Sigríður Björk: Það er ekki mitt að vera alls staðar miðpunkturinn Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 23. ágúst 2015 18:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.” Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.”
Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira