Mannréttindi handa öllum? Magnús Guðmundsson skrifar 21. september 2015 07:00 Það er ekki fjarri lagi að segja að foreldrar séu stjórnvald í hverri fjölskyldu og í hverju heimilshaldi. Reyndar gegna foreldrar þessari ábyrgðarstöðu innan heimilisins ekki í krafti lýðræðis heldur aldurs, þroska og vonandi færni til þess að halda vel utan um fjölskyldu sína og heimili. Foreldrum ber þannig að gæta þess að öllum líði vel og að allir njóti grundvallarréttinda, góðrar umönnunar og framtíðarmöguleika til þess að vaxa og dafna um ókomna tíð. Hlutverk leiðandi stjórnvalds hverrar þjóðar fyrir sig er ekki ósvipað þessu. Skyldur stjórnvaldsins eru að minnsta kosti sambærilegar og það veit hvert foreldri að ekki veit á gott að hygla sumum barna sinna en gefa í senn lítið fyrir hagsmuni og þarfir annars. Það felst kannski mikil einföldun í að bera saman stjórnvöld og foreldra með þessum hætti en stundum er líka gott að einfalda. Einföldunin getur gert okkur fært að horfa fram hjá flokkum og stefnum, einstaklingum og hagsmunatengslum. Við getum horft á stjórnvaldið og spurt okkur að því hvort það virði grundvallarmannréttindi allra íslenskra þegna? Því miður er svarið nei. Árið 2007 skrifuðu íslensk stjórnvöld undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ríkin sem skrifuðu undir samninginn „minnast meginreglna, sem kunngerðar eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðfædd göfgi og verðleikar og jöfn og óafsalanleg réttindi allra manna eru viðurkennd sem hornsteinn frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, eins og segir í upphafi samningsins. Þetta er fallegt. En þrátt fyrir göfug markmið íslenskra stjórnvalda hefur samningurinn ekki enn verið fullgiltur á Íslandi. Það er blátt áfram til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Það er ekkert flóknara en það og einföldunin á fullan rétt á sér þegar kemur að grundvallarmannréttindum. Foreldri sem segir Sigga litla að hann verði að bíða eftir því að fá gleraugu, því það sé svo kostnaðarsamt að byggja upp fótboltaferilinn hjá Jóa bróður sem muni efalítið ná hámarki með milljónasamningi í atvinnumennsku, er ömurlegt foreldri. Það geta einfaldlega allir verið sammála um. Málið með samninginn um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega að hann veitir fötluðum alþjóðlega og lagalega vernd fyrir stjórnvaldi sem dregur lappirnar, vísar til efnahagsástands, fjárfestingakosta, vaxtavesens eða hvurn fjárann sem afsökunin er hverju sinni. En auðvitað má hverri manneskju með sómatilfinningu vera slétt sama um slíkar afsakanir og undanbrögð. Annað hvort fer stjórnvaldið á fullt í að undirbúa fullgildinguna og innleiða hana hið snarasta eða ekki. Nú þegar hafa 156 ríki fullgilt samninginn en Ísland og Finnland standa ein Norðurlandanna eftir með allt á hælunum. Í Finnlandi er reyndar unnið að undirbúningi á fullgildingu en á Íslandi virðist forgangsröðunin vera einhver önnur. Hver sem hún er þá er hún röng. Svo einfalt er það. Mannréttindi geta ekki verið aðeins fyrir meginþorra þjóðar fremur en að flestum í fjölskyldu sé tryggt mannsæmandi líf. Því hljóta allir með snefil af sómatilfinningu að leggjast á eitt með að sjá til þess að íslensk stjórnvöld hefji þessa vinnu án frekari tafa og fyrirsláttar og tryggi öllum þegnum þjóðarinnar mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Það er ekki fjarri lagi að segja að foreldrar séu stjórnvald í hverri fjölskyldu og í hverju heimilshaldi. Reyndar gegna foreldrar þessari ábyrgðarstöðu innan heimilisins ekki í krafti lýðræðis heldur aldurs, þroska og vonandi færni til þess að halda vel utan um fjölskyldu sína og heimili. Foreldrum ber þannig að gæta þess að öllum líði vel og að allir njóti grundvallarréttinda, góðrar umönnunar og framtíðarmöguleika til þess að vaxa og dafna um ókomna tíð. Hlutverk leiðandi stjórnvalds hverrar þjóðar fyrir sig er ekki ósvipað þessu. Skyldur stjórnvaldsins eru að minnsta kosti sambærilegar og það veit hvert foreldri að ekki veit á gott að hygla sumum barna sinna en gefa í senn lítið fyrir hagsmuni og þarfir annars. Það felst kannski mikil einföldun í að bera saman stjórnvöld og foreldra með þessum hætti en stundum er líka gott að einfalda. Einföldunin getur gert okkur fært að horfa fram hjá flokkum og stefnum, einstaklingum og hagsmunatengslum. Við getum horft á stjórnvaldið og spurt okkur að því hvort það virði grundvallarmannréttindi allra íslenskra þegna? Því miður er svarið nei. Árið 2007 skrifuðu íslensk stjórnvöld undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ríkin sem skrifuðu undir samninginn „minnast meginreglna, sem kunngerðar eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðfædd göfgi og verðleikar og jöfn og óafsalanleg réttindi allra manna eru viðurkennd sem hornsteinn frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, eins og segir í upphafi samningsins. Þetta er fallegt. En þrátt fyrir göfug markmið íslenskra stjórnvalda hefur samningurinn ekki enn verið fullgiltur á Íslandi. Það er blátt áfram til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Það er ekkert flóknara en það og einföldunin á fullan rétt á sér þegar kemur að grundvallarmannréttindum. Foreldri sem segir Sigga litla að hann verði að bíða eftir því að fá gleraugu, því það sé svo kostnaðarsamt að byggja upp fótboltaferilinn hjá Jóa bróður sem muni efalítið ná hámarki með milljónasamningi í atvinnumennsku, er ömurlegt foreldri. Það geta einfaldlega allir verið sammála um. Málið með samninginn um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega að hann veitir fötluðum alþjóðlega og lagalega vernd fyrir stjórnvaldi sem dregur lappirnar, vísar til efnahagsástands, fjárfestingakosta, vaxtavesens eða hvurn fjárann sem afsökunin er hverju sinni. En auðvitað má hverri manneskju með sómatilfinningu vera slétt sama um slíkar afsakanir og undanbrögð. Annað hvort fer stjórnvaldið á fullt í að undirbúa fullgildinguna og innleiða hana hið snarasta eða ekki. Nú þegar hafa 156 ríki fullgilt samninginn en Ísland og Finnland standa ein Norðurlandanna eftir með allt á hælunum. Í Finnlandi er reyndar unnið að undirbúningi á fullgildingu en á Íslandi virðist forgangsröðunin vera einhver önnur. Hver sem hún er þá er hún röng. Svo einfalt er það. Mannréttindi geta ekki verið aðeins fyrir meginþorra þjóðar fremur en að flestum í fjölskyldu sé tryggt mannsæmandi líf. Því hljóta allir með snefil af sómatilfinningu að leggjast á eitt með að sjá til þess að íslensk stjórnvöld hefji þessa vinnu án frekari tafa og fyrirsláttar og tryggi öllum þegnum þjóðarinnar mannréttindi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun