RÚV skáldaði frétt uppúr gróusögum Ástþór Magnússon skrifar 31. desember 2015 12:54 Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar