Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. október 2015 13:01 Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. Vísir/GVA Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan. Alþingi Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Sjá meira
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan.
Alþingi Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Sjá meira