Pedersen verður áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 06:00 Pedersen þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Tyrkjum. vísir/valli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket. EM 2015 í Berlín Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira