Freki kallinn Jón Gnarr skrifar 26. september 2015 07:00 Ég hef verið að kljást við þennan mann alla ævina. Hann var pabbi minn, kennari, og strætóbílstjóri. Hann hefur verið yfirmaður minn. Hann hefur verið yfirvald sem hefur haft líf mitt og örlög í höndum sér. Hann hefur skilgreint mig. Hann hefur haft vald til að móta framtíð mína. Hann er stjóri. Hann stjórnar. Ég hef oft séð hann í sjónvarpinu, arka áfram á flugvöllum og halda messur. Hann kann að messa yfir öðrum. Ég hef séð hann keyra um í bílnum sínum á veginum sem var aðallega lagður fyrir hann. Ég hef heyrt hann halda ræður. Fátt finnst honum skemmtilegra en að halda ræður um sig sjálfan, nema ef vera skyldi að taka við viðurkenningu frá sjálfum sér. Ég hef séð myndir af honum í blöðum. Ég hef heyrt viðtöl við hann í útvarpinu. Ég hef séð hann standa upp á fundum og hrópa eitthvað með krepptan hnefann á lofti. Ég hef séð hann hella sér yfir fólk og oft sjálfur lent uppá kant við hann, yfirleitt í öðrum en nokkrum sinnum jafnvel í sjálfum mér. Ég hef séð hann ryðjast framfyrir í röðum. Ég hef oft hrokkið við þegar hann lemur í borðið. Hann er hörkulegur á svip. Í hans augum eru allir sem eru ekki sammála honum eintóm fífl og fávitar. Sérstaklega konur. Það gilda ein lög fyrir hann en önnur fyrir alla aðra, enda fann hann þau upp. Hann sýnir vandlætingu sína með svipbrigðum og orðum. Hann er alltaf í fullum rétti. Hann veit allt betur en allir aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér. Hann fær aldrei nóg, ekki einu sinni af sjálfum sér. Hann kann ekki að skammast sín, veit ekkert hvað það er. En hann er fyrstur til að segja öðrum að skammast sín.Allir eru jafnir nema sumir Óþreytandi veður hann áfram og er alveg sama þótt hann rekist stundum utaní aðra eða meiði og skaði með framkomu sinni. Hann er ekkert mikið að pæla í öðrum. Þeir skipta hann engu máli. Hann vill bara fá sitt og fyrir sig. Hann trúir því að ef hann fái allt sem hann vill þá muni aðrir sjálfkrafa njóta góðs af því. Hann svífst einskis til að ná markmiðum sínum. Hann hikar ekki við að ljúga, blekkja og stela. En þegar hann stelur þá er það ekki þjófnaður heldur sanngirni, eða réttlæti. Í versta falli ákveðinn dómgreindarbrestur. Stundum verður hann ljúfur eins og lamb og verður þá gjarnan verndari og málsvari Réttlætisins. Þá talar hann mikið um hluti eins og skyldur, samstöðu, öryggi og sanngirni. Hann trúir á Guð og að Hann hafi aðallega skapað heiminn fyrir sig.Kóngurinn á landinu bláa Ég hef stúderað hann og fylgst með honum af óttablöndnum áhuga frá því að ég var barn. Ég hef oft hitt hann og rætt við hann. Hann mætir í heitu pottana í laugunum og í fjölskylduboð og á húsfundi. Stundum kemur hann meira að segja útí búð. Honum finnst gott að fá sér neðaníði og fer þá gjarnan á veitingastaði og veitingahús þar sem hann fær þá þjónustu sem hann svo einlæglega telur sig hafa rétt á. Þá talar hann hátt, segir brandara og hlær hátt að honum sjálfur. Hann er kóngur og aðrir eru þjónustulið. Honum finnst gaman að klæða sig í allskonar búninga og taka myndir af sér, jafnvel með skikkju og hleður þá á sig öllum medalíunum sem hann hefur fengið frá sjálfum sér fyrir hin ýmsu afrek. Þá brosir hann dauft og það má jafnvel greina auðmýkt í augum hans. Hann er útum allt. Ég hitti hann mikið þegar ég vann hjá Reykjavíkurborg. Þá hitti ég hann á hverjum degi. En við náðum aldrei neitt sérstaklega vel saman. Freki kallinn. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hann hefur mikil völd. Og hann er ekki að fara að láta þau af hendi. Hann fékk þau í sængurgjöf frá mömmu sinni og Guði þegar hann fæddist. Lögin eru hans megin, bæði Guðs og manna. Það eru fáir sem þora að andmæla honum eða standa í vegi fyrir honum, hvað þá að standa uppí hárinu á honum. Því hver vill lenda í honum? Hver vill sjá stingandi augnaráðið beinast að sér, heyra háðsglósurnar og hótanirnar? Hans réttlæti er óréttlæti. Hver vill vera óvinur hans og finna fyrir reiði hans? Ákaflega fáir. Hann er jú einu sinni valdamesti maður á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Ég hef verið að kljást við þennan mann alla ævina. Hann var pabbi minn, kennari, og strætóbílstjóri. Hann hefur verið yfirmaður minn. Hann hefur verið yfirvald sem hefur haft líf mitt og örlög í höndum sér. Hann hefur skilgreint mig. Hann hefur haft vald til að móta framtíð mína. Hann er stjóri. Hann stjórnar. Ég hef oft séð hann í sjónvarpinu, arka áfram á flugvöllum og halda messur. Hann kann að messa yfir öðrum. Ég hef séð hann keyra um í bílnum sínum á veginum sem var aðallega lagður fyrir hann. Ég hef heyrt hann halda ræður. Fátt finnst honum skemmtilegra en að halda ræður um sig sjálfan, nema ef vera skyldi að taka við viðurkenningu frá sjálfum sér. Ég hef séð myndir af honum í blöðum. Ég hef heyrt viðtöl við hann í útvarpinu. Ég hef séð hann standa upp á fundum og hrópa eitthvað með krepptan hnefann á lofti. Ég hef séð hann hella sér yfir fólk og oft sjálfur lent uppá kant við hann, yfirleitt í öðrum en nokkrum sinnum jafnvel í sjálfum mér. Ég hef séð hann ryðjast framfyrir í röðum. Ég hef oft hrokkið við þegar hann lemur í borðið. Hann er hörkulegur á svip. Í hans augum eru allir sem eru ekki sammála honum eintóm fífl og fávitar. Sérstaklega konur. Það gilda ein lög fyrir hann en önnur fyrir alla aðra, enda fann hann þau upp. Hann sýnir vandlætingu sína með svipbrigðum og orðum. Hann er alltaf í fullum rétti. Hann veit allt betur en allir aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér. Hann fær aldrei nóg, ekki einu sinni af sjálfum sér. Hann kann ekki að skammast sín, veit ekkert hvað það er. En hann er fyrstur til að segja öðrum að skammast sín.Allir eru jafnir nema sumir Óþreytandi veður hann áfram og er alveg sama þótt hann rekist stundum utaní aðra eða meiði og skaði með framkomu sinni. Hann er ekkert mikið að pæla í öðrum. Þeir skipta hann engu máli. Hann vill bara fá sitt og fyrir sig. Hann trúir því að ef hann fái allt sem hann vill þá muni aðrir sjálfkrafa njóta góðs af því. Hann svífst einskis til að ná markmiðum sínum. Hann hikar ekki við að ljúga, blekkja og stela. En þegar hann stelur þá er það ekki þjófnaður heldur sanngirni, eða réttlæti. Í versta falli ákveðinn dómgreindarbrestur. Stundum verður hann ljúfur eins og lamb og verður þá gjarnan verndari og málsvari Réttlætisins. Þá talar hann mikið um hluti eins og skyldur, samstöðu, öryggi og sanngirni. Hann trúir á Guð og að Hann hafi aðallega skapað heiminn fyrir sig.Kóngurinn á landinu bláa Ég hef stúderað hann og fylgst með honum af óttablöndnum áhuga frá því að ég var barn. Ég hef oft hitt hann og rætt við hann. Hann mætir í heitu pottana í laugunum og í fjölskylduboð og á húsfundi. Stundum kemur hann meira að segja útí búð. Honum finnst gott að fá sér neðaníði og fer þá gjarnan á veitingastaði og veitingahús þar sem hann fær þá þjónustu sem hann svo einlæglega telur sig hafa rétt á. Þá talar hann hátt, segir brandara og hlær hátt að honum sjálfur. Hann er kóngur og aðrir eru þjónustulið. Honum finnst gaman að klæða sig í allskonar búninga og taka myndir af sér, jafnvel með skikkju og hleður þá á sig öllum medalíunum sem hann hefur fengið frá sjálfum sér fyrir hin ýmsu afrek. Þá brosir hann dauft og það má jafnvel greina auðmýkt í augum hans. Hann er útum allt. Ég hitti hann mikið þegar ég vann hjá Reykjavíkurborg. Þá hitti ég hann á hverjum degi. En við náðum aldrei neitt sérstaklega vel saman. Freki kallinn. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hann hefur mikil völd. Og hann er ekki að fara að láta þau af hendi. Hann fékk þau í sængurgjöf frá mömmu sinni og Guði þegar hann fæddist. Lögin eru hans megin, bæði Guðs og manna. Það eru fáir sem þora að andmæla honum eða standa í vegi fyrir honum, hvað þá að standa uppí hárinu á honum. Því hver vill lenda í honum? Hver vill sjá stingandi augnaráðið beinast að sér, heyra háðsglósurnar og hótanirnar? Hans réttlæti er óréttlæti. Hver vill vera óvinur hans og finna fyrir reiði hans? Ákaflega fáir. Hann er jú einu sinni valdamesti maður á Íslandi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun