Blómkálssushi með grillaðri risarækju að hætti Eyþórs Rikka skrifar 12. júní 2015 14:30 Eva Laufey kíkti í heimsókn til Eyþórs Rúnarssonar en hann sýndi henni snilldartakta í eldhúsinu. Eyþór er mættur aftur á skjáinn á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum með gómsæta sumar og grillrétti við allra hæfi. Í fyrsta þættinum grillaði hann gómsæta T-bone steik með Chimichurri og ómótstæðilegu kartöflusalati. Í eftirrétt bauð hann svo upp á grillað epli með mjólkursúkkulaði og hnetusmjöri. Allar uppskriftir úr þáttunum má finna á Matarvísi. Blómkálssushi með grillaðri risarækju Blómkálshrísgrjón 1 haus blómkál Fínt rifinn börkur af 1 lime SjávarsaltTakið blöðin af blómkálinu og rífið það niður með rifjárni. Blandið limeberkinum út í og smakkið blómkálið til með salti.Grillaðar risarækjur12 stk risarækjur2 msk hvítlauksolía 2 msk sojasósaSafi úr ½ lime1 tsk chili sambal oelek2 stk grillspjótPillið skelina af risarækjunni og þerrið vel með eldhúsrúllu. Blandið öllu hinu hráefninu vel saman í skál og hellið yfir risarækjurnar. Látið standa í leginum í 2 tíma. Takið rækjurnar upp úr leginum og setjið á grillspjót. Setjið rækjurnar á heitt grillið og grillið í 2-2,5 mín á hvorri hlið. Takið af grillinu og saltið eftir smekk. Kælið.Meðlæti í sushi rúllu4 stk vorlaukur1 stk avokadó (fullþroskað)½ gúrka½ mangó (fullþroskað)½ poki klettasalat4 stk nori blöðjapanskt majónesSnyrtið vorlaukinn, skerið endann af honum og skerið eftir endilöngu. Skerið avokadóið niður í sneiðar og gúrkuna og mangóið niður í strimla. Leggið nori blöðin á skurðarbretti og dreifið blómkálshrísgrjónunum þétt yfir þau. Skiptið grænmetinu jafnt ofan á miðjuna á nori blöðunum. Skerið risarækjurnar í helminga og raðið ofan á grænmetið. Sprautið 1 rönd af japanska majónesinu yfir rækjurnar og rúllið rúllunni varlega upp. Berið fram með sojasósu og wasabi. Blómkál Eyþór Rúnarsson Sjávarréttir Sushi Uppskriftir Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið
Eva Laufey kíkti í heimsókn til Eyþórs Rúnarssonar en hann sýndi henni snilldartakta í eldhúsinu. Eyþór er mættur aftur á skjáinn á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum með gómsæta sumar og grillrétti við allra hæfi. Í fyrsta þættinum grillaði hann gómsæta T-bone steik með Chimichurri og ómótstæðilegu kartöflusalati. Í eftirrétt bauð hann svo upp á grillað epli með mjólkursúkkulaði og hnetusmjöri. Allar uppskriftir úr þáttunum má finna á Matarvísi. Blómkálssushi með grillaðri risarækju Blómkálshrísgrjón 1 haus blómkál Fínt rifinn börkur af 1 lime SjávarsaltTakið blöðin af blómkálinu og rífið það niður með rifjárni. Blandið limeberkinum út í og smakkið blómkálið til með salti.Grillaðar risarækjur12 stk risarækjur2 msk hvítlauksolía 2 msk sojasósaSafi úr ½ lime1 tsk chili sambal oelek2 stk grillspjótPillið skelina af risarækjunni og þerrið vel með eldhúsrúllu. Blandið öllu hinu hráefninu vel saman í skál og hellið yfir risarækjurnar. Látið standa í leginum í 2 tíma. Takið rækjurnar upp úr leginum og setjið á grillspjót. Setjið rækjurnar á heitt grillið og grillið í 2-2,5 mín á hvorri hlið. Takið af grillinu og saltið eftir smekk. Kælið.Meðlæti í sushi rúllu4 stk vorlaukur1 stk avokadó (fullþroskað)½ gúrka½ mangó (fullþroskað)½ poki klettasalat4 stk nori blöðjapanskt majónesSnyrtið vorlaukinn, skerið endann af honum og skerið eftir endilöngu. Skerið avokadóið niður í sneiðar og gúrkuna og mangóið niður í strimla. Leggið nori blöðin á skurðarbretti og dreifið blómkálshrísgrjónunum þétt yfir þau. Skiptið grænmetinu jafnt ofan á miðjuna á nori blöðunum. Skerið risarækjurnar í helminga og raðið ofan á grænmetið. Sprautið 1 rönd af japanska majónesinu yfir rækjurnar og rúllið rúllunni varlega upp. Berið fram með sojasósu og wasabi.
Blómkál Eyþór Rúnarsson Sjávarréttir Sushi Uppskriftir Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið