Hef ennþá hraðann, sem betur fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 07:00 Logi var óhræddur að ráðast á serbnesku vörnina í gær. vísir/valli Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45