Afhjúpun dómsskjala vendipunktur í Cosby-málum Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 23:30 Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Vísir/Getty Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er. Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er.
Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12
Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03