Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? sigga dögg skrifar 28. ágúst 2015 14:00 Vísir/Getty Fjölmiðlar heims keppast um þessar mundir við að fjalla um hina „nýju Viagra“ fyrir konur. Spámenn, og þeir sem eiga peninga í lyfjafyrirtækjum, segja að þetta muni gjörbreyta kynlífi fyrir konur, og þá væntanlega líka kallana þeirra, því nú muni konur langa í kynlíf. Loksins er komin lausn fyrir þurrkuntur og kynkaldar teprur þessa heims. Þú bara poppar eina Addyi (pillan heitir það) fyrir svefninn á hverju kvöldi og ef þú ert heppin þá langar þig kannski til að njóta kynlífs einu sinni í þeim mánuði. Það er samt ekki gulltryggt að þú náir að fá fullnægingu, hafðu það hugfast. Það var nefnilega ekki gerð krafa um slíkt þegar lyfið var prófað. Bara að kynlífið væri ánægjulegt. Svona eins og góður latte.Ein pilla og klofið opnast? Þetta er staðreyndin. Lyfið hefur áhrif á heilann og sér um að stýra upptöku hormónsins serótóníns. Það má ekki neita áfengis samhliða inntöku lyfsins (ekki heldur yfir daginn, bara aldrei sumsé) og lyfið þarf að taka á hverri nóttu fyrir svefn. Aukaverkanirnar eru svakalegar (lestu fylgiseðilinn og fáðu sjokk, ég meina, yfirlið og skemmdir á miðtaugakerfi og þar fram eftir götunum) og þetta hentar mjög þröngum hópi kvenna. Þetta lyf er einungis fyrir þær konur þar sem vandamálin í sambandinu hafa ekki áhrif á kynlífið (!) og þær mega ekki vera á lyfjum vegna geðrænna vandkvæða. Þannig að, hverjum gagnast þetta lyf? Getur þetta ekki allt eins verið hass ef við þurfum bara að slaka á og krukka aðeins í heilanum?Gröð upp úr þurru? Ég get ekki að því gert að ég á erfitt með að fjarlægja umhverfi, sambandið og andlegan líðan frá upplifun á kynlífi. Það að poppa pillu breytir því ekki að makinn verði frábær og allt í einu sérðu viðkomandi í sexí ljósi og langar að hömpast. Það að þróa svona lyf gerir lítið úr þeim konum sem bara langar alls ekkert að stunda kynlíf. Já, það nefnilega má. Það má alveg ekki langa í kynlíf. Það gerir þig ekki að slæmri manneskju eða manneskju sem þarf lyf til að stýra löngun. Það ber samt að taka fram að umrætt lyf á að vera fyrir þær konur sem langar en upplifa samt ekki greddu. Það er áætlað að það geti verið um 10% kvenna í þessum heimi. Afsakið, en ég fæ ekki skilið hvernig er hægt að reyna að skilja konur og þeirra kynferðislegu upplifanir þegar samfélagið sendir frá sér tvöföld skilaboð um hvað má og hvað á. Þú tekur ekki manneskjuna úr hennar gildishlaðna umhverfi og segir, þetta er bara eitt hormón í heilanum sem þarf að stífla á einum stað en losa um á öðrum. Þetta er hápólitískt mál og mér líður eins og ég hafi farið aftur í tímavél þar sem við eigum bara að liggja undir og vera rúnkur, stundum hljóðlátar en stundum með „ó, ó þetta er svo gott, þú ert svo stór“.Hormón, helvítis hormónin Staðreynd málsins er líka sú að nú er verið að þróa getnaðarvarnir fyrir karla, aðrar en smokkinn. Þeirra getnaðarvarnir innihalda ekki hormón. Ég endurtek, engin hormón. Það vill auðvitað enginn raska hinu fallega jafnvægi testósteróns, þeir gætu mýkst við það og jafnvel bara breyst í hið hættulegasta af öllu, konur! Í fleiri tugi ára hafa konur verið pumpaðar upp af hormónum og okkur sagt að ef við fílum það ekki þá er bara að fá sér hettuna eða lykkjuna og hætta svo að væla. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ég segi einfaldlega stopp, ég tek ekki þátt í þessu rugli og ég ætla að breyta heiminum. Heilsa Tengdar fréttir Hver frelsar fullnæginguna? Átt þú erfitt með að fá það? Lestu áfram, það gæti breytt lífi þínu til hins betra 25. ágúst 2015 11:00 Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fjölmiðlar heims keppast um þessar mundir við að fjalla um hina „nýju Viagra“ fyrir konur. Spámenn, og þeir sem eiga peninga í lyfjafyrirtækjum, segja að þetta muni gjörbreyta kynlífi fyrir konur, og þá væntanlega líka kallana þeirra, því nú muni konur langa í kynlíf. Loksins er komin lausn fyrir þurrkuntur og kynkaldar teprur þessa heims. Þú bara poppar eina Addyi (pillan heitir það) fyrir svefninn á hverju kvöldi og ef þú ert heppin þá langar þig kannski til að njóta kynlífs einu sinni í þeim mánuði. Það er samt ekki gulltryggt að þú náir að fá fullnægingu, hafðu það hugfast. Það var nefnilega ekki gerð krafa um slíkt þegar lyfið var prófað. Bara að kynlífið væri ánægjulegt. Svona eins og góður latte.Ein pilla og klofið opnast? Þetta er staðreyndin. Lyfið hefur áhrif á heilann og sér um að stýra upptöku hormónsins serótóníns. Það má ekki neita áfengis samhliða inntöku lyfsins (ekki heldur yfir daginn, bara aldrei sumsé) og lyfið þarf að taka á hverri nóttu fyrir svefn. Aukaverkanirnar eru svakalegar (lestu fylgiseðilinn og fáðu sjokk, ég meina, yfirlið og skemmdir á miðtaugakerfi og þar fram eftir götunum) og þetta hentar mjög þröngum hópi kvenna. Þetta lyf er einungis fyrir þær konur þar sem vandamálin í sambandinu hafa ekki áhrif á kynlífið (!) og þær mega ekki vera á lyfjum vegna geðrænna vandkvæða. Þannig að, hverjum gagnast þetta lyf? Getur þetta ekki allt eins verið hass ef við þurfum bara að slaka á og krukka aðeins í heilanum?Gröð upp úr þurru? Ég get ekki að því gert að ég á erfitt með að fjarlægja umhverfi, sambandið og andlegan líðan frá upplifun á kynlífi. Það að poppa pillu breytir því ekki að makinn verði frábær og allt í einu sérðu viðkomandi í sexí ljósi og langar að hömpast. Það að þróa svona lyf gerir lítið úr þeim konum sem bara langar alls ekkert að stunda kynlíf. Já, það nefnilega má. Það má alveg ekki langa í kynlíf. Það gerir þig ekki að slæmri manneskju eða manneskju sem þarf lyf til að stýra löngun. Það ber samt að taka fram að umrætt lyf á að vera fyrir þær konur sem langar en upplifa samt ekki greddu. Það er áætlað að það geti verið um 10% kvenna í þessum heimi. Afsakið, en ég fæ ekki skilið hvernig er hægt að reyna að skilja konur og þeirra kynferðislegu upplifanir þegar samfélagið sendir frá sér tvöföld skilaboð um hvað má og hvað á. Þú tekur ekki manneskjuna úr hennar gildishlaðna umhverfi og segir, þetta er bara eitt hormón í heilanum sem þarf að stífla á einum stað en losa um á öðrum. Þetta er hápólitískt mál og mér líður eins og ég hafi farið aftur í tímavél þar sem við eigum bara að liggja undir og vera rúnkur, stundum hljóðlátar en stundum með „ó, ó þetta er svo gott, þú ert svo stór“.Hormón, helvítis hormónin Staðreynd málsins er líka sú að nú er verið að þróa getnaðarvarnir fyrir karla, aðrar en smokkinn. Þeirra getnaðarvarnir innihalda ekki hormón. Ég endurtek, engin hormón. Það vill auðvitað enginn raska hinu fallega jafnvægi testósteróns, þeir gætu mýkst við það og jafnvel bara breyst í hið hættulegasta af öllu, konur! Í fleiri tugi ára hafa konur verið pumpaðar upp af hormónum og okkur sagt að ef við fílum það ekki þá er bara að fá sér hettuna eða lykkjuna og hætta svo að væla. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ég segi einfaldlega stopp, ég tek ekki þátt í þessu rugli og ég ætla að breyta heiminum.
Heilsa Tengdar fréttir Hver frelsar fullnæginguna? Átt þú erfitt með að fá það? Lestu áfram, það gæti breytt lífi þínu til hins betra 25. ágúst 2015 11:00 Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hver frelsar fullnæginguna? Átt þú erfitt með að fá það? Lestu áfram, það gæti breytt lífi þínu til hins betra 25. ágúst 2015 11:00
Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið