Skilaboðin eru um vernd aðildarríkja Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. október 2015 08:00 Höfuðstöðvar NATO hafa síðan 1967 verið í bráðabirgðahúsnæði í gömlum herspítala í útjaðri Brussel. Nýjar höfuðstöðvar, sem eru mikil glerhöll, eru í byggingu handan götunnar og stefnt að flutningi á næsta ári. vísir/ÓKÁ Endurskipulagning og stóraukin geta herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að stærstum hluta til komin sem viðbrögð við aðgerðum og yfirgangi Rússa. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, er hann kynnti blaðamönnum niðurstöður fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær. Þegar Stoltenberg var spurður hvort Rússar myndu ekki túlka aukinn viðbúnað bandalagsins, svo sem í ríkjum Eystrasaltsins, sem ógnandi tilburði vesturveldanna, sagði hann aðgerðir NATO viðbragð við framferði Rússa.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fer yfir ákvarðanir og samþykktir varnarmálaráðherra bandalagsins á blaðamannafundi í Brussel í gær.Vísir/ÓKÁ„Svo sem í Úkraínu, á Krímskaga, en einnig í Georgíu þar sem Rússar halda núna georgísku landsvæði.“ Ekki verði horft upp á slíkan yfirgang án viðbragða. „Við bregðumst því við með því að auka getu bandalagsins til að flytja til herafla, aukum um leið viðveru okkar í austri með herliði staðsettu þar og með því að auka varnargetu Eystrasaltsríkjanna og starfa með þeim.“ Skilaboðin séu þau að NATO standi sterkt að baki aðildarríkjum sínum og hafi bæði getu og vilja til að koma þeim til verndar gegn hvers konar ógn. „Allt sem NATO gerir er gert í varnarskyni, í réttu hlutfalli og það er algjörlega í takt við skuldbindingar okkar. NATO verður að bregðast við þegar við sjáum aðgerðaglaðara Rússland haga sér á þann hátt sem Rússar hafa gert síðasta árið.“ Einnig kom fram í máli Stoltenbergs í gær að NATO stæði frammi fyrir margvíslegum áskorunum. „Stríðsátök, óstöðugleiki og óöryggi, auk flóttamannavanda sem er hörmuleg afleiðing þess óróa sem við sjáum suður af okkur. Við þessu bregst NATO,“ sagði hann. Verið væri að koma á mestu aukningu sameiginlegra varna bandalagsins frá lokum kalda stríðsins. Komið hafi verið á fót sameiginlegu viðbragðsherliði sem brugðist geti við með mjög stuttum fyrirvara og komið hafi verið upp smærri stjórnstöðvum í Austur-Evrópu. Ráðherrafundurinn samþykkti að bæta við tveimur slíkum í Ungverjalandi og Slóvakíu, til viðbótar við þær sem í síðasta mánuði voru virkjaðar í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu. Um leið áréttaði Stoltenberg að lausn mála í Sýrlandi þyrfti að vera á sviði stjórnmálanna. „Til lengri tíma leysir hernaður engan vanda í landinu. Bardaga þarf að stöðva og pólitíska lausn verður að finna.“ Áhyggjuefni væri að her Rússa, sem látið hefur til sín taka í landinu, beini spjótum sínum ekki aðallega að stríðsmönnum Íslamska ríkisins (ISIS), heldur ráðist hann á hópa stjórnarandstæðinga og styðji sitjandi stjórn Sýrlands. „Framferði Rússa er ekki gagnlegt,“ sagði Stoltenberg og biðlaði til landsins um að leika fremur uppbyggilegt hlutverk og vinna með öðrum þjóðum í baráttunni við ISIS. Stuðningur við Assad væri ekki uppbyggilegt framlag til friðsamlegrar og varanlegrar pólitískrar lausnar í Sýrlandi. Fundur varnarmálaráðherra NATO snerist að stórum hluta um að marka til lengri tíma stefnu í varnarmálum bandalagsins þegar lokið hafi verið að hrinda í áætlun ákvörðunum frá því á síðasta ári um viðbragðsáætlanir, viðbúnað og skipan herafla NATO. Stoltenberg segir enn standa yfir mat á stöðu mála í Afganistan, en þegar því lyki yrðu teknar ákvarðanir um frekari stuðning NATO við stjórnvöld þar. Hann segir samstöðu um það í aðildarríkjum NATO að þegar núverandi áætlun um stuðning þar ljúki, þá taki við frekari stuðningur og til langs tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Endurskipulagning og stóraukin geta herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að stærstum hluta til komin sem viðbrögð við aðgerðum og yfirgangi Rússa. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, er hann kynnti blaðamönnum niðurstöður fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær. Þegar Stoltenberg var spurður hvort Rússar myndu ekki túlka aukinn viðbúnað bandalagsins, svo sem í ríkjum Eystrasaltsins, sem ógnandi tilburði vesturveldanna, sagði hann aðgerðir NATO viðbragð við framferði Rússa.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fer yfir ákvarðanir og samþykktir varnarmálaráðherra bandalagsins á blaðamannafundi í Brussel í gær.Vísir/ÓKÁ„Svo sem í Úkraínu, á Krímskaga, en einnig í Georgíu þar sem Rússar halda núna georgísku landsvæði.“ Ekki verði horft upp á slíkan yfirgang án viðbragða. „Við bregðumst því við með því að auka getu bandalagsins til að flytja til herafla, aukum um leið viðveru okkar í austri með herliði staðsettu þar og með því að auka varnargetu Eystrasaltsríkjanna og starfa með þeim.“ Skilaboðin séu þau að NATO standi sterkt að baki aðildarríkjum sínum og hafi bæði getu og vilja til að koma þeim til verndar gegn hvers konar ógn. „Allt sem NATO gerir er gert í varnarskyni, í réttu hlutfalli og það er algjörlega í takt við skuldbindingar okkar. NATO verður að bregðast við þegar við sjáum aðgerðaglaðara Rússland haga sér á þann hátt sem Rússar hafa gert síðasta árið.“ Einnig kom fram í máli Stoltenbergs í gær að NATO stæði frammi fyrir margvíslegum áskorunum. „Stríðsátök, óstöðugleiki og óöryggi, auk flóttamannavanda sem er hörmuleg afleiðing þess óróa sem við sjáum suður af okkur. Við þessu bregst NATO,“ sagði hann. Verið væri að koma á mestu aukningu sameiginlegra varna bandalagsins frá lokum kalda stríðsins. Komið hafi verið á fót sameiginlegu viðbragðsherliði sem brugðist geti við með mjög stuttum fyrirvara og komið hafi verið upp smærri stjórnstöðvum í Austur-Evrópu. Ráðherrafundurinn samþykkti að bæta við tveimur slíkum í Ungverjalandi og Slóvakíu, til viðbótar við þær sem í síðasta mánuði voru virkjaðar í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu. Um leið áréttaði Stoltenberg að lausn mála í Sýrlandi þyrfti að vera á sviði stjórnmálanna. „Til lengri tíma leysir hernaður engan vanda í landinu. Bardaga þarf að stöðva og pólitíska lausn verður að finna.“ Áhyggjuefni væri að her Rússa, sem látið hefur til sín taka í landinu, beini spjótum sínum ekki aðallega að stríðsmönnum Íslamska ríkisins (ISIS), heldur ráðist hann á hópa stjórnarandstæðinga og styðji sitjandi stjórn Sýrlands. „Framferði Rússa er ekki gagnlegt,“ sagði Stoltenberg og biðlaði til landsins um að leika fremur uppbyggilegt hlutverk og vinna með öðrum þjóðum í baráttunni við ISIS. Stuðningur við Assad væri ekki uppbyggilegt framlag til friðsamlegrar og varanlegrar pólitískrar lausnar í Sýrlandi. Fundur varnarmálaráðherra NATO snerist að stórum hluta um að marka til lengri tíma stefnu í varnarmálum bandalagsins þegar lokið hafi verið að hrinda í áætlun ákvörðunum frá því á síðasta ári um viðbragðsáætlanir, viðbúnað og skipan herafla NATO. Stoltenberg segir enn standa yfir mat á stöðu mála í Afganistan, en þegar því lyki yrðu teknar ákvarðanir um frekari stuðning NATO við stjórnvöld þar. Hann segir samstöðu um það í aðildarríkjum NATO að þegar núverandi áætlun um stuðning þar ljúki, þá taki við frekari stuðningur og til langs tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira