Spádómur Friedmans rættist Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júlí 2015 08:00 Það eru mikil lífsgæði sem fylgja því að nota stöðugan gjaldmiðil sem heldur verðgildi sínu. Það eru líka lífsgæði að geta ferðast til 19 landa og notað þennan sama gjaldmiðil í þeirri vissu að alls staðar er verðgildi hans það sama. Í þessu felst líka fyrirsjáanleiki. Og þegar við skipuleggjum fjármál okkar skiptir fyrirsjáanleiki miklu máli. Eldri Grikkir sem ég ræddi við í Aþenu þegar ég var þar í síðustu viku sögðust hugsa til þess með hryllingi að fara aftur í drökmuna. Fara aftur í ástand þar sem bölvað basl og óvissa fylgdi því að skipuleggja ferðalög til útlanda. Bæði vegna þess að það var erfitt að fá gjaldeyri og einnig vegna óvissunnar um hversu mikils virði drakman var gagnvart viðkomandi mynt þegar komið var á áfangastað. Reynsla síðustu vikna kennir okkur þó að stöðugleikinn og fyrirsjáanleikinn sem fylgir evrunni er dýru verði keyptur. Samkomulagið sem gert var í Brussel aðfaranótt mánudags er niðurlæging fyrir Grikki en um er að ræða víðtækasta inngrip í fjárhagslegt fullveldi ríkis í sögu evrópsks samstarfs á 20. og 21. öld. Milton Friedman heitinn, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, varaði við því í grein árið 1997 að myntsamstarfið um evruna myndi leiða til pólitískrar sundrungar (e. political disunity) í Evrópu og þannig fara þvert gegn tilgangi sínum. Friedman benti á að notkun sama gjaldmiðils hentaði vel í öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem íbúarnir töluðu sama tungumál og höfðu sömu siði og venjur og hreyfanleiki vinnuafls væri mikill. Hreyfanleiki vinnuafls er miklu minni í Evrópu þar sem íbúar ólíkra þjóðríkja tala ólík tungumál, hafa ólíka siði og venjur og eru mun hliðhollari eigin landi en innri markaðnum og hugmyndinni um "sameinaða Evrópu". Spádómur Friedmans virðist hafa ræst. Tímabilið frá stofnun Kola- og stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957 og til dagsins í dag er lengsta friðartímabil í sögu álfunnar. Þessum friði er nú ógnað vegna ólgunnar á evrusvæðinu, einkum í suðurhluta Evrópu. Samkomulagið við Grikki sýnir að þegar á hólminn er komið ristir pólitísk samstaða á evrusvæðinu afar grunnt. Lærdómurinn af vanda evrusvæðisins, sérstaklega Grikklands, vekur upp áleitnar spurningar um framtíð Íslendinga í gjaldmiðils- og peningamálum. Í krónunni felst innbyggður ójöfnuður þar sem almenningur ber byrðarnar af gengisfellingum en nýtur hagsbóta í formi einhvers konar brauðmolakenningar (e. tricle-down economics) vegna bættrar stöðu hagkerfisins þegar útflutningsgreinarnar blómstra. Þetta er það sem gerðist á Íslandi eftir hrunið þegar mikilvægar útflutningsgreinar náðu kröftugri viðspyrnu eftir gengisfellingu. Lærdómur síðustu ára er aftur á móti sá að evran sé ekki fýsilegur kostur. Ég á erfitt með að sjá að meirihluti Íslendinga muni nokkurn tímann sætta sig við jafn víðtækt inngrip í fjárhagslegt fullveldi íslenska ríkisins og evrusamstarfið felur í sér og atburðir síðustu vikna eru til vitnis um. Eitt mikilvægasta verkefni íslenska löggjafans er að skapa umgjörð undir krónuna til að sporna gegn þessum ójöfnuði með hagstjórnartækjum. Vonandi munu lög um opinber fjármál - og þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans eftir afnám hafta ná þessu markmiði. Ella mun almenningur áfram taka á sig stærstu höggin sem fylgja óstöðugleika krónunnar. Það er gjaldið sem við greiðum fyrir sjálfstæða peningastefnu.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Það eru mikil lífsgæði sem fylgja því að nota stöðugan gjaldmiðil sem heldur verðgildi sínu. Það eru líka lífsgæði að geta ferðast til 19 landa og notað þennan sama gjaldmiðil í þeirri vissu að alls staðar er verðgildi hans það sama. Í þessu felst líka fyrirsjáanleiki. Og þegar við skipuleggjum fjármál okkar skiptir fyrirsjáanleiki miklu máli. Eldri Grikkir sem ég ræddi við í Aþenu þegar ég var þar í síðustu viku sögðust hugsa til þess með hryllingi að fara aftur í drökmuna. Fara aftur í ástand þar sem bölvað basl og óvissa fylgdi því að skipuleggja ferðalög til útlanda. Bæði vegna þess að það var erfitt að fá gjaldeyri og einnig vegna óvissunnar um hversu mikils virði drakman var gagnvart viðkomandi mynt þegar komið var á áfangastað. Reynsla síðustu vikna kennir okkur þó að stöðugleikinn og fyrirsjáanleikinn sem fylgir evrunni er dýru verði keyptur. Samkomulagið sem gert var í Brussel aðfaranótt mánudags er niðurlæging fyrir Grikki en um er að ræða víðtækasta inngrip í fjárhagslegt fullveldi ríkis í sögu evrópsks samstarfs á 20. og 21. öld. Milton Friedman heitinn, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, varaði við því í grein árið 1997 að myntsamstarfið um evruna myndi leiða til pólitískrar sundrungar (e. political disunity) í Evrópu og þannig fara þvert gegn tilgangi sínum. Friedman benti á að notkun sama gjaldmiðils hentaði vel í öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem íbúarnir töluðu sama tungumál og höfðu sömu siði og venjur og hreyfanleiki vinnuafls væri mikill. Hreyfanleiki vinnuafls er miklu minni í Evrópu þar sem íbúar ólíkra þjóðríkja tala ólík tungumál, hafa ólíka siði og venjur og eru mun hliðhollari eigin landi en innri markaðnum og hugmyndinni um "sameinaða Evrópu". Spádómur Friedmans virðist hafa ræst. Tímabilið frá stofnun Kola- og stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957 og til dagsins í dag er lengsta friðartímabil í sögu álfunnar. Þessum friði er nú ógnað vegna ólgunnar á evrusvæðinu, einkum í suðurhluta Evrópu. Samkomulagið við Grikki sýnir að þegar á hólminn er komið ristir pólitísk samstaða á evrusvæðinu afar grunnt. Lærdómurinn af vanda evrusvæðisins, sérstaklega Grikklands, vekur upp áleitnar spurningar um framtíð Íslendinga í gjaldmiðils- og peningamálum. Í krónunni felst innbyggður ójöfnuður þar sem almenningur ber byrðarnar af gengisfellingum en nýtur hagsbóta í formi einhvers konar brauðmolakenningar (e. tricle-down economics) vegna bættrar stöðu hagkerfisins þegar útflutningsgreinarnar blómstra. Þetta er það sem gerðist á Íslandi eftir hrunið þegar mikilvægar útflutningsgreinar náðu kröftugri viðspyrnu eftir gengisfellingu. Lærdómur síðustu ára er aftur á móti sá að evran sé ekki fýsilegur kostur. Ég á erfitt með að sjá að meirihluti Íslendinga muni nokkurn tímann sætta sig við jafn víðtækt inngrip í fjárhagslegt fullveldi íslenska ríkisins og evrusamstarfið felur í sér og atburðir síðustu vikna eru til vitnis um. Eitt mikilvægasta verkefni íslenska löggjafans er að skapa umgjörð undir krónuna til að sporna gegn þessum ójöfnuði með hagstjórnartækjum. Vonandi munu lög um opinber fjármál - og þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans eftir afnám hafta ná þessu markmiði. Ella mun almenningur áfram taka á sig stærstu höggin sem fylgja óstöðugleika krónunnar. Það er gjaldið sem við greiðum fyrir sjálfstæða peningastefnu.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.