Heilsueflandi Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 9. desember 2015 07:00 Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun