Femínismi lifir góðu lífi á Íslandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 20:57 „Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Ég held að það sé engan veginn hægt að segja að femínismi sé núna eitthvað sem fólki hugnast ekki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Íslandi í dag þar sem hún ræddi stöðu femínisma á Íslandi við Snærós Sindradóttur blaðamann og Eddu Sif Pálsdóttur og Sindra Sindrason þáttastjórnendur. Tilefnið var bakþanki eftir Ólöfu Skaftadóttur, Femínisti segir af sér, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Ólöf ákveðinn hóp kvenfólks hafa skipað sig talsmenn helmings þjóðarinnar, farið með sleggjudómum og þaggað niður sjónarmið sem ekki hentar þeirra umræðu. Þær Snærós og Hildur voru sammála um að femínismi lifi góðu lífi í byltingum á borð við #freethenipple, Beauty tips-umræðuna og #6dagsleikinn. Að baki þeim standa ungar konur sem vilja bylta og breyta íslensku samfélagi til góðs. Hildur sagði skilgreiningarvanda hafa gert baráttunni erfitt fyrir um nokkurt skeið og nefndi til að mynda að fyrir nokkrum árum voru pólitíkusar spurðir hvort þeir væru femínistar. Ef þeir sögðust ekki vera femínistar fengu þeir að finna fyrir því. Hildur sagði ýmsar leiðir vera til staðar til að ná fram jafnrétti kynjanna. „Mér leiðist pínu að í þessum málum eiga allar konur að vera sammála,“ sagði Hildur og nefndi til að mynda að allir séu sammála um að hér á landi eigi að vera gott heilbrigðiskerfi en engu að síður sé umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum um það hvernig eigi að ná því. „Af hverju er ekki í boði að konur séu ósammála um hvernig við eflum konur á vinnumarkaði,“ spurði Hildur en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira