Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 14:01 Halldór Bragason hefur fyrirgefið lögreglunni. Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér nú rétt í þessu, og vísar til atviks sem mjög hefur verið í fréttum sem tengist myndatöku Halldórs Bragasonar tónlistarmanns þegar rúta var föst í þröngri götu við heimili hans. Í yfirlýsingunni er Halldór beðinn afsökunar. Yfirlýsingin er stutt og svohljóðandi í heild sinni: „Í gær barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um myndband sem tekið var upp við útkall lögreglu vegna rútu sem sat föst í þröngri götu í miðborginni. Í myndbandinu sést lögreglumaður eiga orðaskipti við þann sem tekur myndbandið upp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Vísir bar yfirlýsinguna undir Halldór sem segir lögregluna hafa haft samband við sig til að fá sína hlið málsins. En, nú sé afsökunarbeiðnin fyrirliggjandi. „Takk. Innilegar þakkir. Málið er dautt frá minni hálfu og framtíðin er björt og fögur í borginni,“ segir Halldór Bragason. Og hann heldur áfram: „Mér finnst frábært að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni og líður miklu betur.“ Og hann bætir því við að honum finnist þetta stórmannlegt af lögreglunni. „Og þeim er fyrirgefið.“ Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér nú rétt í þessu, og vísar til atviks sem mjög hefur verið í fréttum sem tengist myndatöku Halldórs Bragasonar tónlistarmanns þegar rúta var föst í þröngri götu við heimili hans. Í yfirlýsingunni er Halldór beðinn afsökunar. Yfirlýsingin er stutt og svohljóðandi í heild sinni: „Í gær barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um myndband sem tekið var upp við útkall lögreglu vegna rútu sem sat föst í þröngri götu í miðborginni. Í myndbandinu sést lögreglumaður eiga orðaskipti við þann sem tekur myndbandið upp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Vísir bar yfirlýsinguna undir Halldór sem segir lögregluna hafa haft samband við sig til að fá sína hlið málsins. En, nú sé afsökunarbeiðnin fyrirliggjandi. „Takk. Innilegar þakkir. Málið er dautt frá minni hálfu og framtíðin er björt og fögur í borginni,“ segir Halldór Bragason. Og hann heldur áfram: „Mér finnst frábært að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni og líður miklu betur.“ Og hann bætir því við að honum finnist þetta stórmannlegt af lögreglunni. „Og þeim er fyrirgefið.“
Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51