Dapurleg viðbrögð við ályktun borgarstjórnar Einar Ólafsson skrifar 23. september 2015 13:21 Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun