið einstaka viðskiptadaga í júní, júlí, ágúst og september 2008 undir Pétur.Uppfært klukkan 15:21 Dómþingi var slitið klukkan 15:15 að ósk ákærða. Saksóknari hafði þá lokið við að spyrja hann og mun verjandi hans spyrja hann út úr í fyrramálið þegar aðalmeðferð heldur áfram. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, og gefur nú skýrslu brotnaði til að mynda niður í réttarsalnum í dag. Gera þurfti hlé á réttarhöldunum en skömmu áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli ákæruvaldsins og verjenda í málinu. Deildu um herminn Deildu þeir um notkun á kauphallarhermi ákæruvaldsins sem Vífill Harðarson, verjandi Péturs, sagði sérstakan saksóknara hafa eytt „hundruðum milljóna” í að láta útbúa. Maldaði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í móinn og vildi ekki meina að svo miklu hefði verið varið í gerð hermisins. Saksóknari varpar upp á skjá í réttarsalnum myndum úr kauphallarherminum en spilar ekki beint úr honum, eins og gert var í réttarhöldunum í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Á herminum sjást kaup-og sölutilboð Péturs í hlutabréf Kaupþings á íslenska og sænska markaðnum. Verjandi hans og hann sjálfur hafa ítrekað farið fram á það að spilað sé beint úr herminum svo átta megi sig betur á markaðnum. Óskýrt sé til dæmis á myndunum hvað séu sölutilboð og hvað séu kauptilboð. Verjandi Ingólfs blandaði sér í málið Saksóknari hefur ekki viljað verða við þessari ósk ákærða og verjenda hans. Blandaði verjandi Ingólfs Helgasonar sér í málið og spurði dómarann hvort ákæruvaldið gæti meinað ákærðu að fá aðgang að gögnum málsins við aðalmeðferð. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, vildi ekki meina að verið væri að meina ákærðu aðgang að gögnum málsins þó ekki væri spilað beint úr herminum. Verjendur gætu borið þau gögn undir skjólstæðinga sína þegar þeir myndu spyrja þá spurninga.Gerðu hlé á meðferðinni Hélt aðalmeðferðin svo áfram og fór saksóknari nokkuð hratt yfir sögu. Sýndi hann myndir úr herminum frá einstökum viðskiptadögum í júní 2008 og bar þau undir Pétur. Verjandi Péturs gagnrýndi þá hversu hratt saksóknari færi yfir. Hann hefði til að mynda ekki heyrt skjólstæðing sinn játa eða neita viðskiptum nú í smástund. Spurði saksóknari ákærða þá hvort hann vildi að farið yrði hægar yfir sögu en svaraði Pétur því til að þetta væri í lagi svona. Eftir örstutta stund spurði Björn hvort að ákærði vildi taka hlé og þáði hann það enda virtist þetta allt taka mikið á hann. Aðalmeðferð hélt áfram eftir kortershlé og hefur saksóknari nú borið einstaka viðskiptadaga í júní, júlí, ágúst og september 2008 undir Pétur.Uppfært klukkan 15:21 Dómþingi var slitið klukkan 15:15 að ósk ákærða. Saksóknari hafði þá lokið við að spyrja hann og mun verjandi hans spyrja hann út úr í fyrramálið þegar aðalmeðferð heldur áfram.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36