Breytti framburði um komu Ingólfs að hlutabréfakaupum Mata í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2015 16:30 Ingólfur Helgason fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56
Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01
Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49