Þungar ásakanir gegn Steingrími Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. janúar 2015 07:00 Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur, sem var meðal mest áberandi viðskiptamanna á árunum fyrir hrun, hefur lagt á sig vinnu til að upplýsa hvað gerðist þegar lánasöfn gömlu bankanna voru færð í þá nýju og þeir urðu til. Víglundur ber einkum Steingrím J. Sigfússon þungum sökum í málflutningi sínum. Víglundur, sem hefur sent gögn um málið til allra alþingismanna, segir meðal annars: „Með bréfi þessu og afriti sem ég sendi öllum öðrum þingmönnum legg ég það á herðar ykkar alþingismanna að taka viðeigandi ákvarðanir um nauðsynlega rannsókn þessa máls sem ef til vill er stórfelldasta svika- og blekkingarmál sem sögur fara af hér á landi. Nú gefst ykkur tækifæri til að endurheimta traust.“ Sem fyrr segir er Steingrímur J. Sigfússon borinn þungum sökum í greinargerðinni: „Þetta starf leiddi til þess að fjármálaráðherrann gerði árið 2009 samninga við skilanefndir gömlu bankanna um að hleypa þeim inn í nýju bankana í þeim tilgangi að taka upp stofnúrskurði FME frá haustinu 2008 til ábata fyrir kröfuhafa gömlu bankanna. Þátttakendur í þessu starfi voru fjölmargir starfsmenn ráðuneyta, skilanefnda og hinna nýju banka og á hliðarlínunni stóðu Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Allt fór þetta leynt og viðskiptavinir bankanna skipulega leyndir því og blekktir um það hver þeirra staða væri gagnvart hinum nýju bönkum.“ Steingrímur J. Sigfússon hóf vörnina í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem hann vísar ásökununum á bug og segir þær fráleitar. Víglundur misskilji málið og það falli í raun á fyrstu metrunum. Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og það fólk annað sem mestu skipti og mestu réð í tíð síðustu ríkisstjórnar verður að svara ítarlegar en nú hefur verið gert. Þau verða að fullvissa okkur um að þau hafi ekki unnið gegn hagsmunum íslensks almennings, gegn hagsmunum Íslands. Það verður eflaust gert, en hvar og hvernig? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun, þar sem hann sagði málið vera ástæðuna fyrir skuldaleiðréttingunni. „Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að skuldaleiðréttingin varð þetta stóra mál. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum. Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“ En hvað gerist næst? Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. Forsætisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að málið krefðist rannsóknar. „Kröfuhöfum voru gefnir peningar,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali á Bylgjunni. Enn vantar ótal mörg svör. Þau munu koma fram við rannsóknina. Fram undan eru hörð átök um þetta mál. Í stjórnmálunum hafa þeir Steingrímur J. og Sigmundur Davíð skipað sér í fremstu röð fylkinganna. Forsætisráðherra hefur nánast gert málflutning Víglundar að sínum. Þar stendur málið nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur, sem var meðal mest áberandi viðskiptamanna á árunum fyrir hrun, hefur lagt á sig vinnu til að upplýsa hvað gerðist þegar lánasöfn gömlu bankanna voru færð í þá nýju og þeir urðu til. Víglundur ber einkum Steingrím J. Sigfússon þungum sökum í málflutningi sínum. Víglundur, sem hefur sent gögn um málið til allra alþingismanna, segir meðal annars: „Með bréfi þessu og afriti sem ég sendi öllum öðrum þingmönnum legg ég það á herðar ykkar alþingismanna að taka viðeigandi ákvarðanir um nauðsynlega rannsókn þessa máls sem ef til vill er stórfelldasta svika- og blekkingarmál sem sögur fara af hér á landi. Nú gefst ykkur tækifæri til að endurheimta traust.“ Sem fyrr segir er Steingrímur J. Sigfússon borinn þungum sökum í greinargerðinni: „Þetta starf leiddi til þess að fjármálaráðherrann gerði árið 2009 samninga við skilanefndir gömlu bankanna um að hleypa þeim inn í nýju bankana í þeim tilgangi að taka upp stofnúrskurði FME frá haustinu 2008 til ábata fyrir kröfuhafa gömlu bankanna. Þátttakendur í þessu starfi voru fjölmargir starfsmenn ráðuneyta, skilanefnda og hinna nýju banka og á hliðarlínunni stóðu Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Allt fór þetta leynt og viðskiptavinir bankanna skipulega leyndir því og blekktir um það hver þeirra staða væri gagnvart hinum nýju bönkum.“ Steingrímur J. Sigfússon hóf vörnina í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem hann vísar ásökununum á bug og segir þær fráleitar. Víglundur misskilji málið og það falli í raun á fyrstu metrunum. Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og það fólk annað sem mestu skipti og mestu réð í tíð síðustu ríkisstjórnar verður að svara ítarlegar en nú hefur verið gert. Þau verða að fullvissa okkur um að þau hafi ekki unnið gegn hagsmunum íslensks almennings, gegn hagsmunum Íslands. Það verður eflaust gert, en hvar og hvernig? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun, þar sem hann sagði málið vera ástæðuna fyrir skuldaleiðréttingunni. „Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að skuldaleiðréttingin varð þetta stóra mál. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum. Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“ En hvað gerist næst? Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. Forsætisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að málið krefðist rannsóknar. „Kröfuhöfum voru gefnir peningar,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali á Bylgjunni. Enn vantar ótal mörg svör. Þau munu koma fram við rannsóknina. Fram undan eru hörð átök um þetta mál. Í stjórnmálunum hafa þeir Steingrímur J. og Sigmundur Davíð skipað sér í fremstu röð fylkinganna. Forsætisráðherra hefur nánast gert málflutning Víglundar að sínum. Þar stendur málið nú.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun