Klikkuð þjóð? Marta Eiríksdóttir skrifar 12. júní 2015 09:01 Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun