Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Magnús Guðmundsson skrifar 17. september 2015 11:30 Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri og hans fólk frumsýna annað kvöld. Visir/Ernir Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikgerð Þórarins Eyfjörð, Býr Íslendingur hér? En verkið er byggt á samnefndri bók Garðars Sverrissonar og Leifs Muller þar sem segir frá lífshlaupi Leifs sem hélt ungur maður til náms í Noregi. Þegar nasistar hernámu Noreg var Leifur svikinn í hendur Gestapó og sendur í Sachsenhausen sem voru alræmdar þrælkunar- og útrýmingarbúðir nasista. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson og hann segir að sviðsetningin sé önnur en var upprunalega í leikgerð Þórarins og að þau fari aðeins aðra leið að sögunni. „Við erum með tvo sögumenn sem eru Leifur eldri og yngri, sem Arnar Jónsson og Benedikt Karl Gröndal leika, en þeir hittast á sviðinu og segja okkur þessa sögu. Sýningin er einföld og tær enda er frásögn Leifs hispurslaus og einlæg. Bakland helfararinnar og órarnir á bak við hana eru okkur þekktir. En þegar maður sviðsetur eitthvað í líkingu við þetta þarf vissulega að stíga varlega til jarðar. Sýningin og frásögn Leifs er náttúrulega í samhengi við umræðu síðustu vikna vegna þeirra barna, fullorðinna og gamalmenna sem eru að drukkna í síki við virki Evrópu.“Aðgreiningin lifir enn Jón Páll bendir á að sýningin finni óneitanlega ákveðið samtímalegt samhengi þegar farið er að ræða virði lífs eins og er gert í dag. „Þá getum við vísað í dæmin þar sem skólabörnin í Þriðja ríkinu voru látin reikna raunverulegt virði manneskju. Þá var tekið inn í dæmið hvort viðkomandi væri þroskaheftur eða glæpamaður og hvað viðkomandi kostaði samfélagið. Um leið og við erum farin að reikna út virði manneskju út frá hagfræðilegum forsendum erum við stigin inn í heim vinnu- og útrýmingarbúðanna. Gleymum því ekki að þetta voru vinnubúðir sem Leifur var í og þar var búið að reikna út hagnaðinn af hverjum fanga, vinna hans var seld að frádregnum kostnaði við að reka hann og að viðbættum hagnaðinum af því að draga úr honum tennurnar þegar hann var dauður. Það er kannski gróft að segja það en innviðir hins kapítalíska samfélags hafa kannski aldrei birst jafn skýrt og í vinnubúðunum. Við erum ennþá í útreikningunum og í þeim útreikningum virðist hörundslitur og fæðingarstaður skipta máli. Þarna erum við komin með hugmyndina um hina. Það erum við og svo eru aðrir. Þessir aðrir eru ekki manneskjur heldur reikningsdæmi. Það er grunnurinn í sýningunni. Við megum ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera manneskja.“Benedikt Karl Gröndal og Arnar Jónsson sem takast á við Leif Muller á yngri og eldri árum í leiksýningunni Býr Íslendingur hér?Ógnin nærð Jón Páll segir að í raun sé alltaf verið að selja okkur að það sé einhver ógn ef við látum af þessari aðgreiningu. „Það er alltaf verið að tala við skriðdýrið í okkur og segja við það: Ef fleiri koma hingað þá er minna handa þér. Fleiri flóttamenn þýða þynnri naglasúpu á elliheimilinu en það sem er merkilegt, og ég er hér að vísa í skopmynd Morgunblaðsins, er að það er samt naglasúpa á elliheimilinu en hún er bara þynnri. Hvað gerum við ekki fyrir auka súpuskammt? Hvað gerði fólk ekki í útrýmingarbúðunum fyrir auka súpuskammt? Þeir litu í hina áttina þegar aðrir voru beittir ofbeldi og þegar nasistarnir röðuðu fólki í ofnana og drógu úr því tennurnar. Ég veit að þetta er ansi brjálað en þeim mun meira sem maður er inni í þessum heimi, þeim mun betur áttar maður á sig á því hvar línurnar liggja.“Margt óuppgert Það er margt sem Íslendingar eigi óuppgert varðandi heimsstyrjöldina og þann tíma í íslenskri sögu, segir Jón Páll. „Hvers vegna tölum við hér til að mynda um blessað stríðið en ræðum ekki um þá flóttamenn sem var vísað frá fyrir stríð. Það voru Þjóðverjar hér sem voru sendir úr landi þegar stríðið braust út. Hvernig þeim gekk að komast aftur heim til Íslands versus það hvernig þeim Íslendingum vegnaði sem hlutu dóma fyrir stríðsglæpi en slíkir einstaklingar fengu ríkisborgararétt hér á landi eftir stríð. Ólafur Pétursson er gott dæmi um þetta. Hann var maður sem framseldi og sveik fólk í Noregi í hendur nasista, þar á meðal líkast til Leif Muller, en þetta fólk endaði í dauðabúðum í Þýskalandi. Ólafur hlaut dóm fyrir þetta í Noregi en var svo framseldur til Íslands að beiðni íslenska ríkisins og Leifur mátti búa við það að mæta þessum manni sem frjálsum manni á götum Reykjavíkur. Egill Holmboe sem sat í ríkisstjórn Quislings fékk einnig ríkisborgararétt hér og fór síðan að starfa hjá hinu opinbera. Ólafur Pétursson var líka einn af þeim sem áttu þátt í átökunum á Austurvelli 1949 þegar við göngum í NATO en þá fór hann fyrir hvítliðunum og gekk vasklega fram eins og það var orðað. Þegar mál Ólafs var rifjað upp í Þjóðviljanum var farið í mál við blaðið fyrir að birta dómsskjölin frá Noregi en þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, óskaði eftir því að málinu yrði hætt og Ólafur látinn í friði því hann hefði þurft að þola nógu mikið. Leifar þessarar hugsunar búa enn í íslensku samfélagi og hún gýs upp nú þegar hundruð þúsunda vilja freista þess að ná til lífs á lekum bát. Orðræðan er: Ég vildi að við gætum hjálpað en við getum það bara ekki af því að þá verður minna fyrir okkur hin. Sýningin er áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja.“ Akureyri Leikhús Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikgerð Þórarins Eyfjörð, Býr Íslendingur hér? En verkið er byggt á samnefndri bók Garðars Sverrissonar og Leifs Muller þar sem segir frá lífshlaupi Leifs sem hélt ungur maður til náms í Noregi. Þegar nasistar hernámu Noreg var Leifur svikinn í hendur Gestapó og sendur í Sachsenhausen sem voru alræmdar þrælkunar- og útrýmingarbúðir nasista. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson og hann segir að sviðsetningin sé önnur en var upprunalega í leikgerð Þórarins og að þau fari aðeins aðra leið að sögunni. „Við erum með tvo sögumenn sem eru Leifur eldri og yngri, sem Arnar Jónsson og Benedikt Karl Gröndal leika, en þeir hittast á sviðinu og segja okkur þessa sögu. Sýningin er einföld og tær enda er frásögn Leifs hispurslaus og einlæg. Bakland helfararinnar og órarnir á bak við hana eru okkur þekktir. En þegar maður sviðsetur eitthvað í líkingu við þetta þarf vissulega að stíga varlega til jarðar. Sýningin og frásögn Leifs er náttúrulega í samhengi við umræðu síðustu vikna vegna þeirra barna, fullorðinna og gamalmenna sem eru að drukkna í síki við virki Evrópu.“Aðgreiningin lifir enn Jón Páll bendir á að sýningin finni óneitanlega ákveðið samtímalegt samhengi þegar farið er að ræða virði lífs eins og er gert í dag. „Þá getum við vísað í dæmin þar sem skólabörnin í Þriðja ríkinu voru látin reikna raunverulegt virði manneskju. Þá var tekið inn í dæmið hvort viðkomandi væri þroskaheftur eða glæpamaður og hvað viðkomandi kostaði samfélagið. Um leið og við erum farin að reikna út virði manneskju út frá hagfræðilegum forsendum erum við stigin inn í heim vinnu- og útrýmingarbúðanna. Gleymum því ekki að þetta voru vinnubúðir sem Leifur var í og þar var búið að reikna út hagnaðinn af hverjum fanga, vinna hans var seld að frádregnum kostnaði við að reka hann og að viðbættum hagnaðinum af því að draga úr honum tennurnar þegar hann var dauður. Það er kannski gróft að segja það en innviðir hins kapítalíska samfélags hafa kannski aldrei birst jafn skýrt og í vinnubúðunum. Við erum ennþá í útreikningunum og í þeim útreikningum virðist hörundslitur og fæðingarstaður skipta máli. Þarna erum við komin með hugmyndina um hina. Það erum við og svo eru aðrir. Þessir aðrir eru ekki manneskjur heldur reikningsdæmi. Það er grunnurinn í sýningunni. Við megum ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera manneskja.“Benedikt Karl Gröndal og Arnar Jónsson sem takast á við Leif Muller á yngri og eldri árum í leiksýningunni Býr Íslendingur hér?Ógnin nærð Jón Páll segir að í raun sé alltaf verið að selja okkur að það sé einhver ógn ef við látum af þessari aðgreiningu. „Það er alltaf verið að tala við skriðdýrið í okkur og segja við það: Ef fleiri koma hingað þá er minna handa þér. Fleiri flóttamenn þýða þynnri naglasúpu á elliheimilinu en það sem er merkilegt, og ég er hér að vísa í skopmynd Morgunblaðsins, er að það er samt naglasúpa á elliheimilinu en hún er bara þynnri. Hvað gerum við ekki fyrir auka súpuskammt? Hvað gerði fólk ekki í útrýmingarbúðunum fyrir auka súpuskammt? Þeir litu í hina áttina þegar aðrir voru beittir ofbeldi og þegar nasistarnir röðuðu fólki í ofnana og drógu úr því tennurnar. Ég veit að þetta er ansi brjálað en þeim mun meira sem maður er inni í þessum heimi, þeim mun betur áttar maður á sig á því hvar línurnar liggja.“Margt óuppgert Það er margt sem Íslendingar eigi óuppgert varðandi heimsstyrjöldina og þann tíma í íslenskri sögu, segir Jón Páll. „Hvers vegna tölum við hér til að mynda um blessað stríðið en ræðum ekki um þá flóttamenn sem var vísað frá fyrir stríð. Það voru Þjóðverjar hér sem voru sendir úr landi þegar stríðið braust út. Hvernig þeim gekk að komast aftur heim til Íslands versus það hvernig þeim Íslendingum vegnaði sem hlutu dóma fyrir stríðsglæpi en slíkir einstaklingar fengu ríkisborgararétt hér á landi eftir stríð. Ólafur Pétursson er gott dæmi um þetta. Hann var maður sem framseldi og sveik fólk í Noregi í hendur nasista, þar á meðal líkast til Leif Muller, en þetta fólk endaði í dauðabúðum í Þýskalandi. Ólafur hlaut dóm fyrir þetta í Noregi en var svo framseldur til Íslands að beiðni íslenska ríkisins og Leifur mátti búa við það að mæta þessum manni sem frjálsum manni á götum Reykjavíkur. Egill Holmboe sem sat í ríkisstjórn Quislings fékk einnig ríkisborgararétt hér og fór síðan að starfa hjá hinu opinbera. Ólafur Pétursson var líka einn af þeim sem áttu þátt í átökunum á Austurvelli 1949 þegar við göngum í NATO en þá fór hann fyrir hvítliðunum og gekk vasklega fram eins og það var orðað. Þegar mál Ólafs var rifjað upp í Þjóðviljanum var farið í mál við blaðið fyrir að birta dómsskjölin frá Noregi en þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, óskaði eftir því að málinu yrði hætt og Ólafur látinn í friði því hann hefði þurft að þola nógu mikið. Leifar þessarar hugsunar búa enn í íslensku samfélagi og hún gýs upp nú þegar hundruð þúsunda vilja freista þess að ná til lífs á lekum bát. Orðræðan er: Ég vildi að við gætum hjálpað en við getum það bara ekki af því að þá verður minna fyrir okkur hin. Sýningin er áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja.“
Akureyri Leikhús Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið