Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 10:53 Magnús Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/stefán Það er nokkur þungi í réttarhöldum í CLN-málinu svokallaða sem nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur og augljóst að sakborningar eru afar ósáttir við málatilbúnað og vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara. Þá er Björn Þorvaldsson, saksóknari, ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem sakborningarnir hafa fram að færa og hefur nokkrum sinnum komið til snarpra orðaskipta í réttarsal þar sem dómari hefur þurft að skakka leikinn. Í málinu svara stjórnendur Kaupþings enn á ný til saka vegna viðskipta bankans í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru nú fyrir dómi í fjórða sinn en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, í þriðja sinn. Lánveitingar upp á hundruð milljóna evra Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma á Kvíabryggju vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málin en hafa að auki fengið dóma í öðrum málum sem á þó enn eftir að taka fyrir í Hæstarétti. Í gær gáfu Hreiðar og Sigurður skýrslu fyrir dómi en í morgun var komið að Magnúsi. Hreiðar og Sigurður eru reyndar í dómsal einnig þar sem þeir komust ekki til Kvíabryggju í gær vegna veðurs og dvöldu þremenningarnir því í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í nótt. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar sem snúa að lánveitingum til eignalausa eignarhaldsfélaga vegna kaupa lánshæfistengdum skuldbréfum útgefnum af Deutsche Bank en bréfin voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008 og hljóðuðu upp á samtals 510 milljónir, en þau fengust aldrei greidd til baka. Fullyrðingar í ákæru sem standist ekki skoðun Þinghaldið í morgun byrjaði á því að Magnús ávarpaði dóminn og tjáði sig um sakarefnið. Innti Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, hann eftir hvort það yrði ekki örugglega stutt en Magnús svaraði því til að ekki væri endilega hægt að mæla það. Ávarpið myndi hins vegar vera málefnalegt. Magnús sagði að ef að gögn væru skoðuð væri ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hann væri saklaus af ákærunni í málinu. Þá gagnrýndi hann skort á röksemdum í ákæru og sagði að þar væru fullyrðingar sem stæðust ekki skoðun. „Í ákærunni er í engu getið um hver hinn veigamikli þáttur minn á að hafa verið. Það liggur ekkert fyrir í þessu máli hvernig hin takmarkaða aðkoma mín á að hafa tengst ákvörðun um þessar lánveitingar Kaupþings. [...] Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína,“ sagði Magnús. „Þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ Hann sagði lánin hafa verið veitt gegn tryggingum í skuldabréfum Deutsche Bank. Það var því ekki hægt að tapa á viðskiptunum nema annað hvort Deutsche eða Kaupþing færu í þrot. Magnús kvaðst ekki hafa trúað því að svo gæti farið og gat ekki séð hvernig tapa mætti á því að veðja á tilvist Kaupþings. Þegar Magnús hafði talað sleitulaust í um hálftíma gerði saksóknari athugasemdir við lengd ávarpsins. Dómsformaður leyfði Magnúsi hins vegar að halda áfram: „Ákærði er ekki löglærður og þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ spurði dómarinn. Magnús játti því en beindi orðum sínum svo að saksóknara: „Ég hef verið mjög málefnalegur og haldið mig við ákæruefnin. Ég tók hérna út 20 blaðsíður um annað órétti sem þú hefur beitt mig.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Það er nokkur þungi í réttarhöldum í CLN-málinu svokallaða sem nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur og augljóst að sakborningar eru afar ósáttir við málatilbúnað og vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara. Þá er Björn Þorvaldsson, saksóknari, ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem sakborningarnir hafa fram að færa og hefur nokkrum sinnum komið til snarpra orðaskipta í réttarsal þar sem dómari hefur þurft að skakka leikinn. Í málinu svara stjórnendur Kaupþings enn á ný til saka vegna viðskipta bankans í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru nú fyrir dómi í fjórða sinn en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, í þriðja sinn. Lánveitingar upp á hundruð milljóna evra Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma á Kvíabryggju vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málin en hafa að auki fengið dóma í öðrum málum sem á þó enn eftir að taka fyrir í Hæstarétti. Í gær gáfu Hreiðar og Sigurður skýrslu fyrir dómi en í morgun var komið að Magnúsi. Hreiðar og Sigurður eru reyndar í dómsal einnig þar sem þeir komust ekki til Kvíabryggju í gær vegna veðurs og dvöldu þremenningarnir því í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í nótt. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar sem snúa að lánveitingum til eignalausa eignarhaldsfélaga vegna kaupa lánshæfistengdum skuldbréfum útgefnum af Deutsche Bank en bréfin voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008 og hljóðuðu upp á samtals 510 milljónir, en þau fengust aldrei greidd til baka. Fullyrðingar í ákæru sem standist ekki skoðun Þinghaldið í morgun byrjaði á því að Magnús ávarpaði dóminn og tjáði sig um sakarefnið. Innti Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, hann eftir hvort það yrði ekki örugglega stutt en Magnús svaraði því til að ekki væri endilega hægt að mæla það. Ávarpið myndi hins vegar vera málefnalegt. Magnús sagði að ef að gögn væru skoðuð væri ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hann væri saklaus af ákærunni í málinu. Þá gagnrýndi hann skort á röksemdum í ákæru og sagði að þar væru fullyrðingar sem stæðust ekki skoðun. „Í ákærunni er í engu getið um hver hinn veigamikli þáttur minn á að hafa verið. Það liggur ekkert fyrir í þessu máli hvernig hin takmarkaða aðkoma mín á að hafa tengst ákvörðun um þessar lánveitingar Kaupþings. [...] Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína,“ sagði Magnús. „Þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ Hann sagði lánin hafa verið veitt gegn tryggingum í skuldabréfum Deutsche Bank. Það var því ekki hægt að tapa á viðskiptunum nema annað hvort Deutsche eða Kaupþing færu í þrot. Magnús kvaðst ekki hafa trúað því að svo gæti farið og gat ekki séð hvernig tapa mætti á því að veðja á tilvist Kaupþings. Þegar Magnús hafði talað sleitulaust í um hálftíma gerði saksóknari athugasemdir við lengd ávarpsins. Dómsformaður leyfði Magnúsi hins vegar að halda áfram: „Ákærði er ekki löglærður og þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ spurði dómarinn. Magnús játti því en beindi orðum sínum svo að saksóknara: „Ég hef verið mjög málefnalegur og haldið mig við ákæruefnin. Ég tók hérna út 20 blaðsíður um annað órétti sem þú hefur beitt mig.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35