Fuðra kaup VW á Red Bull upp í dísilvélasvindlinu? Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 10:24 Red Bull keppnisbíll í Formúlu 1. Í síðustu viku var hér greint frá áhuga Volkswagen á kaupum á Red Bull liðið í Formúlu 1. En fljótt skipast veður í lofti og dísilvélasvindl Volkswagen mun að minnsta kosti fresta þeim, ef ekki verða til þess að alfarið verði hætt við þau. Volkswagen hefur um margt annað að hugsa nú en rándýra þátttöku í Formúlu 1 og líklega verður fyrirtækið að helga fjármuni sína fremur sektargreiðslum en þátttöku í kappakstri og þróun vélar sem keppt gæti við Mercedes Benz og Ferrari. Meiningin var nefnilega að smíða eigin vél í Red Bull bílana ef að kaupum hefði orðið. Volkswagen og Red Bull voru í upphafi síðustu viku með svo til kláraðan samning um yfirtöku á Red Bull liðinu og fátt virtist eftir nema að undirskrifa samninginn. Ef ekkert verður af þessari yfirtöku Volkswagen á Red Bull liðinu er staða liðsins erfið með þá Renault vél sem ekki virðist eiga neinn séns í vélarnar í bílum Mercedes Benz og Ferrari. Red Bull hefur ekki unnið eina einustu keppni í ár, en vann þrjár keppnir í fyrra og endaði í öðru sæti í keppninni þá á eftir Mercedes Benz. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
Í síðustu viku var hér greint frá áhuga Volkswagen á kaupum á Red Bull liðið í Formúlu 1. En fljótt skipast veður í lofti og dísilvélasvindl Volkswagen mun að minnsta kosti fresta þeim, ef ekki verða til þess að alfarið verði hætt við þau. Volkswagen hefur um margt annað að hugsa nú en rándýra þátttöku í Formúlu 1 og líklega verður fyrirtækið að helga fjármuni sína fremur sektargreiðslum en þátttöku í kappakstri og þróun vélar sem keppt gæti við Mercedes Benz og Ferrari. Meiningin var nefnilega að smíða eigin vél í Red Bull bílana ef að kaupum hefði orðið. Volkswagen og Red Bull voru í upphafi síðustu viku með svo til kláraðan samning um yfirtöku á Red Bull liðinu og fátt virtist eftir nema að undirskrifa samninginn. Ef ekkert verður af þessari yfirtöku Volkswagen á Red Bull liðinu er staða liðsins erfið með þá Renault vél sem ekki virðist eiga neinn séns í vélarnar í bílum Mercedes Benz og Ferrari. Red Bull hefur ekki unnið eina einustu keppni í ár, en vann þrjár keppnir í fyrra og endaði í öðru sæti í keppninni þá á eftir Mercedes Benz.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent