Matur

Hvítlauksmarinerað lambalæri með Bernaise sósu

Eva Laufey Kjaran skrifar
visir.is/skjáskot

Í síðasta þætti af Matargleði var sunnudagur til sælu tekinn alla leið. Franskt eggjabrauð, ístertan hennar ömmu og auðvitað sunnudags lambalærið í hvítlauksmarineringu með ómótstæðilegri Bernaise sósu frá grunni.

Safaríkt lambakjöt með Bernaise

1 lambalæri, beinlaust

100 g smjör

handfylli steinselja

handfylli rósmarín

4 hvítlauksrif

1 msk. ólífuolía

salt og nýmalaður pipar

2 sellerí stilkar

Nokkrar gulrætur

1 stór laukur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu,salt og pipar í matvinnsluvél og maukið.
  3. Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salt og pipar.
  4. Skerið grænmetið í bita og leggið í eldfast mót, setjið lambalærið yfir grænmetið.
  5. Eldið lærið í 50 – 60 mínútur, það fer eftir því hversu stórt lærið er.
  6. Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið.
  7. Látið læri standa í 15 – 20 mínútur áður en þið skerið það.
  8. Berið fram með Hasselback kartöflum og ekta Bernaise sósu.

 

Hasselback kartöflur

4 stórar kartöflur

50 g smjör 

2 msk ólífuolía

maldon salt og pipar

fersk steinselja

Aðferð:

Þessar kartöflur eru klassískt meðlæti með kjöti, rekja má þessar kartöflur til Svíþjóðar. Þær eru bæði svakalega góðar og einfaldar. 

  1. Hitið ofninn í 220°C.
  2. Skolið kartöflurnar og skerið svo raufar í  þær með stuttu millibili. Skerið djúpt niður en passið að kartaflan detti ekki í sundur.
  3. Smjör og olía eru brædd í potti.
  4. Raðið kartöflunum í ofnskúffu og hellið bræddu blöndunni yfir.
  5. Snúið kartöflunum nokkrum sinnum og veltið  þeim þannig vel upp úr feitinni. Stráið maldon salti og pipar yfir  kartöflurnar.
  6. Setjið í ofn og bakið í 55-60 mínútur. Mér finnst dásemd að skera niður ferska steinselju og sáldra yfir kartöflurnar þegar þær eru komnar út úr ofninum. 

Bernaise sósa

5 eggjarauður

250 g smjör, skorið í teninga

1 msk Bernaise Essence

2 – 3 tsk. Fáfnisgras, smátt saxað

Salt og nýmalaður pipar

Bernaise Essence

1 dl hvítvínsedik

10 svört piparkorn

2 tsk fáfnisgras

3 skallottulaukar, smátt saxaðir

Aðferð:

  1. Útbúið Bernaise Essence, setjið hvítvínsedik, skallottulauk, fáfnisgras og svört piparkorn í pott og sjóðið saman þar til 1 msk af vökva er eftir. Sigtið vökvann og geymið til hliðar.
  2. Þeytið eggjarauður yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er smá handavinna en er vel þess virði. Ef skálin er of heit takið þið hana af vatnsbaðinu og kælið, en haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikilvægt að skálin sé ekki of heit en annars eldast eggjarauðurnar.
  3. Bragðbætið með Bernaise Essence, salti og pipar.
  4. Gott er saxa niður ferskt fáfnisgras og sáldra yfir sósuna rétt í lokin. 

Njótið vel. 

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 


Tengdar fréttir

Stökkir kjúklingabitar í Kornflexmulningi

Eitt af því besta sem ég fæ eru stökkir kjúklingabitar með góðri sósu. Það er fátt sem jafnast á við safaríka, stökka og bragðmikla kjúklingabita sem færa manni gleði við hvern bita.

Æðislegt grænmetislasagna að hætti Evu Laufeyjar

Ný þáttaröð með Evu Laufeyju fór í loftið á fimmtudaginn síðastliðin á Stöð 2. Hún kann svo sannarlega sitt fag en hér að neðan kennir hún fólki að ótrúlega girnilegt grænmetislasagna.

Mexíkósk matargerð

Í þriðja þætti af Matargleði útbjó Eva sannkallaða mexíkóska veislu. Litríkir og bragðmiklir réttir sem eru vinsælir víða um heim og ekki er það að ástæðulausu. Algjört lostæti.

Fiski Tacos að hætti Evu Laufeyjar

Í síðasta þætti af Matargleði fékk Eva innblástur að réttunum frá Mexíkó en þar er matargerðin bæði litrík og bragðmikil. Þessar fiski tacos eru algjörlega ómótstæðilegar með mangósalsa og ljúffengri sósu sem bragð er af.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.