Enn ein byltingin Erling Freyr Guðmundsson skrifar 3. september 2015 09:00 Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun