Heimsins ólán Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Ríkisstjórnin segist ætla að taka á móti fimmtíu flóttamönnum undan vargöldinni í Sýrlandi á næstu tveimur árum, og hyggst velja þá af kostgæfni. Af hverju fimmtíu? mætti kannski spyrja – af hverju ekki fimm? Á fimm árum? Þá væri nú aldeilis hægt að velja af enn meiri kostgæfni það fólk sem talið er líklegt til að aðlagast íslenskum siðum. Nú, eða þá kannski einn fimmta úr einum einstaklingi? Þá væri hægt að leyfa flóttamanni að vera hér í um tvo mánuði í senn og sjá hversu vel hann aðlagast?…Með dauðann á hælunum Sá hugsunarháttur sem liggur að baki tilboði íslenska stjórnvalda um skjól hér fyrir fimmtíu flóttamenn er ekki boðlegur. Við finnum það öll hversu nánasarlegt og smásálarlegt þetta er. Í þessu sambandi má rifja upp að Íslendingar tóku þátt í því frumhlaupi Bandaríkjamanna og fylgiríkja þeirra að ráðast inn í Írak, en stríðið í kjölfarið hefur sett allt í bál og brand í þessum heimshluta og leyst öfl úr læðingi sem fara fram með fádæma grimmd gagnvart varnarlausum almenningi, sem nú er á flótta. Íslendingar bera sína ábyrgð á þessu ástandi, þó að vissulega hafi þeir ekki átt þar stóran hlut að máli. Heimurinn kemur okkur við. Það er erfitt að útskýra það, en svona er það nú samt: Íslendingar eru – þó að margur haldi kannski annað – partur af mannkyninu. Á þessari Jörð eru vandamálin af þeim toga að þau verða aldrei leyst nema sem sameiginlegt verkefni mannkyns, eigi það að eiga von um framtíð á þessari Jörð. Þessi vandamál eru ekki síst til komin af vestrænum lifnaðarháttum og vestrænni rányrkju, vestrænni umgengni við auðlindir Jarðar og vestrænni afneitun á heimsins vá. Mannkynið er á fleygiferð, á flótta undan hungri og stríði um aðgang að vatni og öðrum grundvallarnauðsynjum; það er á flótta undan glæpagengjum þar sem snaróðir karlar fara um í flokkum myrðandi, nauðgandi, eyðandi og kúgandi. Mannkynið er á flótta með dauðann á hælunum. Heimurinn er hér og nú, þetta er okkar heimur, okkar veruleiki, hvernig sem við reynum að klemma aftur augun og halda fyrir eyrun: þetta er allt hérna samt. Steinn Steinarr orti um þetta ljóð einhvern tímann um miðja síðustu öld. Það hét Heimurinn og ég og eins og öll mikil ljóðlist er það sveipað einkennilegum leyndardómi. Þar segir frá því hvernig skáldinu og heiminum kom illa saman en náðu sáttum þegar lítið barn var „leitt á brott með voveiflegum hætti“ svo að heimurinn og skáldið komast að því að „lífið var á móti okkur báðum“. Loks endar ljóðið með þessum línum, sem koma okkur enn við: „Því ólán mitt er brot af heimsins harmi, / og heimsins ólán býr í þjáning minni.“ Við erum með öðrum orðum öll börn Jarðarinnar. Heimsins ólán er okkar ólán. Mannkynið skipar sér í ólík samfélög en mennirnir eru ekki jafn ólíkir og hatursframleiðendur eru alltaf að reyna að segja okkur: mennirnir nota tungumál og verkfæri, þeir fæðast, lifa, borða, elska og deyja. Þeir hafa unun af því að skapa. Þeir hugsa, dansa og yrkja og syngja. Þeir skreyta sig og þeir hlæja – það er kannski mennskast af öllu. Og þeir brosa þegar þeir eru glaðir en tárast þegar þeir eru sorgmæddir. Aðrir menn eru ekki jafn óskiljanlegir og alltaf er verið að telja okkur trú um. Það er í sjálfu sér ekki flókið úrlausnarefni að skilja aðra manneskju, leggi hún sig fram og maður sjálfur líka. Sumir virðast hins vegar leggja sig í líma við að skilja ekki aðrar manneskjur. Hjörtum mannanna svipar kannski ekki endilega saman í Súdan og Grímsnesinu – en stelpa á Eyrarbakka getur samt átt stelpu í Malaví sem vin á Facebook og þær geta talað um hluti sem afinn og amman á Eyrarbakka botna ekkert í.Fólki fylgir vesen Mannkynið er á fleygiferð og vatnsborð hækkar, hitinn eykst, fólkinu fjölgar, neyðin vex. Jörðin er að vísu afskaplega stór og óumræðilega gjöful, svo að á allsnægtum hennar virðist ekkert lát, kunni mennirnir með þær gjafir að fara, en það hafa þeir bara því miður ekki enn þá lært, þrátt fyrir allt sitt vit – eða kannski öllu heldur vegna þess. Heimsins ólán verður ekki bætt með því að „við“ lokum að okkur, heldur þvert á móti: opnum þessi híbýli vindanna sem landið okkar er að stórum hluta. Ísland hefur ýmislegt að bjóða því fólki sem hingað vill flytja og hér kýs að búa – sem er alls ekki auðvelt hlutskipti fyrir þau sem alin eru upp í sólríkum og gróðursælum löndum. Fólki fylgir alltaf vesen. Það aðhyllist alls konar fáránlegar hugmyndir, hefur skrýtna siði, talar undarlega. Það verða árekstrar – það má: en þegar þeir koma stökkvandi, hatursframleiðendurnir sem vilja næra ágreining hvar sem því verður við komið, og hella olíu á eldinn – þá má ekki hlusta á þá. Við speglum hvert annað: sé vel komið fram við fólk kemur það vel fram á móti, og hið sama gildir um þá sem mætt er með tortryggni og andúð. Eigi maður erfitt með að vera innan um alls konar fólk er alltaf hægt að flytja í Þaralátursfjörð og lifa þar af landsins gæðum, og er fullkomlega virðingarvert sjónarmið, en aðrir þola vel að til sé fjölbreytt mannlíf, og alls konar mannlegt vesen. Þannig erum við flest. Fólki fylgir alltaf alls konar vesen – en því fylgja líka möguleikar, nýir litir, ný dansspor, nýr matur, ný orð, ný bros, nýtt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin segist ætla að taka á móti fimmtíu flóttamönnum undan vargöldinni í Sýrlandi á næstu tveimur árum, og hyggst velja þá af kostgæfni. Af hverju fimmtíu? mætti kannski spyrja – af hverju ekki fimm? Á fimm árum? Þá væri nú aldeilis hægt að velja af enn meiri kostgæfni það fólk sem talið er líklegt til að aðlagast íslenskum siðum. Nú, eða þá kannski einn fimmta úr einum einstaklingi? Þá væri hægt að leyfa flóttamanni að vera hér í um tvo mánuði í senn og sjá hversu vel hann aðlagast?…Með dauðann á hælunum Sá hugsunarháttur sem liggur að baki tilboði íslenska stjórnvalda um skjól hér fyrir fimmtíu flóttamenn er ekki boðlegur. Við finnum það öll hversu nánasarlegt og smásálarlegt þetta er. Í þessu sambandi má rifja upp að Íslendingar tóku þátt í því frumhlaupi Bandaríkjamanna og fylgiríkja þeirra að ráðast inn í Írak, en stríðið í kjölfarið hefur sett allt í bál og brand í þessum heimshluta og leyst öfl úr læðingi sem fara fram með fádæma grimmd gagnvart varnarlausum almenningi, sem nú er á flótta. Íslendingar bera sína ábyrgð á þessu ástandi, þó að vissulega hafi þeir ekki átt þar stóran hlut að máli. Heimurinn kemur okkur við. Það er erfitt að útskýra það, en svona er það nú samt: Íslendingar eru – þó að margur haldi kannski annað – partur af mannkyninu. Á þessari Jörð eru vandamálin af þeim toga að þau verða aldrei leyst nema sem sameiginlegt verkefni mannkyns, eigi það að eiga von um framtíð á þessari Jörð. Þessi vandamál eru ekki síst til komin af vestrænum lifnaðarháttum og vestrænni rányrkju, vestrænni umgengni við auðlindir Jarðar og vestrænni afneitun á heimsins vá. Mannkynið er á fleygiferð, á flótta undan hungri og stríði um aðgang að vatni og öðrum grundvallarnauðsynjum; það er á flótta undan glæpagengjum þar sem snaróðir karlar fara um í flokkum myrðandi, nauðgandi, eyðandi og kúgandi. Mannkynið er á flótta með dauðann á hælunum. Heimurinn er hér og nú, þetta er okkar heimur, okkar veruleiki, hvernig sem við reynum að klemma aftur augun og halda fyrir eyrun: þetta er allt hérna samt. Steinn Steinarr orti um þetta ljóð einhvern tímann um miðja síðustu öld. Það hét Heimurinn og ég og eins og öll mikil ljóðlist er það sveipað einkennilegum leyndardómi. Þar segir frá því hvernig skáldinu og heiminum kom illa saman en náðu sáttum þegar lítið barn var „leitt á brott með voveiflegum hætti“ svo að heimurinn og skáldið komast að því að „lífið var á móti okkur báðum“. Loks endar ljóðið með þessum línum, sem koma okkur enn við: „Því ólán mitt er brot af heimsins harmi, / og heimsins ólán býr í þjáning minni.“ Við erum með öðrum orðum öll börn Jarðarinnar. Heimsins ólán er okkar ólán. Mannkynið skipar sér í ólík samfélög en mennirnir eru ekki jafn ólíkir og hatursframleiðendur eru alltaf að reyna að segja okkur: mennirnir nota tungumál og verkfæri, þeir fæðast, lifa, borða, elska og deyja. Þeir hafa unun af því að skapa. Þeir hugsa, dansa og yrkja og syngja. Þeir skreyta sig og þeir hlæja – það er kannski mennskast af öllu. Og þeir brosa þegar þeir eru glaðir en tárast þegar þeir eru sorgmæddir. Aðrir menn eru ekki jafn óskiljanlegir og alltaf er verið að telja okkur trú um. Það er í sjálfu sér ekki flókið úrlausnarefni að skilja aðra manneskju, leggi hún sig fram og maður sjálfur líka. Sumir virðast hins vegar leggja sig í líma við að skilja ekki aðrar manneskjur. Hjörtum mannanna svipar kannski ekki endilega saman í Súdan og Grímsnesinu – en stelpa á Eyrarbakka getur samt átt stelpu í Malaví sem vin á Facebook og þær geta talað um hluti sem afinn og amman á Eyrarbakka botna ekkert í.Fólki fylgir vesen Mannkynið er á fleygiferð og vatnsborð hækkar, hitinn eykst, fólkinu fjölgar, neyðin vex. Jörðin er að vísu afskaplega stór og óumræðilega gjöful, svo að á allsnægtum hennar virðist ekkert lát, kunni mennirnir með þær gjafir að fara, en það hafa þeir bara því miður ekki enn þá lært, þrátt fyrir allt sitt vit – eða kannski öllu heldur vegna þess. Heimsins ólán verður ekki bætt með því að „við“ lokum að okkur, heldur þvert á móti: opnum þessi híbýli vindanna sem landið okkar er að stórum hluta. Ísland hefur ýmislegt að bjóða því fólki sem hingað vill flytja og hér kýs að búa – sem er alls ekki auðvelt hlutskipti fyrir þau sem alin eru upp í sólríkum og gróðursælum löndum. Fólki fylgir alltaf vesen. Það aðhyllist alls konar fáránlegar hugmyndir, hefur skrýtna siði, talar undarlega. Það verða árekstrar – það má: en þegar þeir koma stökkvandi, hatursframleiðendurnir sem vilja næra ágreining hvar sem því verður við komið, og hella olíu á eldinn – þá má ekki hlusta á þá. Við speglum hvert annað: sé vel komið fram við fólk kemur það vel fram á móti, og hið sama gildir um þá sem mætt er með tortryggni og andúð. Eigi maður erfitt með að vera innan um alls konar fólk er alltaf hægt að flytja í Þaralátursfjörð og lifa þar af landsins gæðum, og er fullkomlega virðingarvert sjónarmið, en aðrir þola vel að til sé fjölbreytt mannlíf, og alls konar mannlegt vesen. Þannig erum við flest. Fólki fylgir alltaf alls konar vesen – en því fylgja líka möguleikar, nýir litir, ný dansspor, nýr matur, ný orð, ný bros, nýtt líf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun