Einn stærsti heiti pottur í heimi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2015 07:00 Það borgar sig að fara með gát í úfnu hrauninu. Mynd/Hörður Jónasson „Heiti potturinn hlýtur að vera sá stærsti í heiminum,“ segir Hörður Jónasson ökuleiðsögumaður um nýja baðstaðinn í Holuhrauni. Hörður var á ferð í Holuhrauni um síðustu helgi og tók þá meðfylgjandi myndir á hinum nýja áfangastað sem jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn stefna nú á. „Þetta er einstakur baðstaður á heimsvísu,“ segir Hörður. „Heitt jökulvatn úr suðurenda Holuhrauns, bræðsluvatn frá Dyngjujökli rennur norður, undir og í gegnum hraunið og kemur undan því í norðurendanum. Þetta er mikið magn af vatni, um 35 til 40 gráðu heitu.“Nýjasti baðstaður landsins er jafnframt einn sá áhugaverðasti.Mynd/Hörður JónassonÍ hraunjaðrinum er skál sem Hörður telur vera um 400 til 500 fermetrar og því líkast til stærsti heiti pottur í heimi sem fyrr segir. "Úr skálinni rennur svo heitt vatn út og myndar ána sem er um 40 sentimetra djúp. Notalegur straumurinn í ánni virkar sem nuddpottur," lýsir Hörður. En það er ýmislegt að varast. Nýja hraunið er geysi oddhvasst. "Það er nauðsyndlegt að hafa tvenna skó meðferðis því það þarf vaðskó í ánni og þó aðallega í heitapottinum sem er inni í hrauninu," segir Hörður. Þá getur sjálf vatnið verið varhugavert. "Hitastig hefur verið sveiflukennt, hefur farið í 50 gráður," segir í aðvörunarskilti frá Vatnajökulsþjóðgarði. Bárðarbunga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 12 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði komu úr Holuhrauni Vísindamaður frá Háskóla Íslands birti í dag grein um rannsókn sína á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti í Evrópu á meðan á gosinu stóð. 20. júlí 2015 20:43 Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Skammt frá Svartá í Holuhrauni hefur myndast vatn sem fólk getur baðað sig í og hafa nokkrir landverðir og ferðamenn nú þegar prófað. Skálavörður í Dreka segir aðgengið að vatninu auðvelt. 31. júlí 2015 10:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Heiti potturinn hlýtur að vera sá stærsti í heiminum,“ segir Hörður Jónasson ökuleiðsögumaður um nýja baðstaðinn í Holuhrauni. Hörður var á ferð í Holuhrauni um síðustu helgi og tók þá meðfylgjandi myndir á hinum nýja áfangastað sem jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn stefna nú á. „Þetta er einstakur baðstaður á heimsvísu,“ segir Hörður. „Heitt jökulvatn úr suðurenda Holuhrauns, bræðsluvatn frá Dyngjujökli rennur norður, undir og í gegnum hraunið og kemur undan því í norðurendanum. Þetta er mikið magn af vatni, um 35 til 40 gráðu heitu.“Nýjasti baðstaður landsins er jafnframt einn sá áhugaverðasti.Mynd/Hörður JónassonÍ hraunjaðrinum er skál sem Hörður telur vera um 400 til 500 fermetrar og því líkast til stærsti heiti pottur í heimi sem fyrr segir. "Úr skálinni rennur svo heitt vatn út og myndar ána sem er um 40 sentimetra djúp. Notalegur straumurinn í ánni virkar sem nuddpottur," lýsir Hörður. En það er ýmislegt að varast. Nýja hraunið er geysi oddhvasst. "Það er nauðsyndlegt að hafa tvenna skó meðferðis því það þarf vaðskó í ánni og þó aðallega í heitapottinum sem er inni í hrauninu," segir Hörður. Þá getur sjálf vatnið verið varhugavert. "Hitastig hefur verið sveiflukennt, hefur farið í 50 gráður," segir í aðvörunarskilti frá Vatnajökulsþjóðgarði.
Bárðarbunga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 12 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði komu úr Holuhrauni Vísindamaður frá Háskóla Íslands birti í dag grein um rannsókn sína á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti í Evrópu á meðan á gosinu stóð. 20. júlí 2015 20:43 Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Skammt frá Svartá í Holuhrauni hefur myndast vatn sem fólk getur baðað sig í og hafa nokkrir landverðir og ferðamenn nú þegar prófað. Skálavörður í Dreka segir aðgengið að vatninu auðvelt. 31. júlí 2015 10:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
12 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði komu úr Holuhrauni Vísindamaður frá Háskóla Íslands birti í dag grein um rannsókn sína á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti í Evrópu á meðan á gosinu stóð. 20. júlí 2015 20:43
Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Skammt frá Svartá í Holuhrauni hefur myndast vatn sem fólk getur baðað sig í og hafa nokkrir landverðir og ferðamenn nú þegar prófað. Skálavörður í Dreka segir aðgengið að vatninu auðvelt. 31. júlí 2015 10:00