Glötum ekki niður tónlistarnáminu! Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun