Vaðlaheiðarvegavinnuáhætta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. október 2015 00:00 Ríkisendurskoðun gaf ríkisábyrgð á Vaðlaheiðargöngum falleinkunn í nýrri skýrslu í síðustu viku. Alþingi vék ákvæðum laga um ríkisábyrgð til hliðar árið 2012 til að fjármagna gangagerðina og 8,7 milljarða króna lán veitt fyrir framkvæmdinni. Samkvæmt lögum hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingar fyrir þessu láni, en það var ekki gert. Sjóðurinn hins vegar veitti umsögn um lánið, þegar lagt var fram lagafrumvarp sem heimilaði lánveitinguna, þar sem fram kom að tryggingarnar væru ófullnægjandi. Ríkisendurskoðun segir því að hefði verið farið að lögum hefði lánið einfaldlega ekki verið veitt. Litlar líkur eru taldar á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu á tilsettum tíma samkvæmt lánasamningi. Þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, segist ekki hafa verið einn um þessa ákvörðun, heldur hafi þingið á endanum samþykkt hana. Hann segir þróun umferðar sýna að göngin muni nýtast næstu hundrað árin, veggjöld muni greiða það upp og ríkið á endanum fá framkvæmdina gefins. Það er ekki hver sem er sem getur fengið ríkisábyrgð á láni. Í skýrslunni kemur fram að í árslok 2014 hafi ríkisábyrgðir numið samtals 1.213 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra, eða um þrír fjórðu, var vegna lána til Íbúðalánasjóðs og um fjórðungur til Landsvirkjunar. Einungis tveir aðilar hafi fengið endurlán frá ríkissjóði frá árinu 2012: LÍN og Vaðlaheiðargöng hf. Og það er ekki að ástæðulausu að lög um ríkisábyrgðir voru sett. Talin var þörf á því að meta sérstaklega þegar slíkar ábyrgðir eru veittar hvert greiðsluhæfi skuldara væri, hvaða tryggingar hann hefði fyrir láninu og mögulega hættu á að ábyrgðin falli á ríkissjóð. Slíkt mat og jákvæð niðurstaða er augljós forsenda þess að heillavænlegt sé fyrir ríkið að taka slíka áhættu á sig. Taka skal fram að þetta verkefni var tekið út úr samgönguáætlun og þannig sett framar öðrum samgöngubótum. Meðal þess sem í staðinn var látið bíða er Sundabraut á Reykjavíkursvæðinu og Vestmannaeyjaferja; verkefni sem í báðum tilfellum myndu nýtast fleirum en Vaðlaheiðargöng. Þrátt fyrir trú og von ráðherrans fyrrverandi, sem flestir deila, um að verkefnið muni á endanum borga sig er framkvæmdin háð mikilli óvissu. Óvissu um umferðarmagn og greiðsluvilja, uppbyggingu á svæðinu, endanlegan kostnað við byggingu ganganna. Alla þessa óvissu – og áhættu af henni – tekur ríkið á sig með ríkisábyrgðinni. Til þess að takmarka slíka ábyrgð voru lögin sett. Í skýrslu sinni hvatti Ríkisendurskoðun fjármála- og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laganna ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán ríkissjóðs. Auðvitað ber ráðuneytinu, sem og Alþingi, að svara þessari hvatningu og taka ákvarðanir út frá hagsmunum skattgreiðenda en ekki bara þeirra heima í héraði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Ríkisendurskoðun gaf ríkisábyrgð á Vaðlaheiðargöngum falleinkunn í nýrri skýrslu í síðustu viku. Alþingi vék ákvæðum laga um ríkisábyrgð til hliðar árið 2012 til að fjármagna gangagerðina og 8,7 milljarða króna lán veitt fyrir framkvæmdinni. Samkvæmt lögum hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingar fyrir þessu láni, en það var ekki gert. Sjóðurinn hins vegar veitti umsögn um lánið, þegar lagt var fram lagafrumvarp sem heimilaði lánveitinguna, þar sem fram kom að tryggingarnar væru ófullnægjandi. Ríkisendurskoðun segir því að hefði verið farið að lögum hefði lánið einfaldlega ekki verið veitt. Litlar líkur eru taldar á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu á tilsettum tíma samkvæmt lánasamningi. Þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, segist ekki hafa verið einn um þessa ákvörðun, heldur hafi þingið á endanum samþykkt hana. Hann segir þróun umferðar sýna að göngin muni nýtast næstu hundrað árin, veggjöld muni greiða það upp og ríkið á endanum fá framkvæmdina gefins. Það er ekki hver sem er sem getur fengið ríkisábyrgð á láni. Í skýrslunni kemur fram að í árslok 2014 hafi ríkisábyrgðir numið samtals 1.213 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra, eða um þrír fjórðu, var vegna lána til Íbúðalánasjóðs og um fjórðungur til Landsvirkjunar. Einungis tveir aðilar hafi fengið endurlán frá ríkissjóði frá árinu 2012: LÍN og Vaðlaheiðargöng hf. Og það er ekki að ástæðulausu að lög um ríkisábyrgðir voru sett. Talin var þörf á því að meta sérstaklega þegar slíkar ábyrgðir eru veittar hvert greiðsluhæfi skuldara væri, hvaða tryggingar hann hefði fyrir láninu og mögulega hættu á að ábyrgðin falli á ríkissjóð. Slíkt mat og jákvæð niðurstaða er augljós forsenda þess að heillavænlegt sé fyrir ríkið að taka slíka áhættu á sig. Taka skal fram að þetta verkefni var tekið út úr samgönguáætlun og þannig sett framar öðrum samgöngubótum. Meðal þess sem í staðinn var látið bíða er Sundabraut á Reykjavíkursvæðinu og Vestmannaeyjaferja; verkefni sem í báðum tilfellum myndu nýtast fleirum en Vaðlaheiðargöng. Þrátt fyrir trú og von ráðherrans fyrrverandi, sem flestir deila, um að verkefnið muni á endanum borga sig er framkvæmdin háð mikilli óvissu. Óvissu um umferðarmagn og greiðsluvilja, uppbyggingu á svæðinu, endanlegan kostnað við byggingu ganganna. Alla þessa óvissu – og áhættu af henni – tekur ríkið á sig með ríkisábyrgðinni. Til þess að takmarka slíka ábyrgð voru lögin sett. Í skýrslu sinni hvatti Ríkisendurskoðun fjármála- og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laganna ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán ríkissjóðs. Auðvitað ber ráðuneytinu, sem og Alþingi, að svara þessari hvatningu og taka ákvarðanir út frá hagsmunum skattgreiðenda en ekki bara þeirra heima í héraði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun