Bakaðar bleikjubollur með steiktum hrísgrjónum 13. nóvember 2015 10:00 Gómsætur réttur frá Eyþóri Rúnarssyni. Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir í þætti sínum Eldhúsið hans Eyþórs, á Stöð 2 fram að jólum. Bakaðar bleikjubollur með steiktum hrísgrjónum og kóríandersósu Bleikjubollur 400 g roð- og beinlaus bleikja 1 stk. hvítlauksrif (fínt rifið) 1 tsk. sambal oelek 1 msk. pikklað engifer (fínt skorið) 1 msk. kóríander (fínt skorið) 1 ½ msk. raspur 1 msk. kókos SjávarsaltSkerið bleikjuna niður í litla bita og setjið í skál með öllu hinu hráefninu og smakkið til með saltinu. Hnoðið bollur úr blöndunni (um 30 g bollur) og setjið inn í 180 gráða heitan ofninn í 6 mínútur.Steikt hrísgrjón2 hvítlauksgeirar (fínt skornir)1 chili rautt (fínt skorið)1 msk. engifer (fínt skorið)½ box sykurbaunir½ poki radísur100 g smjör400 g soðin hrísgrjón½ bréf kóríander2 msk. salthnetur1 msk. sesamolía2 msk. fiskisósa3 msk. sojasósaOlía til steikingar1 stk. limeSjávarsaltSvartur pipar úr kvörnHitið pönnu með olíu og setjið hvítlaukinn, chili-ið og engiferið á pönnuna og steikið við vægan hita. Bætið sykurbaununum og radísunum út á ásamt hrísgrjónunum og smjörinu. Hellið næst fiskisósunni, sesamolíunni og sojasósunni út á pönnuna og bætið í lokin salthnetunum og kóríandernum út í. Smakkið til með salti og pipar ef þurfa þykir,Kóríandersósa2 stk. hvítlauksrif (fínt skorið)1 stk. laukur (fínt skorinn)1 msk. engifer (fínt skorið)3 msk. sojasósa3 msk. hrísgrjónaedik1 dós kókosmjólk2 msk. fínt skorinn kóríander1 stk. limeOlía til steikingarSjávarsaltSvartur pipar úr kvörnHitið pott með olíu í og steikið laukinn, hvítlaukinn og engiferið saman þar til mjúkt í gegn. Bætið svo edikinu og sojasósunni í pottinn og látið sjóða í 2 mín. Hellið því næst kókosmjólkinni ofan í pottinn og látið sjóða í um 20 mín. Maukið blönduna með töfrasprota og smakkið til með saltinu, piparnum og safa úr einu lime. Bætið í lokin kóríander út í sósuna. Bleikja Eyþór Rúnarsson Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir í þætti sínum Eldhúsið hans Eyþórs, á Stöð 2 fram að jólum. Bakaðar bleikjubollur með steiktum hrísgrjónum og kóríandersósu Bleikjubollur 400 g roð- og beinlaus bleikja 1 stk. hvítlauksrif (fínt rifið) 1 tsk. sambal oelek 1 msk. pikklað engifer (fínt skorið) 1 msk. kóríander (fínt skorið) 1 ½ msk. raspur 1 msk. kókos SjávarsaltSkerið bleikjuna niður í litla bita og setjið í skál með öllu hinu hráefninu og smakkið til með saltinu. Hnoðið bollur úr blöndunni (um 30 g bollur) og setjið inn í 180 gráða heitan ofninn í 6 mínútur.Steikt hrísgrjón2 hvítlauksgeirar (fínt skornir)1 chili rautt (fínt skorið)1 msk. engifer (fínt skorið)½ box sykurbaunir½ poki radísur100 g smjör400 g soðin hrísgrjón½ bréf kóríander2 msk. salthnetur1 msk. sesamolía2 msk. fiskisósa3 msk. sojasósaOlía til steikingar1 stk. limeSjávarsaltSvartur pipar úr kvörnHitið pönnu með olíu og setjið hvítlaukinn, chili-ið og engiferið á pönnuna og steikið við vægan hita. Bætið sykurbaununum og radísunum út á ásamt hrísgrjónunum og smjörinu. Hellið næst fiskisósunni, sesamolíunni og sojasósunni út á pönnuna og bætið í lokin salthnetunum og kóríandernum út í. Smakkið til með salti og pipar ef þurfa þykir,Kóríandersósa2 stk. hvítlauksrif (fínt skorið)1 stk. laukur (fínt skorinn)1 msk. engifer (fínt skorið)3 msk. sojasósa3 msk. hrísgrjónaedik1 dós kókosmjólk2 msk. fínt skorinn kóríander1 stk. limeOlía til steikingarSjávarsaltSvartur pipar úr kvörnHitið pott með olíu í og steikið laukinn, hvítlaukinn og engiferið saman þar til mjúkt í gegn. Bætið svo edikinu og sojasósunni í pottinn og látið sjóða í 2 mín. Hellið því næst kókosmjólkinni ofan í pottinn og látið sjóða í um 20 mín. Maukið blönduna með töfrasprota og smakkið til með saltinu, piparnum og safa úr einu lime. Bætið í lokin kóríander út í sósuna.
Bleikja Eyþór Rúnarsson Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira