Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 16:12 Björn Þorvaldsson saksóknari er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira