Landspítalanum áskapað að verða undir Bolli Héðinsson skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Fullkomin sjúkrastofnun opnar í Ármúla (Hótel Ísland) með öllum nýjustu tækjum og öllu starfsfólki svo vel höldnu að það hvarflar ekki að því að fara í verkfall. Á sama tíma dynur á Landspítalanum enn eitt verkfallið og tækjabúnaður er annaðhvort skammtaður af tímabundnu örlæti þingmanna eða ölmusugjöfum velunnara spítalans. Samt sækja bæði klínikin í Ármúlanum og Landspítalinn alla sína fjármuni í sama vasa, vasa skattgreiðenda. Hvernig má þetta vera?Hið rangsnúna kerfi Svarið hefur legið lengi fyrir og vitað að svona myndi fara (http://uni.hi.is/bh/). Klínikin í Ármúlanum fær sérstaklega greitt frá ríkinu fyrir hvert viðvik en Landspítalinn þarf að búa við greiðslur ákvarðaðar einu sinni á ári á fjárlögum. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er beiðni um viðbótarframlag upp á nokkra milljarða til sérfræðilæknaþjónustu utan sjúkrahúsa. Hluti þess framlags mun einmitt renna til klínikarinnar í Ármúla. Landspítalinn aftur á móti fær ekki að „keppa“ um fjármagn úr ríkissjóði með sama hætti og klínikin. Á meðan svo er mun Landspítalinn alltaf tapa í þeirri samkeppni um skattfé almennings, sem smátt og smátt dregur úr spítalanum þrótt.Landspítalinn „tapar“ á aukinni þjónustu Ef senda þarf sjúklinga til útlanda í meðferð eða rannsóknir þá borgar ríkið það í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Yrði Landspítalanum falið að sjá fyrir sömu meðferð og rannsóknum hér á landi (sem getur sparað þjóðarbúinu stórar fjárhæðir svo ekki þurfi að senda sjúklinga til útlanda) þýðir það bara viðbótarkostnað fyrir Landspítalann. En hjá Sjúkratryggingum (sem þá sleppa við að borga ferðirnar til útlanda) er þetta hreinn sparnaður sem gefur aukið svigrúm til frekari greiðslna til stofa úti í bæ, svo öfugsnúið sem það kann að virðast. Vítahringurinn heldur áfram, Landspítalanum heldur áfram að hraka en einkaaðilar dafna, allt í boði okkar skattgreiðenda.„Engin stefnumótun í heilbrigðismálum“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir heilbrigðisráðherra á fundi sem efnt var til í september um íslenska heilbrigðiskerfið. Auk þess sagði hann skort á heildrænni yfirsýn og að engin raunveruleg stefnumótun til lengri tíma hafi átt sér stað. Það er vandséð að annar eins áfellisdómur hafi verið felldur um jafn mikilvægan málaflokk. Samt sem áður virðast þessi orð hafa farið fram hjá flestum fjölmiðlum, hvað þá að þingmenn eða aðrir hafi séð ástæðu til að taka þau upp og spyrja hvort hér verði ekki ráðin bót á. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem síst þykir líklegur til vinsælda hjá stjórnmálamönnum. Þeir kinoka sér við að kynna sér rekstur heilbrigðisstofnana og álykta ranglega að allt megi bæta með auknum fjárframlögum. Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins er miklu djúpstæðari og þar skapa mismunandi aðferðir við skiptingu á framlögum ríkisins til einkarekinna og opinberra heilbrigðisstofnana mestan vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fullkomin sjúkrastofnun opnar í Ármúla (Hótel Ísland) með öllum nýjustu tækjum og öllu starfsfólki svo vel höldnu að það hvarflar ekki að því að fara í verkfall. Á sama tíma dynur á Landspítalanum enn eitt verkfallið og tækjabúnaður er annaðhvort skammtaður af tímabundnu örlæti þingmanna eða ölmusugjöfum velunnara spítalans. Samt sækja bæði klínikin í Ármúlanum og Landspítalinn alla sína fjármuni í sama vasa, vasa skattgreiðenda. Hvernig má þetta vera?Hið rangsnúna kerfi Svarið hefur legið lengi fyrir og vitað að svona myndi fara (http://uni.hi.is/bh/). Klínikin í Ármúlanum fær sérstaklega greitt frá ríkinu fyrir hvert viðvik en Landspítalinn þarf að búa við greiðslur ákvarðaðar einu sinni á ári á fjárlögum. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er beiðni um viðbótarframlag upp á nokkra milljarða til sérfræðilæknaþjónustu utan sjúkrahúsa. Hluti þess framlags mun einmitt renna til klínikarinnar í Ármúla. Landspítalinn aftur á móti fær ekki að „keppa“ um fjármagn úr ríkissjóði með sama hætti og klínikin. Á meðan svo er mun Landspítalinn alltaf tapa í þeirri samkeppni um skattfé almennings, sem smátt og smátt dregur úr spítalanum þrótt.Landspítalinn „tapar“ á aukinni þjónustu Ef senda þarf sjúklinga til útlanda í meðferð eða rannsóknir þá borgar ríkið það í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Yrði Landspítalanum falið að sjá fyrir sömu meðferð og rannsóknum hér á landi (sem getur sparað þjóðarbúinu stórar fjárhæðir svo ekki þurfi að senda sjúklinga til útlanda) þýðir það bara viðbótarkostnað fyrir Landspítalann. En hjá Sjúkratryggingum (sem þá sleppa við að borga ferðirnar til útlanda) er þetta hreinn sparnaður sem gefur aukið svigrúm til frekari greiðslna til stofa úti í bæ, svo öfugsnúið sem það kann að virðast. Vítahringurinn heldur áfram, Landspítalanum heldur áfram að hraka en einkaaðilar dafna, allt í boði okkar skattgreiðenda.„Engin stefnumótun í heilbrigðismálum“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir heilbrigðisráðherra á fundi sem efnt var til í september um íslenska heilbrigðiskerfið. Auk þess sagði hann skort á heildrænni yfirsýn og að engin raunveruleg stefnumótun til lengri tíma hafi átt sér stað. Það er vandséð að annar eins áfellisdómur hafi verið felldur um jafn mikilvægan málaflokk. Samt sem áður virðast þessi orð hafa farið fram hjá flestum fjölmiðlum, hvað þá að þingmenn eða aðrir hafi séð ástæðu til að taka þau upp og spyrja hvort hér verði ekki ráðin bót á. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem síst þykir líklegur til vinsælda hjá stjórnmálamönnum. Þeir kinoka sér við að kynna sér rekstur heilbrigðisstofnana og álykta ranglega að allt megi bæta með auknum fjárframlögum. Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins er miklu djúpstæðari og þar skapa mismunandi aðferðir við skiptingu á framlögum ríkisins til einkarekinna og opinberra heilbrigðisstofnana mestan vanda.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun