Bandarískir ferðamenn blása af Íslandsferð vegna verkfalla ingvar haraldsson skrifar 21. maí 2015 11:39 Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður segist sjá fram á talsvert tekjutap eftir að hópurinn hætti við ferðina. vísir/vilhelm Níutíu manna hópur Bandaríkjamanna sem ætlaði að kom til landsins í næstu viku er hættur við komu til landsins vegna yfirvofandi verkfalla. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður sem hefur aðstoðað hópinn við skipulagningu ferðarinnar og átti að vinna fyrir hann í næstu viku. „Þarna er fyrirtæki sem búið er að hafði augastað á þessu landi og búið að vekja athygli þessa níutíu manna hóps og fólk orðið spennt og mikill kostnaður kominn á batteríið nú þegar,“ segir Steinar. Fyrstu aðilarnir í hópnum hafi ætlað að koma til landsins í á mánudaginn næstkomandi að sögn Steinars. Búið hafi verið að skipuleggja dagskrá frá miðvikudegi til föstudags, 27. til 29. maí en þá hefjast víðtæk verkföll hér á landi. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins auk starfsmanna hópbifreiðafyrirtækja fara í verkfall 28. og 29. maí. Þá skellur á verkfall hjá hótelum, gisti- og baðstöðum 30. til 31. maí auk þess að verkfall verður í flugafgreiðslu 31. maí til 1. júní.Ferðamenninrir ætluðu meðal annars að funda í Hörpu. Þá áttu þeir pöntuð borð á fjölmörgum dýrum veitingastöðum.vísir/vilhelmMargir sem sjá fram á mikið tekjutap Steinar segir að gera hafi átt vel við ferðamennina sem væru fremur efnaðir. Hópurinn hafi ætlað að fara með rútum Gullna hringinn og að skoða Svartsengi. Þá hafi hópurinn átt pöntuð borð á dýrum veitingastöðum auk þess að funda hafi átt í Hörpu. Þeir aðilar sem Bandaríkjamennirnir hafi átt bókað hjá sjá nú fram á talsvert tekjutap vegna þessa. Að sögn Steinars hætti hópurinn við þar sem ekki hafi verið hægt að bjóða ferðamönnunum upp á þá óvissu sem fylgt geti verkföllum. Óljóst var hvort þau kæmust milli staða með rútum innanlands auk þess að allt stefnir í að flugsamgöngur fari úr skorðum frá 31. maí. Steinar bætir við að hann hafi heyrt í fleiri aðilum innan ferðaþjónustunnar sem væru farnir að fá afbókanir vegna verkfalla.Renato segir að ferðamenn gætu orðið fastir víðs vegar um Ísland þegar verkfall hjá rútufyrirtækjum skellur á í næstu viku.Ferðamenn gætu orðið fastir um allt land Renato Grünenfelder, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, segir aðila innan ferðaþjónustunnar afar áhyggjufulla yfir stöðunni. Renato segir alveg óljóst hvernig staða ferðamenna verði sem verða hér á landi þegar verkfall rútubílstjóra skellur á næstkomandi fimmtudag. Ferðamenn, sérstaklega þeir sem ferðast í stórum hópum, gætu þá orðið fastir víðs vegar um landið og þá er alveg óljóst hvaða þjónustu hótel geti boðið upp á meðan verkfall annarra stétta standi yfir. Ferðamenn séu þó oft hálfpartinn þvingaðir að koma til landsins. Þeir séu yfirleitt búnir að greiða fyrir flug, hótel og ferðir innanlands sem fást ekki endurgreiddar. „Þetta eru dýrar ferðir sem kosta mörg hundruð þúsund krónur á mann,“ segir Renato.Ef verkfall skellur á við flugafgreiðslu gætu ferðir mörg þúsund innlendra og erlendra ferðamenna riðlast.vísir/gvaRenato bætir við að fyrirtækið sé að velta fyrir sér hvort ekki eigi að vara þá sem eiga pantaðar ferðir hjá fyrirtækinu við mögulegu verkfalli því þeir vilji alls ekki að upplifun ferðamanna af Íslandi líði fyrir verkföll. „En við viljum samt ekki hræða fólk að óþörfu,“ bætir Renato við og brýnir fyrir aðilum vinnumarkaðarins að leysa kjaradeiluna áður en verkföll skella á.Ferðir Íslendinga erlendis einnig í hættu Þá segir Renato einnig sá fram á mikinn skaða vegna ferða sem búið sé að skipuleggja fyrir Íslendinga erlendis verði ekki hægt fljúga frá Íslandi þegar verkfall í flugafgreiðslu skellur á. „Við erum búin að borga hótel fyrir okkar íslensku hópa og við fáum þann pening ekki til baka ef flugvellir á Íslandi loka. Hótelum í Þýskalandi, Spáni og Bretlandi er alveg sama svo við töpum þessum peningum. Svo skaðinn af verkfallinu fyrir þriðja aðila er afar mikill.“ Verkfall 2016 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Níutíu manna hópur Bandaríkjamanna sem ætlaði að kom til landsins í næstu viku er hættur við komu til landsins vegna yfirvofandi verkfalla. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður sem hefur aðstoðað hópinn við skipulagningu ferðarinnar og átti að vinna fyrir hann í næstu viku. „Þarna er fyrirtæki sem búið er að hafði augastað á þessu landi og búið að vekja athygli þessa níutíu manna hóps og fólk orðið spennt og mikill kostnaður kominn á batteríið nú þegar,“ segir Steinar. Fyrstu aðilarnir í hópnum hafi ætlað að koma til landsins í á mánudaginn næstkomandi að sögn Steinars. Búið hafi verið að skipuleggja dagskrá frá miðvikudegi til föstudags, 27. til 29. maí en þá hefjast víðtæk verkföll hér á landi. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins auk starfsmanna hópbifreiðafyrirtækja fara í verkfall 28. og 29. maí. Þá skellur á verkfall hjá hótelum, gisti- og baðstöðum 30. til 31. maí auk þess að verkfall verður í flugafgreiðslu 31. maí til 1. júní.Ferðamenninrir ætluðu meðal annars að funda í Hörpu. Þá áttu þeir pöntuð borð á fjölmörgum dýrum veitingastöðum.vísir/vilhelmMargir sem sjá fram á mikið tekjutap Steinar segir að gera hafi átt vel við ferðamennina sem væru fremur efnaðir. Hópurinn hafi ætlað að fara með rútum Gullna hringinn og að skoða Svartsengi. Þá hafi hópurinn átt pöntuð borð á dýrum veitingastöðum auk þess að funda hafi átt í Hörpu. Þeir aðilar sem Bandaríkjamennirnir hafi átt bókað hjá sjá nú fram á talsvert tekjutap vegna þessa. Að sögn Steinars hætti hópurinn við þar sem ekki hafi verið hægt að bjóða ferðamönnunum upp á þá óvissu sem fylgt geti verkföllum. Óljóst var hvort þau kæmust milli staða með rútum innanlands auk þess að allt stefnir í að flugsamgöngur fari úr skorðum frá 31. maí. Steinar bætir við að hann hafi heyrt í fleiri aðilum innan ferðaþjónustunnar sem væru farnir að fá afbókanir vegna verkfalla.Renato segir að ferðamenn gætu orðið fastir víðs vegar um Ísland þegar verkfall hjá rútufyrirtækjum skellur á í næstu viku.Ferðamenn gætu orðið fastir um allt land Renato Grünenfelder, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, segir aðila innan ferðaþjónustunnar afar áhyggjufulla yfir stöðunni. Renato segir alveg óljóst hvernig staða ferðamenna verði sem verða hér á landi þegar verkfall rútubílstjóra skellur á næstkomandi fimmtudag. Ferðamenn, sérstaklega þeir sem ferðast í stórum hópum, gætu þá orðið fastir víðs vegar um landið og þá er alveg óljóst hvaða þjónustu hótel geti boðið upp á meðan verkfall annarra stétta standi yfir. Ferðamenn séu þó oft hálfpartinn þvingaðir að koma til landsins. Þeir séu yfirleitt búnir að greiða fyrir flug, hótel og ferðir innanlands sem fást ekki endurgreiddar. „Þetta eru dýrar ferðir sem kosta mörg hundruð þúsund krónur á mann,“ segir Renato.Ef verkfall skellur á við flugafgreiðslu gætu ferðir mörg þúsund innlendra og erlendra ferðamenna riðlast.vísir/gvaRenato bætir við að fyrirtækið sé að velta fyrir sér hvort ekki eigi að vara þá sem eiga pantaðar ferðir hjá fyrirtækinu við mögulegu verkfalli því þeir vilji alls ekki að upplifun ferðamanna af Íslandi líði fyrir verkföll. „En við viljum samt ekki hræða fólk að óþörfu,“ bætir Renato við og brýnir fyrir aðilum vinnumarkaðarins að leysa kjaradeiluna áður en verkföll skella á.Ferðir Íslendinga erlendis einnig í hættu Þá segir Renato einnig sá fram á mikinn skaða vegna ferða sem búið sé að skipuleggja fyrir Íslendinga erlendis verði ekki hægt fljúga frá Íslandi þegar verkfall í flugafgreiðslu skellur á. „Við erum búin að borga hótel fyrir okkar íslensku hópa og við fáum þann pening ekki til baka ef flugvellir á Íslandi loka. Hótelum í Þýskalandi, Spáni og Bretlandi er alveg sama svo við töpum þessum peningum. Svo skaðinn af verkfallinu fyrir þriðja aðila er afar mikill.“
Verkfall 2016 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Sjá meira