Hvítt fólk Atli Fannar Bjarkason skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Pælið í ef það væru til samtök hvíts fólks sem hataði aðra kynþætti. Samtökin væru rótgróin og saga þeirra blóði drifin, þó þau væru kannski ekki jafn öfgafull í aðgerðum sínum í dag eins og áður. Samtökin myndu kenna sig við trúarbrögð og réttlæta ömurlegar gjörðir sínar þannig að þau væru í einhvers konar heilagri vegferð. Pælið svo í ef samtökin myndu fremja einhvers konar illvirki, jafnvel hryðjuverk, sem öll heimsbyggðin yrði vör við. Margt fólk myndi deyja og meðlimir samtakanna yrðu skiljanlega úthrópaðir, eftirlýstir og gjörðir þeirra fordæmdar. Pælið svo í ef þetta yrði til þess að allt hvítt fólk gæti ekki lengur um frjálst höfuð strokið. Líka fólkið sem tilheyrði ekki samtökunum. Hvert sem hvíta fólkið kæmi væri það litið hornauga, beitt ofbeldi og sakað um að tilheyra þessum ömurlegu samtökum blóðþyrstra hryðjuverkamanna. Í kjölfarið myndi fólk neita að leigja hvítu fólki húsnæði, einfaldlega vegna þess að það treysti sér ekki til þess – fordómarnir í samfélaginu væru slíkir að allir yrðu settir undir sama hatt. Svo myndu fjölmiðlar éta upp óvandaðar kannanir um að hvítt fólk hefði almennt samúð með fólkinu sem tilheyrir illu samtökunum, þannig væri það bæði skjalfest og staðfest í hugum fólks að allt hvíta fólkið væri eins; það væri allt hryðjuverkmenn eins og siðlausu illmennin í vondu samtökunum. Þessi samtök eru auðvitað til en það dettur engum í hug að heimfæra myrkraverk þeirra upp á allt hvítt fólk. Það væri fjarstæðukennt. Jafn fjarstæðukennt og að halda því fram að allir múslimar tilheyri samtökum sem eru svo ill og óforskömmuð að við værum öll löngu dauð ef rúmur milljarður manna myndi aðhyllast hugmyndafræði þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Pælið í ef það væru til samtök hvíts fólks sem hataði aðra kynþætti. Samtökin væru rótgróin og saga þeirra blóði drifin, þó þau væru kannski ekki jafn öfgafull í aðgerðum sínum í dag eins og áður. Samtökin myndu kenna sig við trúarbrögð og réttlæta ömurlegar gjörðir sínar þannig að þau væru í einhvers konar heilagri vegferð. Pælið svo í ef samtökin myndu fremja einhvers konar illvirki, jafnvel hryðjuverk, sem öll heimsbyggðin yrði vör við. Margt fólk myndi deyja og meðlimir samtakanna yrðu skiljanlega úthrópaðir, eftirlýstir og gjörðir þeirra fordæmdar. Pælið svo í ef þetta yrði til þess að allt hvítt fólk gæti ekki lengur um frjálst höfuð strokið. Líka fólkið sem tilheyrði ekki samtökunum. Hvert sem hvíta fólkið kæmi væri það litið hornauga, beitt ofbeldi og sakað um að tilheyra þessum ömurlegu samtökum blóðþyrstra hryðjuverkamanna. Í kjölfarið myndi fólk neita að leigja hvítu fólki húsnæði, einfaldlega vegna þess að það treysti sér ekki til þess – fordómarnir í samfélaginu væru slíkir að allir yrðu settir undir sama hatt. Svo myndu fjölmiðlar éta upp óvandaðar kannanir um að hvítt fólk hefði almennt samúð með fólkinu sem tilheyrir illu samtökunum, þannig væri það bæði skjalfest og staðfest í hugum fólks að allt hvíta fólkið væri eins; það væri allt hryðjuverkmenn eins og siðlausu illmennin í vondu samtökunum. Þessi samtök eru auðvitað til en það dettur engum í hug að heimfæra myrkraverk þeirra upp á allt hvítt fólk. Það væri fjarstæðukennt. Jafn fjarstæðukennt og að halda því fram að allir múslimar tilheyri samtökum sem eru svo ill og óforskömmuð að við værum öll löngu dauð ef rúmur milljarður manna myndi aðhyllast hugmyndafræði þeirra.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun