Hlutabréfaverð Volkswagen hríðféll annan daginn í röð Sæunn Gísladóttir skrifar 22. september 2015 14:41 Volkswagen á yfir höfði sér allt að 18 milljarða dollara sekt. Vísir/AFP Hlutabréfaverð Volkswagen heldur áfram að falla sökum þess að upp komst um dísilbílasvindl þeirra í Bandaríkjunum. Í dag féll hlutabréfaverð bílaframleiðandans um 24,25%, en í gær hafði það fallið um 18,49%. Við lok markaðar á föstudaginn var hlutabréfaverðið 162,2 en var 108,55 við lok markaðar í dag. Um er að ræða 33% verðlækkun á tveimur dögum. Vandræði Volkswagen ætla engan endi að taka. Í dag sagði forstjórinn, Martin Winterkorn, af sér. En þá hafði komið í ljós að ekki einungis voru það 482.000 dísilbílar sem seldir voru í Bandaríkjunum sem voru útbúnir þeim svindlhugbúnaði sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum, heldur er hann í 11 milljón bílum Volkswagen víða um heiminn. Volkswagen á yfir höfði sér allt að 18 milljarða dollara refsingu fyrir gjörning sinn vestanhafs, en markaðsvirði fyrirtækisins er einungis rúmlega þrisvar sinnum meira en það. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna gæti sektað Volkswagen um 18 milljarða dollara. 21. september 2015 16:12 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréfaverð Volkswagen heldur áfram að falla sökum þess að upp komst um dísilbílasvindl þeirra í Bandaríkjunum. Í dag féll hlutabréfaverð bílaframleiðandans um 24,25%, en í gær hafði það fallið um 18,49%. Við lok markaðar á föstudaginn var hlutabréfaverðið 162,2 en var 108,55 við lok markaðar í dag. Um er að ræða 33% verðlækkun á tveimur dögum. Vandræði Volkswagen ætla engan endi að taka. Í dag sagði forstjórinn, Martin Winterkorn, af sér. En þá hafði komið í ljós að ekki einungis voru það 482.000 dísilbílar sem seldir voru í Bandaríkjunum sem voru útbúnir þeim svindlhugbúnaði sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum, heldur er hann í 11 milljón bílum Volkswagen víða um heiminn. Volkswagen á yfir höfði sér allt að 18 milljarða dollara refsingu fyrir gjörning sinn vestanhafs, en markaðsvirði fyrirtækisins er einungis rúmlega þrisvar sinnum meira en það.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna gæti sektað Volkswagen um 18 milljarða dollara. 21. september 2015 16:12 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna gæti sektað Volkswagen um 18 milljarða dollara. 21. september 2015 16:12