Barnakvikmyndahátíð hefst í dag Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. september 2015 10:00 Thelma Marín Jónsdóttir leiðir börnin í gegnum dagskránna á Barnakvikmyndahátíðinni. Vísir/Valli „Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira