Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti 7. desember 2015 15:30 Matreiðslunemarnir Guðbjörg Líf Óskarsdóttir og Thelma Lind Halldórsdóttir. MYNDIR/ANTON Jólabörnin og matreiðslunemarnir Thelma Lind Halldórsdóttir frá Vestmannaeyjum og Guðbjörg Líf Óskarsdóttir frá Selfossi starfa báðar á Fiskmarkaðinum í Reykjavík. Hér gefa þær fjórar einfaldar uppskriftir að ljúffengu meðlæti með jólasteikinni sem flestir ættu að ráða við.Rósakál með karmeluðum rauðlauk700 g rósakál2 rauðlaukar40 g smjör80 g púðursykur2 msk. eplaedikRósakálið sett út í sjóðandi vatn og látið sjóða í 2 mínútur. Snöggkælt í ísköldu vatni. Á meðan er púðursykurinn settur á pönnu og látinn bráðna. Ediki er bætt út í og endað á því að setja kalt smjörið út í. Rauðlaukurinn er skorinn í bita og látinn út á pönnuna með karamellunni. Laukurinn látinn malla í 5-10 mín. Rósakálið skorið í helminga og léttsteikt á pönnu. Í lokin er lauknum bætt út á rósakálið.Appelsínu balsamik sveppir5 portobellosveppir40 ml balsamedik70 ml teriyaki1 tsk. chilikraftur2 appelsínurSafi úr appelsínu er kreistur og sigtaður. Öllu blandað í skál. Sveppirnir eru látnir liggja í vökvanum í 15 mínútur. Þá eru þeir léttsteiktir á pönnu og settir í ofn á 160°C í 15 mínútur. Sveppirnir eru skornir í nokkra bita og appelsínubörkur rifinn yfir þá.Rjómalöguð villisveppasósa½ krukka þurrkaðir villisveppir1 l vatn50 g smjör2 skarlottlaukar1 rautt chili4 sveppir6 greinar timjan300 ml rauðvín150 g rjómaostur300 ml rjómi80 g smjörbolla (hveiti+smjör) Lítra af sjóðandi vatni er hellt yfir þurrkuðu sveppina og þeir látnir liggja í 10 mínútur. Sveppir sigtaðir með kaffipoka og vökvinn geymdur. Laukarnir og chili saxað niður og steikt á pönnu með smjöri ásamt timjan. Sveppirnir og þurrkuðu sveppirnir eru skornir í bita og steiktir með lauknum. Vatninu af sveppunum er þá bætt út í ásamt rauðvíninu og látið sjóða vel niður. Rjómanum og rjómaostinum er bætt út í og látið malla í smástund. Endað á því að setja smjörbolluna út í og láta sósuna þykkna. Smakkað til með salti og pipar.Ilmandi rauðkál1 rauðkálshaus, (u.þ.b. 1 kg)1 epli200 ml berjasaft3 msk. eplaedik3-4 negulnaglar1 tsk. kanill1 stk. anísstjarna100 g púðursykur saltKálið skorið í þunnar ræmur, eplið afhýtt og kjarnhreinsað og skorið í mjóa bita. Kálið og epli sett í pott ásamt öllu hinu hráefninu. Soðið undir loki við vægan hita í um klukkustund. Lokið er tekið af síðustu mínúturnar til að vökvinn gufi upp og smakkað til með sykri og salti. Jól Jólamatur Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Jólaklukkur Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól
Jólabörnin og matreiðslunemarnir Thelma Lind Halldórsdóttir frá Vestmannaeyjum og Guðbjörg Líf Óskarsdóttir frá Selfossi starfa báðar á Fiskmarkaðinum í Reykjavík. Hér gefa þær fjórar einfaldar uppskriftir að ljúffengu meðlæti með jólasteikinni sem flestir ættu að ráða við.Rósakál með karmeluðum rauðlauk700 g rósakál2 rauðlaukar40 g smjör80 g púðursykur2 msk. eplaedikRósakálið sett út í sjóðandi vatn og látið sjóða í 2 mínútur. Snöggkælt í ísköldu vatni. Á meðan er púðursykurinn settur á pönnu og látinn bráðna. Ediki er bætt út í og endað á því að setja kalt smjörið út í. Rauðlaukurinn er skorinn í bita og látinn út á pönnuna með karamellunni. Laukurinn látinn malla í 5-10 mín. Rósakálið skorið í helminga og léttsteikt á pönnu. Í lokin er lauknum bætt út á rósakálið.Appelsínu balsamik sveppir5 portobellosveppir40 ml balsamedik70 ml teriyaki1 tsk. chilikraftur2 appelsínurSafi úr appelsínu er kreistur og sigtaður. Öllu blandað í skál. Sveppirnir eru látnir liggja í vökvanum í 15 mínútur. Þá eru þeir léttsteiktir á pönnu og settir í ofn á 160°C í 15 mínútur. Sveppirnir eru skornir í nokkra bita og appelsínubörkur rifinn yfir þá.Rjómalöguð villisveppasósa½ krukka þurrkaðir villisveppir1 l vatn50 g smjör2 skarlottlaukar1 rautt chili4 sveppir6 greinar timjan300 ml rauðvín150 g rjómaostur300 ml rjómi80 g smjörbolla (hveiti+smjör) Lítra af sjóðandi vatni er hellt yfir þurrkuðu sveppina og þeir látnir liggja í 10 mínútur. Sveppir sigtaðir með kaffipoka og vökvinn geymdur. Laukarnir og chili saxað niður og steikt á pönnu með smjöri ásamt timjan. Sveppirnir og þurrkuðu sveppirnir eru skornir í bita og steiktir með lauknum. Vatninu af sveppunum er þá bætt út í ásamt rauðvíninu og látið sjóða vel niður. Rjómanum og rjómaostinum er bætt út í og látið malla í smástund. Endað á því að setja smjörbolluna út í og láta sósuna þykkna. Smakkað til með salti og pipar.Ilmandi rauðkál1 rauðkálshaus, (u.þ.b. 1 kg)1 epli200 ml berjasaft3 msk. eplaedik3-4 negulnaglar1 tsk. kanill1 stk. anísstjarna100 g púðursykur saltKálið skorið í þunnar ræmur, eplið afhýtt og kjarnhreinsað og skorið í mjóa bita. Kálið og epli sett í pott ásamt öllu hinu hráefninu. Soðið undir loki við vægan hita í um klukkustund. Lokið er tekið af síðustu mínúturnar til að vökvinn gufi upp og smakkað til með sykri og salti.
Jól Jólamatur Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Jólaklukkur Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól