Pólitík er leiðinleg Bergur Ebbi skrifar 11. desember 2015 07:00 Ég fékk áhuga á pólitík þegar ég var sjö ára. Ég man vel eftir bandarísku forsetakosningunum 1988. Dukakis á móti Bush. Ég var skeptískur út í Bush. Ég skildi ekki hvers vegna Reagan gat ekki verið áfram. „Hann er orðinn gamall,“ var mér sagt en það var reyndar akkúrat ástæðan fyrir því að mér líkaði við hann. Hann leit líka soldið út eins og afi minn. „Í Ameríku geta forsetar bara setið í tvö kjörtímabil,“ heyrði ég þá útskýrt. Þarna var mikið sem þurfti að melta. Hvað var kjörtímabil? Af hverju bara tvö kjörtímabil? Næstu ár var ég með pólitík á heilanum. Ég þekkti flokka, formenn og helstu málefni, stefnur og strauma, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ég fylgdist spenntur með endalokum kalda stríðsins, baráttu harðlínumannanna í Rússlandi við Gorbatsjov, átökunum á Balkanskaga, myndun Viðeyjarstjórnarinnar, fyrstu bylgju einkavæðingar á Íslandi og uppgang alþjóðavæðingar í heiminum. Þetta sogaði ég í mig þegar ég var 8 til12 ára gamall. Ég hef eytt drjúgum hluta ævi minnar í að skammast mín fyrir þetta. Ég æfði engar íþróttir. Ég hef aldrei á ævi minni rennt mér á hjólabretti (nema einu sinni þegar ég var 26 ára sem endaði með rófubeinsbroti) og ég safnaði hvorki körfuboltamyndum né Nintendo-leikjum. Þegar fólk talar um þessa hluti og dæsir af nostalgíu þá kinka ég bara kolli og þegi. Ég veit lítið um þetta. Ég hafði áhuga á litlu öðru en pólitík á þessum tíma. Og hvers vegna ekki svo sem? Pólitík er eitt það áhugaverðasta sem til er. Að stúdera hvar völdin liggja, hvernig ákvarðanir eru teknar, hvort í heiminum muni ríkja stríð eða friður. Það hélt ég að minnsta kosti. Þar til mér var bent á það á fullorðinsárum að pólitík væri leiðinleg.Slappt lið í jakkafötum Það er búið að vera í tísku að þykja pólitík leiðinleg. Það er í góðu lagi. Það er ekki hægt að deila mikið um huglæg viðhorf eins og hvort eitthvað þyki skemmtilegt eða leiðinlegt. En ég skil bara ekki hvernig pólitík getur þótt leiðinleg. „Þetta eru bara kallar í jakkafötum og konur í drögtum,“ er stundum sagt. Hvað með það? Á stjórnmálafólk að vera í hlýrabolum? Ég hef aldrei náð þessu. Það mættu að vísu vera fleiri konur í stjórnmálum en þær mega alveg vera í steingráum drögtum mín vegna og þær þurfa hvorki að vera fyndnar né sniðugar. Kannski er þetta misskilningur, annaðhvort minn eða þeirra sem þykir stjórnmál leiðinleg. Kannski snýst þetta ekkert um hvort stjórnmál séu leiðinleg heldur bara hvort stjórnmálamenn séu heiðarlegir. Það er því miður ekki alltaf raunin. Það er heldur ekkert að því að kenna stjórnmálamönnum um það sem miður fer. Ef það brjótast út stríð þá er það ákvörðunum stjórnmálamanna um að kenna. Ef það eru byggðar verksmiðjur sem valda umhverfisspjöllum þá liggur ábyrgðin mjög líklega innan stjórnmála. Um þetta þarf ekkert að efast. En svo er það hin hliðin sem ekki er jafn vinsælt að ræða um. Friður verður ekki tryggður nema með pólitík, umhverfið verður ekki heldur verndað nema með pólitík. Það er kannski bitur sannleikur en vandamál sem tengjast hlýnun jarðar verða ekki leyst nema með pólitík. Flóttamannavandinn verður ekki heldur leystur nema eftir reglum pólitíkur. Þeir sem halda að það sé ekki raunin þekkja ekki mannkynssöguna.Hin 500 ára leikjabók Ég hef fulla trú á beinu lýðræði, þátttöku borgaranna í ákvarðanatöku með hjálp internetsins. Ég styð breytta stjórnskipan. Ég vil aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum. Ég tel að stjórnmálaflokkar sem reistir eru á grunni stéttabaráttu 20. aldar séu úreltir. Ég er í sjálfu sér alveg jafn skeptískur á stjórnmál og hver annar. En ég veit að stjórnmál breytast ekki í eðli sínu. Í stjórnmálum starfar heiðarlegt fólk og fólk sem beygir reglurnar. Á 16. öld skrifaði Shakespeare leikrit sitt um Júlíus Sesar. Það fjallar um popúlisma og hvernig fjöldinn er sammála síðasta ræðumanni, samsæri, ris og hnig stjórnmálaferils. Allt sem gerist þar á enn við í dag. Furstinn eftir Machiavelli er frá sama tíma. Það er ritgerð sem fjallar um eiginhagsmuni, græðgi, hernaðarhyggju og valdasýki. Veröldin hefur sýnt litla tilburði til að afsanna neitt af því sem kemur fram í þeirri pólitísku leikjabók þótt liðið sé hálft árþúsund síðan hún leit dagsins ljós. Hin fornkveðna vísa er að ekkert fóðrar einræðistilburði jafn mikið og þegar fólki þykir pólitík leiðinleg. Það má vel vera að margir stjórnmálamenn séu óheiðarlegir og það má vel vera að nánast allt sem aflaga fer í heiminum megi skrifa á þeirra reikning. Ekki ætla ég að rífast um það. Ekki ætla ég heldur að reyna með öllum mínum ráðum að sannfæra ykkur lesendur um að pólitík sé skemmtileg ef ykkur finnst það ekki. Mér leiðist að selja hluti. Ef ykkur finnst tilhugsunin um Helmut Kohl í gráum ullarjakkafötum hundleiðinleg, sama hvað, þá verður það bara að vera þannig – og ekki ætla ég að bæta neinu við þá mynd. Ekki ætla ég að minnast á að með ákvörðunum sem teknar voru í panelklæddum fundarherbergjum í Bonn, Berlín og Moskvu árið 1989 voru hundruð þúsunda hermanna afvopnaðir og lífskjörum hundruð milljóna breytt. Járntjaldið var fellt með nokkrum pennastrikum, svo var sopið á lapþunnum uppáhellingi úr rjómagráu kaffistelli. Hundleiðinleg pólitík. Engar troðslur. Ekkert að sjá. Pólitík er leiðinleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Ég fékk áhuga á pólitík þegar ég var sjö ára. Ég man vel eftir bandarísku forsetakosningunum 1988. Dukakis á móti Bush. Ég var skeptískur út í Bush. Ég skildi ekki hvers vegna Reagan gat ekki verið áfram. „Hann er orðinn gamall,“ var mér sagt en það var reyndar akkúrat ástæðan fyrir því að mér líkaði við hann. Hann leit líka soldið út eins og afi minn. „Í Ameríku geta forsetar bara setið í tvö kjörtímabil,“ heyrði ég þá útskýrt. Þarna var mikið sem þurfti að melta. Hvað var kjörtímabil? Af hverju bara tvö kjörtímabil? Næstu ár var ég með pólitík á heilanum. Ég þekkti flokka, formenn og helstu málefni, stefnur og strauma, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ég fylgdist spenntur með endalokum kalda stríðsins, baráttu harðlínumannanna í Rússlandi við Gorbatsjov, átökunum á Balkanskaga, myndun Viðeyjarstjórnarinnar, fyrstu bylgju einkavæðingar á Íslandi og uppgang alþjóðavæðingar í heiminum. Þetta sogaði ég í mig þegar ég var 8 til12 ára gamall. Ég hef eytt drjúgum hluta ævi minnar í að skammast mín fyrir þetta. Ég æfði engar íþróttir. Ég hef aldrei á ævi minni rennt mér á hjólabretti (nema einu sinni þegar ég var 26 ára sem endaði með rófubeinsbroti) og ég safnaði hvorki körfuboltamyndum né Nintendo-leikjum. Þegar fólk talar um þessa hluti og dæsir af nostalgíu þá kinka ég bara kolli og þegi. Ég veit lítið um þetta. Ég hafði áhuga á litlu öðru en pólitík á þessum tíma. Og hvers vegna ekki svo sem? Pólitík er eitt það áhugaverðasta sem til er. Að stúdera hvar völdin liggja, hvernig ákvarðanir eru teknar, hvort í heiminum muni ríkja stríð eða friður. Það hélt ég að minnsta kosti. Þar til mér var bent á það á fullorðinsárum að pólitík væri leiðinleg.Slappt lið í jakkafötum Það er búið að vera í tísku að þykja pólitík leiðinleg. Það er í góðu lagi. Það er ekki hægt að deila mikið um huglæg viðhorf eins og hvort eitthvað þyki skemmtilegt eða leiðinlegt. En ég skil bara ekki hvernig pólitík getur þótt leiðinleg. „Þetta eru bara kallar í jakkafötum og konur í drögtum,“ er stundum sagt. Hvað með það? Á stjórnmálafólk að vera í hlýrabolum? Ég hef aldrei náð þessu. Það mættu að vísu vera fleiri konur í stjórnmálum en þær mega alveg vera í steingráum drögtum mín vegna og þær þurfa hvorki að vera fyndnar né sniðugar. Kannski er þetta misskilningur, annaðhvort minn eða þeirra sem þykir stjórnmál leiðinleg. Kannski snýst þetta ekkert um hvort stjórnmál séu leiðinleg heldur bara hvort stjórnmálamenn séu heiðarlegir. Það er því miður ekki alltaf raunin. Það er heldur ekkert að því að kenna stjórnmálamönnum um það sem miður fer. Ef það brjótast út stríð þá er það ákvörðunum stjórnmálamanna um að kenna. Ef það eru byggðar verksmiðjur sem valda umhverfisspjöllum þá liggur ábyrgðin mjög líklega innan stjórnmála. Um þetta þarf ekkert að efast. En svo er það hin hliðin sem ekki er jafn vinsælt að ræða um. Friður verður ekki tryggður nema með pólitík, umhverfið verður ekki heldur verndað nema með pólitík. Það er kannski bitur sannleikur en vandamál sem tengjast hlýnun jarðar verða ekki leyst nema með pólitík. Flóttamannavandinn verður ekki heldur leystur nema eftir reglum pólitíkur. Þeir sem halda að það sé ekki raunin þekkja ekki mannkynssöguna.Hin 500 ára leikjabók Ég hef fulla trú á beinu lýðræði, þátttöku borgaranna í ákvarðanatöku með hjálp internetsins. Ég styð breytta stjórnskipan. Ég vil aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum. Ég tel að stjórnmálaflokkar sem reistir eru á grunni stéttabaráttu 20. aldar séu úreltir. Ég er í sjálfu sér alveg jafn skeptískur á stjórnmál og hver annar. En ég veit að stjórnmál breytast ekki í eðli sínu. Í stjórnmálum starfar heiðarlegt fólk og fólk sem beygir reglurnar. Á 16. öld skrifaði Shakespeare leikrit sitt um Júlíus Sesar. Það fjallar um popúlisma og hvernig fjöldinn er sammála síðasta ræðumanni, samsæri, ris og hnig stjórnmálaferils. Allt sem gerist þar á enn við í dag. Furstinn eftir Machiavelli er frá sama tíma. Það er ritgerð sem fjallar um eiginhagsmuni, græðgi, hernaðarhyggju og valdasýki. Veröldin hefur sýnt litla tilburði til að afsanna neitt af því sem kemur fram í þeirri pólitísku leikjabók þótt liðið sé hálft árþúsund síðan hún leit dagsins ljós. Hin fornkveðna vísa er að ekkert fóðrar einræðistilburði jafn mikið og þegar fólki þykir pólitík leiðinleg. Það má vel vera að margir stjórnmálamenn séu óheiðarlegir og það má vel vera að nánast allt sem aflaga fer í heiminum megi skrifa á þeirra reikning. Ekki ætla ég að rífast um það. Ekki ætla ég heldur að reyna með öllum mínum ráðum að sannfæra ykkur lesendur um að pólitík sé skemmtileg ef ykkur finnst það ekki. Mér leiðist að selja hluti. Ef ykkur finnst tilhugsunin um Helmut Kohl í gráum ullarjakkafötum hundleiðinleg, sama hvað, þá verður það bara að vera þannig – og ekki ætla ég að bæta neinu við þá mynd. Ekki ætla ég að minnast á að með ákvörðunum sem teknar voru í panelklæddum fundarherbergjum í Bonn, Berlín og Moskvu árið 1989 voru hundruð þúsunda hermanna afvopnaðir og lífskjörum hundruð milljóna breytt. Járntjaldið var fellt með nokkrum pennastrikum, svo var sopið á lapþunnum uppáhellingi úr rjómagráu kaffistelli. Hundleiðinleg pólitík. Engar troðslur. Ekkert að sjá. Pólitík er leiðinleg.