Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2015 19:45 Úr þjálfunarbúðum sýrlenskra uppreisnarmanna. Vísir/AFP Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30
Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43
Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00
Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30