Notum umræðuna um skólamál til þess að græða Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. september 2015 11:31 Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar