Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 11:00 Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar Hrútar, gerir ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í lok ágúst. vísir/ernir „Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar. Eddan Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar.
Eddan Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira