Við komum í veg fyrir gjöf á makrílnum – sagð'ann! Haraldur Einarsson skrifar 10. júlí 2015 14:41 Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 1. júlí fóru fram hinar svokölluðu eldhúsdagsumræður. Þær marka endalok þingstarfa fyrir sumarfrí. Umræðurnar voru eins og svo oft áður í sínum hefðbundna búningi. Talsmenn flokkanna draga fram það sem þeir telja jákvætt í sínum störfum og reyna að vekja á því athygli. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, taldi sér það til tekna að flokkur hans hefði hindrað að makríllinn yrði gefinn. Hér hefði verið rétt fyrir formanninn að staldra örlítið við.Hver gaf hvað?Árið 2010 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að úthluta uppsjávarskipum kvóta samkvæmt aflareynslu og var það ígildi kvótasetningar. Sá hluti miðað við árið í ár er rétt rúm 70%. Tveimur árum síðar eða 2012 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að loka fyrir aðgang nýrra frystitogara í þann flokk. Slíkt var einnig ígildi kvótasetningar. Frystitogararnir hafa í dag um 20% af heildaraflanum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sat því í ríkisstjórn sem kvótasetti samtals um 90% af makríl. Þessi 90% hafa síðan getað gengið kaupum og sölum með þeim skipum sem þau eru bundin við. Nú þegar klára á þessi 10% sem standa út af heldur formaðurinn, Árni Páll Árnason, því fram að hann hafi hindrað að makríllinn væri gefinn, hvernig sem á að skilja það. Hugmyndin með makrílfrumvarpinu var að reyna að skipta því sem eftir var með eins réttlátum hætti og við var komið og að auki leggja á sanngjarnt viðbótargjald. Árni Páll Árnason hafði ekki rænu á því að leggja sérstakt gjald á sína 90% makrílúthlutun. Það er sennilega best að hlífa formanninum við því að ræða hvað komið hefði í hlut Íslands ef aðild að ESB hefði orðið að veruleika. Þá væri réttast að tala um fórn.Betri er ágreiningur en enginnÍslenskur sjávarútvegur er einstakur að því leyti að hann greiðir háar upphæðir til samfélagsins á hverju ári. Með tilkomu kvótakerfisins fór af stað ferli sem skilað hefur þessum árangri. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er sjávarútvegur rekinn á eins hagkvæman hátt. Þessi rammíslenska stóriðja hefur verið og mun verða meginstoð efnahagslegrar farsældar landsmanna. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um hlutdeildarsetningu markíls byggist á því kerfi sem skilað hefur þjóðinni svo miklu. Um það voru þó skiptar skoðanir eins og eðlilegt getur talist. Menn eiga að hafa skiptar skoðanir á þessu máli sem og öðrum. Athygli vekur þó, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Samfylkingin hafði eina skoðun á frumvarpi ráðherra á mánudegi (formaðurinn) þegar búið var að aðlaga frumvarpið að fullu að þeim kröfum sem settar voru fram, bæði utan þings og innan, og svo þveröfuga skoðun á þriðjudegi (varaformaðurinn). Svo geta menn velt því fyrir sér af hverju það gekk svo illa að ljúka þingstörfum. Skildi ástæðan vera sú að Samfylkingin ráði ekki við það verkefni að mynda sér skoðun á skipulagi veiða. Og betra sé að taka þetta mál í gíslingu því einhver ágreiningur sé betri en enginn. Haraldur Einarsson, þingmaður.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun