Grjót, hnífar og gyðingaljós Ívar Halldórsson skrifar 21. desember 2015 23:01 Mannfall í Ísrael og ofbeldi í garð þeirra fjölskyldna sem þar búa þykir yfirleitt ekki mjög áhugavert fréttaefni nú á dögum. Ísraelsk mannlíf virðast því miður ekki fá hlutfallslega jafn mikla meðaumkun og mannlíf víða annars staðar í heiminum, ef vel er að gáð. Það sem hefur verið að gerast þar í landi undanfarnar vikur þætti þó heldur betur fréttnæmt efni ef atburðirnir ættu sér stað í öðrum lýðræðislöndum. Ísrael hefur orðið að þola 2225 grjótkasts-árásir á síðustu þremur mánuðum. Töluglöggir menn átta sig á því að þetta eru um 24 árásir á dag. „Þetta er bara grjót - hvað eru þeir að kvarta?“, myndu þó margir spyrja, ef þessar fréttir rötuðu nú annars í íslenska fjölmiðla. Þessi grjótköst hafa þó sært ótal margra og leitt saklausa borgara til dauða. Það er auðvitað ekki í lagi. Fyrir utan grjótkastsárásir hafa Palestínumenn notað hnífa sína reglulega í heilögum morðtilræðum og flogið flugskeytum sínum til að reyna að fella sem flesta saklausa ísraelska borgara. Þessar miður friðsamlegu aðgerðir hafa kostað um 22 lífið og hafa um 252 særst. Sumir hérlendis ganga þó meira að segja svo langt að hugsa með sér, „Rétt á þá!“ án þess að hafa neitt sérstakt fyrir sér, nema þá frekar fyrirsjáanlega, and-ísraelska „copy-paste“ fréttamennsku ýmissa fjölmiðla hérlendis. Þegar þú lest fréttir af Ísrael er ekki ólíklegt að þú sért að lesa t.d. frétt sem er tekin á andlitsvirði og án gagnrýni beint frá Al Jazeera fréttamiðlinum, sem er að hluta til fjármagnaður af konungsfjölskyldunni í Quatar. Fréttir eru birtar viðstöðulaust frá vafasömum erlendum miðlum án frekari staðfestinga um réttmæti þeirra - þetta hef ég fengið staðfest frá aðilum sem fréttir birta hérlendis. Þess má geta að Al Jazeera miðillinn er t.d. þekktur fyrir allt annað en óhlutdræga fréttamennsku og hefur verið sakaður af ýmsum um anti-semetískan áróður. Og svo annað: Nú fyrir stuttu sagði foringi Hamas, Khaled Mash´al, að eingöngu heilagt stríð og blóð myndi skila árangri hvað Ísrael varðar. Hérlendis eru þó margir sem fullyrða að stríðið milli Palestínumanna og Ísraelsmanna hafi ekkert með trú að gera, sem verður að teljast athyglisvert í ljósi orða foringjans. Hann sagði að vonlaust væri að leita réttar Palestínumanna í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Tvö þúsund „orða-flugskeyti“ stæðu engan samanburð við eitt flugskeyti úr stáli, sagði hann, og hvatti enn fremur áheyrendur sína til að nota hnífa og bifreiðar til að granda óvini þeirra. Fátækir menn, konur og börn sem leggja sitt af mörkum með hnífum sínum fyrir Allah, eru nefnilega réttlætt í augum guðs síns, segir hann. Samkvæmt foringja Hamas fagnar Allah píslarvættisdauða þeirra sem fórna sér til að drepa saklaust fólk í Ísrael. Þetta er allt beint úr munni mannsins sem því miður margir Íslendingar verja og/eða málstað hans – væntanlega vegna þess að þeir vita ekki betur og átta sig ekki á hversu í raun öflug og útbreidd áróðursmaskína öfgamúslima er. Nú hefur hún teygt anga sína í okkar átt, og hugmyndafræðin sem ógnar friði Ísraelsmanna hefur vakið ugg og ótta í nágrannalöndum okkar; nú nýlega í Parísarborg í Frakklandi. Mér þykir þetta fréttnæmt. Hér viðurkennir foringi Hamas ófeiminn í myndavélar, fyrir hönd stjórnar Palestínumanna, að hann kjósi heilagt stríð í nafni Allah, eldflaugaárásir og hnífsstungur umfram friðarviðræður. Hann hvetur opinberlega til ofbeldis! Sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið fyrr eða síðar. Sumir eru því miður samt svo þrjóskir að þeir verja blákalda lygi frekar en að viðurkenna að þeir hafa rangt fyrir sér með mark og mið Hamas. Eins konar blygðunarblinda virðist hafa tekið sig upp víða hérlendis. Í aðdraganda jóla, þegar kærleikur og friður eiga að vera í framsætinu, vona ég að við setjum fordómana í flokkunarföturnar. Hugsum hlýtt til þeirra sem setja lýðræði, frelsi og jafnrétti á oddinn og berjast gegn lygum og heilögu hatri. Ísrael er lýðræðisríki sem berst fyrir tilvist sinni í torfærum kringumstæðum. Þar njóta konur sömu réttinda og menn. Þar njóta samkynhneigðir sömu réttinda og gagnkynhneigðir. Þar njóta arabar sömu réttinda og gyðingar. Þar njóta múslimar sömu réttinda og kristnir. Ef þú ættir heima í Ísrael myndirðu hiklaust átta þig á að þótt fleipurfullur fjölmiðlasandurinn fjúki annað slagið í augu margra og reyni að blinda sýn, standa viðurkenndar staðreyndir af sér áróðursstormana þegar uppi er staðið. Palestínskum öfgamúslimum, sem hvetja til hryðjuverka gegn Ísrael, er mjög í mun að þú trúir ekki sannleikanum, því að á lygum þeirra veltur trúverðugleiki þeirra. Þegar þú kveikir á gyðingaljósunum þessi jól skaltu minnast þess að Ísraelsmenn eiga einnig rétt á friðarjólum, rétt eins og þú og fjölskylda þín. Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Mannfall í Ísrael og ofbeldi í garð þeirra fjölskyldna sem þar búa þykir yfirleitt ekki mjög áhugavert fréttaefni nú á dögum. Ísraelsk mannlíf virðast því miður ekki fá hlutfallslega jafn mikla meðaumkun og mannlíf víða annars staðar í heiminum, ef vel er að gáð. Það sem hefur verið að gerast þar í landi undanfarnar vikur þætti þó heldur betur fréttnæmt efni ef atburðirnir ættu sér stað í öðrum lýðræðislöndum. Ísrael hefur orðið að þola 2225 grjótkasts-árásir á síðustu þremur mánuðum. Töluglöggir menn átta sig á því að þetta eru um 24 árásir á dag. „Þetta er bara grjót - hvað eru þeir að kvarta?“, myndu þó margir spyrja, ef þessar fréttir rötuðu nú annars í íslenska fjölmiðla. Þessi grjótköst hafa þó sært ótal margra og leitt saklausa borgara til dauða. Það er auðvitað ekki í lagi. Fyrir utan grjótkastsárásir hafa Palestínumenn notað hnífa sína reglulega í heilögum morðtilræðum og flogið flugskeytum sínum til að reyna að fella sem flesta saklausa ísraelska borgara. Þessar miður friðsamlegu aðgerðir hafa kostað um 22 lífið og hafa um 252 særst. Sumir hérlendis ganga þó meira að segja svo langt að hugsa með sér, „Rétt á þá!“ án þess að hafa neitt sérstakt fyrir sér, nema þá frekar fyrirsjáanlega, and-ísraelska „copy-paste“ fréttamennsku ýmissa fjölmiðla hérlendis. Þegar þú lest fréttir af Ísrael er ekki ólíklegt að þú sért að lesa t.d. frétt sem er tekin á andlitsvirði og án gagnrýni beint frá Al Jazeera fréttamiðlinum, sem er að hluta til fjármagnaður af konungsfjölskyldunni í Quatar. Fréttir eru birtar viðstöðulaust frá vafasömum erlendum miðlum án frekari staðfestinga um réttmæti þeirra - þetta hef ég fengið staðfest frá aðilum sem fréttir birta hérlendis. Þess má geta að Al Jazeera miðillinn er t.d. þekktur fyrir allt annað en óhlutdræga fréttamennsku og hefur verið sakaður af ýmsum um anti-semetískan áróður. Og svo annað: Nú fyrir stuttu sagði foringi Hamas, Khaled Mash´al, að eingöngu heilagt stríð og blóð myndi skila árangri hvað Ísrael varðar. Hérlendis eru þó margir sem fullyrða að stríðið milli Palestínumanna og Ísraelsmanna hafi ekkert með trú að gera, sem verður að teljast athyglisvert í ljósi orða foringjans. Hann sagði að vonlaust væri að leita réttar Palestínumanna í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Tvö þúsund „orða-flugskeyti“ stæðu engan samanburð við eitt flugskeyti úr stáli, sagði hann, og hvatti enn fremur áheyrendur sína til að nota hnífa og bifreiðar til að granda óvini þeirra. Fátækir menn, konur og börn sem leggja sitt af mörkum með hnífum sínum fyrir Allah, eru nefnilega réttlætt í augum guðs síns, segir hann. Samkvæmt foringja Hamas fagnar Allah píslarvættisdauða þeirra sem fórna sér til að drepa saklaust fólk í Ísrael. Þetta er allt beint úr munni mannsins sem því miður margir Íslendingar verja og/eða málstað hans – væntanlega vegna þess að þeir vita ekki betur og átta sig ekki á hversu í raun öflug og útbreidd áróðursmaskína öfgamúslima er. Nú hefur hún teygt anga sína í okkar átt, og hugmyndafræðin sem ógnar friði Ísraelsmanna hefur vakið ugg og ótta í nágrannalöndum okkar; nú nýlega í Parísarborg í Frakklandi. Mér þykir þetta fréttnæmt. Hér viðurkennir foringi Hamas ófeiminn í myndavélar, fyrir hönd stjórnar Palestínumanna, að hann kjósi heilagt stríð í nafni Allah, eldflaugaárásir og hnífsstungur umfram friðarviðræður. Hann hvetur opinberlega til ofbeldis! Sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið fyrr eða síðar. Sumir eru því miður samt svo þrjóskir að þeir verja blákalda lygi frekar en að viðurkenna að þeir hafa rangt fyrir sér með mark og mið Hamas. Eins konar blygðunarblinda virðist hafa tekið sig upp víða hérlendis. Í aðdraganda jóla, þegar kærleikur og friður eiga að vera í framsætinu, vona ég að við setjum fordómana í flokkunarföturnar. Hugsum hlýtt til þeirra sem setja lýðræði, frelsi og jafnrétti á oddinn og berjast gegn lygum og heilögu hatri. Ísrael er lýðræðisríki sem berst fyrir tilvist sinni í torfærum kringumstæðum. Þar njóta konur sömu réttinda og menn. Þar njóta samkynhneigðir sömu réttinda og gagnkynhneigðir. Þar njóta arabar sömu réttinda og gyðingar. Þar njóta múslimar sömu réttinda og kristnir. Ef þú ættir heima í Ísrael myndirðu hiklaust átta þig á að þótt fleipurfullur fjölmiðlasandurinn fjúki annað slagið í augu margra og reyni að blinda sýn, standa viðurkenndar staðreyndir af sér áróðursstormana þegar uppi er staðið. Palestínskum öfgamúslimum, sem hvetja til hryðjuverka gegn Ísrael, er mjög í mun að þú trúir ekki sannleikanum, því að á lygum þeirra veltur trúverðugleiki þeirra. Þegar þú kveikir á gyðingaljósunum þessi jól skaltu minnast þess að Ísraelsmenn eiga einnig rétt á friðarjólum, rétt eins og þú og fjölskylda þín. Ívar Halldórsson
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar