Matur

Laxaborgari með grillaðri papriku, chilimajónesi, mangó og klettasalati

Rikka skrifar
visir/skjaskot

Laxaborgari með grillaðri papriku, chilimajónesi, mangó og klettasalati

600 gr lax roð og beinlaus

25 gr fersk piparrót (skræld)

2 stk skallotlaukar (fínt skornir)

1 hvítlauksrif fínt rifið

2 msk fínt skorið estragon

100 gr hafrar

1 egg

sjávarsalt

Skerið laxinn niður í litla bita og setjið í skál. Rífið piparrótina fínt niður í rifjárni og setjið út í skálina ásamt öllu hinu hráefninu smakkið til með saltinu. Skiptið blöndunni í 4 jafna hluta og mótið borgara úr þeim. Setjið borgarana á heitt grillið og grillið í 2 mín á annarri hliðinni og í 1 mín á hinni hliðinni.



Chilimajónes

150 gr japanskt majónes

1 msk chili sambal oelek

Safi úr ½ sítrónu

Sjávarsalt

Blandið öllu hráefninu saman í skál og smakkið til með saltinu

Sætur rauðlaukur

½ rauðlaukur

1 tsk flórsykur

1 tsk hvítvínsedik

Skerið rauðlaukinn fínt niður og hellið sykrinum og edikinu yfir og blandið því vel saman látið blönduna standa í 1 klst.



Meðlæti

1 stk rauð paprika

1 poki klettaslat

1 stk mangó

4 sneiðar pólarbrauð

Skerið paprikuna í stóra bita og setjið á heitt grillið og grillið í ca 2 mín á hvorri hlið. Takið af grillinu og setjið smá extra virgin ólífuolíu yfir hana og kryddið með salti og pipar. Skrælið mangóið og skerið það í þunnar sneiðar. Grillið pólarbrauðið í ca 10 sek á hvorri hlið. Raðið borgaranum saman.


Tengdar fréttir

Blómkálssushi með grillaðri risarækju að hætti Eyþórs

Eyþór Rúnarsson býr hér til frábært sushi. Eva Laufey kíkir í heimsókn til Eyþórs Rúnarssonar en hann sýndi henni snilldartakta í eldhúsinu. Eyþór er mættur aftur á skjáinn á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum með gómsæta sumar og grillrétti við allra hæfi.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.