Svigrúm er til að gera betur Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. september 2015 09:16 Frumvarp til fjárlaga næsta árs endurspeglar betri afkomu ríkisins en margur hefði talið von á miðað við stöðuna í heilbrigðiskerfinu og orðræðu tengda kjarasamningum. Um leið þarf að hafa í huga að skuldir ríkisins eru miklar og langtímahagsmunir af því að greiða niður skuldir og draga úr vaxtakostnaði. Tölur um afgang eru hins vegar af slíkri stærðargráðu að vekur vonir um að gera megi betur á ýmsum sviðum. Til dæmis kom fram á kynningu fjármálaráðherra á frumvarpinu í gær að líkur væru á að afgangur af fjárlögum þessa árs yrði ekki þrír og hálfur milljarður eins og gert var ráð fyrir heldur ríflega 21 milljarður króna. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi. Þá er ábati af uppgjöri við erlenda kröfuhafa þrotabúa bankanna tekinn alveg út fyrir sviga. „Á þessu stigi er þó of mikil óvissa um útkomu slíkra aðgerða til að gera ráð fyrir þeim í áætlunum,“ sagði fjármálaráðherra í gær. Ljóst má vera að svigrúmið er eitthvað. Og þótt víða kunni að vera pottur brotinn hér heima þá virðist hljómgrunnur vera fyrir því að landið láti til sín taka í aðkallandi verkefnum sem tengjast flótta fólks frá borgarastríðinu í Sýrlandi. Það vekur því ákveðin vonbrigði hversu lítið fer fyrir því í fjárlögunum að fjármunir séu ætlaðir til að taka á móti flóttafólki. Útlendingastofnun fær aukaframlag vegna aukins straums hælisleitenda (175 milljónir, sem eru tæplega tveir þriðju þeirrar fjárhæðar sem sett er í að mæta kostnaði við forsetakosningarnar), en liðurinn „Innflytjendaráð og móttaka flóttamanna“ hjá velferðarráðuneytinu fær bara 56,7 milljónir króna. Hér hafa verið uppi ráðagerðir um að taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum. Ef horft er á höfðatöluhlutfallið gerum við þar heldur betur en Bretar sem ætla sér fimm ár í að taka á móti 20 þúsund manns. Sú tala jafngildir því að hér yrði tekið á móti 21 flóttamanni á ári. Bretar hafa hins vegar sætt ámæli fyrir hraksmánarlega frammistöðu og hefur dr. Alexandria Innes, sérfræðingur í málefnum flóttafólks við East Anglia-háskóla, bent á að miðað við alþjóðlegar skuldbindingar sem Bretar hafi undirgengist eftir seinna stríð þá ættu þeir að taka á móti fjölda sem væri nær 100 þúsund manns. Hér myndi sá fjöldi jafngilda 105 miðað við höfðatölu. Ef við ætluðum að miða okkur við þá sem best hafa staðið sig þá ættum við að taka hér á móti 2.000 manns árlega. Þjóðverjar sem eru rúmar 82 milljónir hafa á þessu ári tekið á móti 800 þúsund manns og segjast árlega geta tekið á móti 500 þúsundum til viðbótar næstu ár. Er þá rétt að hafa í huga að þarna er fólk sem er þess nauðugur einn kostur að yfirgefa heimahagana til að bjarga lífi og limum. Oft er þetta vel menntað fólk og engir þurfalingar sem með réttum stuðningi gæti fljótlega orðið hér að dugmiklum þjóðfélagsþegnum. Svigrúm fjárlaga sýnir að við getum gert miklu betur en þegar hefur verið áætlað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Frumvarp til fjárlaga næsta árs endurspeglar betri afkomu ríkisins en margur hefði talið von á miðað við stöðuna í heilbrigðiskerfinu og orðræðu tengda kjarasamningum. Um leið þarf að hafa í huga að skuldir ríkisins eru miklar og langtímahagsmunir af því að greiða niður skuldir og draga úr vaxtakostnaði. Tölur um afgang eru hins vegar af slíkri stærðargráðu að vekur vonir um að gera megi betur á ýmsum sviðum. Til dæmis kom fram á kynningu fjármálaráðherra á frumvarpinu í gær að líkur væru á að afgangur af fjárlögum þessa árs yrði ekki þrír og hálfur milljarður eins og gert var ráð fyrir heldur ríflega 21 milljarður króna. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi. Þá er ábati af uppgjöri við erlenda kröfuhafa þrotabúa bankanna tekinn alveg út fyrir sviga. „Á þessu stigi er þó of mikil óvissa um útkomu slíkra aðgerða til að gera ráð fyrir þeim í áætlunum,“ sagði fjármálaráðherra í gær. Ljóst má vera að svigrúmið er eitthvað. Og þótt víða kunni að vera pottur brotinn hér heima þá virðist hljómgrunnur vera fyrir því að landið láti til sín taka í aðkallandi verkefnum sem tengjast flótta fólks frá borgarastríðinu í Sýrlandi. Það vekur því ákveðin vonbrigði hversu lítið fer fyrir því í fjárlögunum að fjármunir séu ætlaðir til að taka á móti flóttafólki. Útlendingastofnun fær aukaframlag vegna aukins straums hælisleitenda (175 milljónir, sem eru tæplega tveir þriðju þeirrar fjárhæðar sem sett er í að mæta kostnaði við forsetakosningarnar), en liðurinn „Innflytjendaráð og móttaka flóttamanna“ hjá velferðarráðuneytinu fær bara 56,7 milljónir króna. Hér hafa verið uppi ráðagerðir um að taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum. Ef horft er á höfðatöluhlutfallið gerum við þar heldur betur en Bretar sem ætla sér fimm ár í að taka á móti 20 þúsund manns. Sú tala jafngildir því að hér yrði tekið á móti 21 flóttamanni á ári. Bretar hafa hins vegar sætt ámæli fyrir hraksmánarlega frammistöðu og hefur dr. Alexandria Innes, sérfræðingur í málefnum flóttafólks við East Anglia-háskóla, bent á að miðað við alþjóðlegar skuldbindingar sem Bretar hafi undirgengist eftir seinna stríð þá ættu þeir að taka á móti fjölda sem væri nær 100 þúsund manns. Hér myndi sá fjöldi jafngilda 105 miðað við höfðatölu. Ef við ætluðum að miða okkur við þá sem best hafa staðið sig þá ættum við að taka hér á móti 2.000 manns árlega. Þjóðverjar sem eru rúmar 82 milljónir hafa á þessu ári tekið á móti 800 þúsund manns og segjast árlega geta tekið á móti 500 þúsundum til viðbótar næstu ár. Er þá rétt að hafa í huga að þarna er fólk sem er þess nauðugur einn kostur að yfirgefa heimahagana til að bjarga lífi og limum. Oft er þetta vel menntað fólk og engir þurfalingar sem með réttum stuðningi gæti fljótlega orðið hér að dugmiklum þjóðfélagsþegnum. Svigrúm fjárlaga sýnir að við getum gert miklu betur en þegar hefur verið áætlað.