Vægast sagt sérstök stemning á Miss Universe: Hryðjuverkaógn í bland við fegurðardrottningablús Guðrún Ansnes skrifar 22. desember 2015 11:00 Manuela segir Bandaríkjamenn fulldramatíska. Mynd/aðsend „Ég var svo þrotuð, og hugsaði bara að ef eitthvað kæmi fyrir mig væri það líklegast eitthvað sem ætti að gerast. Ég varð mér úti um kósí föt og hreiðraði um mig með nammi uppi á hóteli, þar sem öllu var lokað og algjörlega bannað að fara út,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland, sem nú dvelur í Las Vegas. Má með sanni segja að Manuela hafi haldið úti stórbrotinni spennusögu á Snapchat-reikningi sínum, sem er þéttsetinn aðdáendum, þegar hún upplifði eitt vandræðalegasta augnablik í sögu Miss Universe-keppninnar skömmu áður en hún var lokuð inni á hóteli vegna möguleika á hryðjuverkaárás á Planet Hollywood í Las Vegas, þar sem hún var stödd. Sinnti Manuela hlutverki dómara í tískupallagöngu keppenda, og var því í salnum á sunnudagskvöldið. Ekki er ofsögum sagt að Vegas-ferðin hennar hafi verið skrautleg, en líkt og flestir hafa orðið varir við var röng fegurðardrottning krýnd, þegar grínistinn Steve Harvey tilkynnti fyrir fullum sal að ungfrú Kólumbía hefði hreppt hnossið, þegar ungfrú Filippseyjar hafði raunverulega verið valin.Ungfrú Kólumbia Ariadna Gutierrez og ungfrú Filipseyjar, Pia Alonzo Wurtzbach voru heldur vandræðalegar eftir ruglinginn. Manuela segir dauðaþögn legið yfir salnum. „Þetta var rosalegt, ég var sjálf í mjög góðu sæti, mitt á milli filippseyska fylgiliðsins og þess kólumbíska. Fólk greip bara um andlitið þegar Steve steig á sviðið aftur og sagðist hafa gert mistök. Það varð dauðaþögn og fólk var bara í sjokki,“ segir Manuela, sem segir Íslendinga líklega ekki átta sig á umfangi keppninnar, og þeirra mistaka sem áttu sér stað. „Fylgjendur filippseysku stelpunnar tóku þátttöku hennar mjög alvarlega, og í hvert einasta skipti sem hún kom á sviðið bilaðist hópurinn. Þarna voru fullorðnir karlar í sparifötum og með kórónur, þetta var ótrúleg upplifun.“ Manuela segir þó að ekki hafi komið til handalögmála þegar í ljós kom að röng stúlka bæri kórónuna. „Fólk var bara rosalega vonsvikið, ég meina, hversu flókið er að segja rétt nafn? Hvernig er hægt að klúðra þessu?“ spyr hún, og bætir við að sjálf hafi hún ákveðnar hugmyndir um að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið atriði, og fleiri séu á því máli.Steve Harvey er ekkert sérstaklega vinsæll um þessar mundir, og líklega óvinsælastur í Kólumbíu.mynd/getty „Það fóru strax sterkar sögusagnir á flug um það, og fólk sem þekkir þennan keppnisbransa eins og lófann á sér sagði að það hefði verið svolítið skrítið að ekki hefði verið klippt á útsendinguna eins og er alltaf gert þegar búið er að afhjúpa sigurvegarann. Núna voru myndavélarnar hins vegar enn á sviðinu, og allt í þögn. Ég veit að áhorf á keppnina hefur fallið, svo það ýtir enn frekar stoðum undir þessa samsæriskenningu,“ segir Manuela, og bætir við að ef satt reynist, sé það hryllilega illa gert gagnvart þeirri kólumbísku. „Stemningin varð líka svolítið eins og enginn hefði unnið, sú filippseyska gat eiginlega ekkert glaðst í þessum aðstæðum, hin grátandi og allt frekar skrítið.“ En ekki tók betra við eftir að keppni lauk, því þá fékk Manuela þær fréttir að talið væri að hugsanlega hefði verið gerð hryðjuverkaárás í móttöku hótelsins, þar sem hún var einmitt stödd.Manuela mætti í kjólnum sem Tyson gaf henni fyrir þrettán árum, snapchat vinum hennar til mikillar gleði. Sjálf sagðist hún hafa frétt af Tyson í salnum, án þess að hitta hann þó.mynd/aðsend„Þetta var mjög dramatískt, þetta er auðvitað rosalega stór keppni og ég fæ bara þær upplýsingar að möguleg hryðjuverkaárás hafi átt sér stað á Planet Hollywood, þar sem ég var. Ég var svolítið lengi að koma mér af stað út, svo ef ég hefði farið fyrr, hefði ég vel geta lent í þessu, þar sem fólk sem kom af keppninni var þarna á meðal,“ útskýrir hún og hneykslast á hve dramatískir Bandaríkjamenn geti verið, en hún var eins og áður segir lokuð inni á hótelinu þar til búið var að blása hryðjuverkaógnina af. „Ætli ég sé ekki dálítið góð í að koma mér í alls konar ævintýri,fólk getur svo bara stokkið á vagninn á Snapchat, manuelaosk,“ segir Manuela að lokum, og hlær, blessunarlega heil á húfi á leið sinni til Los Angeles þar sem hún ætlar sér að eyða jólunum með fjölskyldunni. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Manuela Ósk Harðardóttir fékk kjóllinn að gjöf frá hnefaleikakappanum fyrir rúmum þrettán árum. Kjóllinn passar enn og stefnir hún á að klæðast honum á Miss Universe-keppninni í Las Vegas. 10. desember 2015 09:00 Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Íslendingar eru ekki ókunnugir því þegar röng úrslit eru óvart tilkynnt en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár. 21. desember 2015 13:15 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég var svo þrotuð, og hugsaði bara að ef eitthvað kæmi fyrir mig væri það líklegast eitthvað sem ætti að gerast. Ég varð mér úti um kósí föt og hreiðraði um mig með nammi uppi á hóteli, þar sem öllu var lokað og algjörlega bannað að fara út,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland, sem nú dvelur í Las Vegas. Má með sanni segja að Manuela hafi haldið úti stórbrotinni spennusögu á Snapchat-reikningi sínum, sem er þéttsetinn aðdáendum, þegar hún upplifði eitt vandræðalegasta augnablik í sögu Miss Universe-keppninnar skömmu áður en hún var lokuð inni á hóteli vegna möguleika á hryðjuverkaárás á Planet Hollywood í Las Vegas, þar sem hún var stödd. Sinnti Manuela hlutverki dómara í tískupallagöngu keppenda, og var því í salnum á sunnudagskvöldið. Ekki er ofsögum sagt að Vegas-ferðin hennar hafi verið skrautleg, en líkt og flestir hafa orðið varir við var röng fegurðardrottning krýnd, þegar grínistinn Steve Harvey tilkynnti fyrir fullum sal að ungfrú Kólumbía hefði hreppt hnossið, þegar ungfrú Filippseyjar hafði raunverulega verið valin.Ungfrú Kólumbia Ariadna Gutierrez og ungfrú Filipseyjar, Pia Alonzo Wurtzbach voru heldur vandræðalegar eftir ruglinginn. Manuela segir dauðaþögn legið yfir salnum. „Þetta var rosalegt, ég var sjálf í mjög góðu sæti, mitt á milli filippseyska fylgiliðsins og þess kólumbíska. Fólk greip bara um andlitið þegar Steve steig á sviðið aftur og sagðist hafa gert mistök. Það varð dauðaþögn og fólk var bara í sjokki,“ segir Manuela, sem segir Íslendinga líklega ekki átta sig á umfangi keppninnar, og þeirra mistaka sem áttu sér stað. „Fylgjendur filippseysku stelpunnar tóku þátttöku hennar mjög alvarlega, og í hvert einasta skipti sem hún kom á sviðið bilaðist hópurinn. Þarna voru fullorðnir karlar í sparifötum og með kórónur, þetta var ótrúleg upplifun.“ Manuela segir þó að ekki hafi komið til handalögmála þegar í ljós kom að röng stúlka bæri kórónuna. „Fólk var bara rosalega vonsvikið, ég meina, hversu flókið er að segja rétt nafn? Hvernig er hægt að klúðra þessu?“ spyr hún, og bætir við að sjálf hafi hún ákveðnar hugmyndir um að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið atriði, og fleiri séu á því máli.Steve Harvey er ekkert sérstaklega vinsæll um þessar mundir, og líklega óvinsælastur í Kólumbíu.mynd/getty „Það fóru strax sterkar sögusagnir á flug um það, og fólk sem þekkir þennan keppnisbransa eins og lófann á sér sagði að það hefði verið svolítið skrítið að ekki hefði verið klippt á útsendinguna eins og er alltaf gert þegar búið er að afhjúpa sigurvegarann. Núna voru myndavélarnar hins vegar enn á sviðinu, og allt í þögn. Ég veit að áhorf á keppnina hefur fallið, svo það ýtir enn frekar stoðum undir þessa samsæriskenningu,“ segir Manuela, og bætir við að ef satt reynist, sé það hryllilega illa gert gagnvart þeirri kólumbísku. „Stemningin varð líka svolítið eins og enginn hefði unnið, sú filippseyska gat eiginlega ekkert glaðst í þessum aðstæðum, hin grátandi og allt frekar skrítið.“ En ekki tók betra við eftir að keppni lauk, því þá fékk Manuela þær fréttir að talið væri að hugsanlega hefði verið gerð hryðjuverkaárás í móttöku hótelsins, þar sem hún var einmitt stödd.Manuela mætti í kjólnum sem Tyson gaf henni fyrir þrettán árum, snapchat vinum hennar til mikillar gleði. Sjálf sagðist hún hafa frétt af Tyson í salnum, án þess að hitta hann þó.mynd/aðsend„Þetta var mjög dramatískt, þetta er auðvitað rosalega stór keppni og ég fæ bara þær upplýsingar að möguleg hryðjuverkaárás hafi átt sér stað á Planet Hollywood, þar sem ég var. Ég var svolítið lengi að koma mér af stað út, svo ef ég hefði farið fyrr, hefði ég vel geta lent í þessu, þar sem fólk sem kom af keppninni var þarna á meðal,“ útskýrir hún og hneykslast á hve dramatískir Bandaríkjamenn geti verið, en hún var eins og áður segir lokuð inni á hótelinu þar til búið var að blása hryðjuverkaógnina af. „Ætli ég sé ekki dálítið góð í að koma mér í alls konar ævintýri,fólk getur svo bara stokkið á vagninn á Snapchat, manuelaosk,“ segir Manuela að lokum, og hlær, blessunarlega heil á húfi á leið sinni til Los Angeles þar sem hún ætlar sér að eyða jólunum með fjölskyldunni.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Manuela Ósk Harðardóttir fékk kjóllinn að gjöf frá hnefaleikakappanum fyrir rúmum þrettán árum. Kjóllinn passar enn og stefnir hún á að klæðast honum á Miss Universe-keppninni í Las Vegas. 10. desember 2015 09:00 Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Íslendingar eru ekki ókunnugir því þegar röng úrslit eru óvart tilkynnt en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár. 21. desember 2015 13:15 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Manuela Ósk Harðardóttir fékk kjóllinn að gjöf frá hnefaleikakappanum fyrir rúmum þrettán árum. Kjóllinn passar enn og stefnir hún á að klæðast honum á Miss Universe-keppninni í Las Vegas. 10. desember 2015 09:00
Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Íslendingar eru ekki ókunnugir því þegar röng úrslit eru óvart tilkynnt en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár. 21. desember 2015 13:15